Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 021. fundur, 07.05.2008

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.
21. fundur


Árið 2008, miðvikudag 7. maí kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 21. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri. Árni Ólafsson arkitekt sat einnig fundinn.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


 

  1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 9. apríl s.l. v/samráð um umfang og nákvæmni í umhverfismati tillögu að Aðalskipulagi.


Lagt fram til kynningar.


2.Tillaga að Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008 – 2020 Árni Ólafsson arkitekt mætir á fundinn.


Farið var yfir skipulagsgögnin undir leiðsögn Árna Ólafssonar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Aðalskipulagið verði samþykkt og sent í auglýsingu.


Árni Ólafsson vék af fundi eftir þennan dagskrárlið.


3.Deiliskipulag íbúðarsvæðis í landi Sólbergs.


Athugasemdafrestur rann út 28. jan. og engar athugasemdir bárust. Á fundi 11. febrúar 2008 var óskað eftir yfirlýsingu framkvæmdaaðila sbr. verklagsreglur og liggur hún nú fyrir. Skipulagsnefnd leggur því til að deiliskipulagið verði samþykkt en jafnframt að yfirlýsingunnni verði þinglýst á svæðið.


4. Deiliskipulagstillaga vegna stækkunar íbúðabyggðar Vaðlabrekku í landi Veigastaða, sbr. 11. lið síðasta fundar og afgreiðslu sveitarstjórnar frá 8. apríl s.l.


Skipulagsnefnd harmar mistök í afgreiðslu 8. liðar 20. fundar þar sem lóðaheimildir eru taldar 14 en ekki 16 eins og Aðalskipulag heimilar.

Athugasemdir hafa borist frá Slökkviliði Akureyrar og Heilbrigðiseftirliti varðandi annarsvegar brunavatn og hinsvegar samnýtingu rotþróa sem taka þarf tillit til. Kröfum Heilbrigðiseftirlits hefur þegar verið sinnt. Einnig hefur borist umsögn frá Norðurorku hvað varðar vatnsveitur. Skipulagsnefnd leggur til að farið verði að kröfum Norðurorku um að gerð verði yfirlýsing framkvæmda aðila er byggi á verklagsreglum. Einnig leggur skipulagsnefnd til að leitast verði við að hafa lækinn og greiða gönguleið meðfram honum utan lóðamarka og veltir jafnframt fyrir sér hvort lóð 8 sé byggileg. Árna falið að koma á framfæri ábendingum um misræmi í texta greinargerðar með Deiliskipulaginu.


5.Bréf frá Þorbirni Haraldssyni, slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akureyrar ódags, varðandi deiliskipulagstillögu vegna stækkunar íbúðarbyggðar Vaðlabrekku í landi Veigastaða.


Sjá lið 4. Skipulagsnefnd lítur svo á athugasemdir slökkviliðsstjóra gildi um önnur deiliskipulagssvæði í sveitarfélaginu.


6.Deiliskipulagstillaga vegna íbúðabyggðar Vaðlaklifs í landi Veigastaða.


Borist hefur athugasemd frá Heilbrigðiseftirliti varðandi rotþrær og frárennsli, Skipulagsnefnd tekur undir tilmæli eftirlitsins um sameiginlega rotþró undir brekkurótum fremur en fjórar þrær á lóðunum. Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði yfirlýsing framkvæmdaleyfishafa/landeigenda á grundvelli verklagsreglna um deiliskipulag á vegum einkaaðila. Einnig leggur skipulagsnefnd til að kvöð um opið svæði og óraskað verði allt land austan vegarins þó eignamörk/lóðamörk haldist skv. skipulagi.


7.Deiliskipulagstillaga vegna íbúðabyggðar Veigahvamms og frístundabyggðar Veigahalls í landi Veigastaða.


Skipulagsnefnd bendir á að ekki liggur fyrir umsögn frá Vegagerð varðandi vegtengingu. Einnig vantar staðsetningu brunahana inn á uppdrátt. Nefndin leggur síðan til að gerð verði yfirlýsing framkvæmdaleyfishafa/ landeigenda á grundvelli verklagsreglna um deiliskipulag á vegum einkaaðila. Einnig er bent á að fjarlægð frá raflínu að mannvirki þarf að vera 25m miðað við 66kV línu þannig að á frístundalóðum 1,3 og 5 verður ekki byggt nema línan fari.

Anna Blöndal tók ekki þátt í þessari afgreiðslu nefndarinnar.


8.Erindi frá Arkiteó ódags., þar sem farið er fram á frávik frá deiliskipulags skilmálum varðandi þakhalla.


Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að það verði sent í grenndarkynningu.


9.Bréf frá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar dags. 22. apríl s.l. v/ályktun aðalfundar “Tillaga til sveitarstjórna á Eyjafjarðarsvæðinu um verndun ræktunarlands í héraðinu”.


Lagt fram til kynningar.


10.Bréf frá Óbyggðanefnd dags. 23. apríl s.l. um skiptingu umfjöllunarsvæðis 7 í syðri og nyrðri hluta.


Lagt fram til kynningar.


11.Fundargerð 4. fundur samvinnunefndar um SSE 21. apríl s.l.


Lagt fram til kynningar.


12.Erindi frá Jóhannesi Jónssyni f.h. Fjárfestingarfélagsins Gaums ehf. óskar eftir að breyta nafngift á fasteigninni Sunnuhváli í Hrafnabjörg


Samþykkt.


13.Skipulagsdagar 8. og 9. maí n.k..


Lagt fram til kynningar.


 Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 02.30


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is