Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 023. fundur, 02.07.2008

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.
23. fundur


Árið 2008, miðvikudag 2. júlí kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 23. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


 

  1. Tillaga að aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008 – 2020. Yfirferð athugasemda. Árni Ólafsson, arkitekt situr fundinn undir þessum lið.


Nú er athugasemdafrestur liðinn vegna auglýsingar á tillögu að Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008 – 2020 og hafa athugasemdir borist frá eftirtöldum aðilum:

Skipulagsdeild Akureyrarbæjar 26.6.2008, Umhverfisstofnun 26.6.2008, Sveinberg Laxdal 25.6.2008, Bent Hanssyni 25.6.2008, Stefáni Tryggvasyni 25.6.2008 og Skipulagsstofnun vegna umhverfisskýrslu 3.6.2008. Nefndin fór yfir innkomnar athugasemdir með Árna Ólafssyni og stefnir að því að afgreiða frá sér Aðalskipulagstillöguna á næsta fundi.


2.Erindi frá Einari Erni Grant dags. 23.júní s.l., þar sem hann óskar meðmæla með að 6.208m2landspilda úr landi Litla Hvamms I verði tekin úr landbúnaðarnotum og gerð að sjálfstæðri eign.


Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið.


3.Gögn vegna stækkunar á sumahúsinu Bjarnaborg. Vísast til 11. liðar 10. fundargerðar skipulagsnefndar frá 18. júní 2007.


Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið á grundvelli fyrirliggjandi gagna og leggur til að óskað verði meðmæla Skipulagsstofnunar skv. 3.tl bráðabirgðaákvæðis skipulags- og byggingarlaga. Einnig gerir nefndin kröfu um að endurnýjuð verði rotþró við húsið í samráði við Heilbrigðiseftirlit.


4. Umsögn Vegagerðarinnar vegna bráðabirgðavegtengingar vegna tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðar í landi Sólbergs. Tölvupóstur dags. 26.6.2008


Nú liggur fyrir umsögn Vegagerðarinnar um bráðabirgðatengingu vegna framkvæmda við stækkun Sólheimasvæðisins. Þar kemur fram að sú tenging er ekki ásættanleg að mati stofnunarinnar. Skipulagsnefnd ítrekar þá skoðun sína, sem áður hefur komið fram, að nota ætti Sólheimaveginn á framkvæmdatímanum. Skipulagsnefnd leggur því til að deiliskipulagstillagan verði auglýst að nýju ef ekki næst samkomulag við íbúana um notkun Sólheimavegar á framkvæmdatíma.


5.Erindi frá Guðmundi Bjarnasyni og Önnu S. Jónsdóttur dags. 30.júní s.l. vegna óskar um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við fjósið í Svalbarði.


Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að óskað verði meðmæla Skipulagsstofnunar sk.3 tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.


6.Deiliskipulagstillaga vegna íbúðarbyggðar Veigahvamms, ásamt geymslu og frístundabyggðar Veigahalls, Veigastöðum, Svalbarðsstrandarhrepps. Staða mála.


Lagt fram til kynningar.


7.Fundargerð 67. fundar byggingarnefndar frá 24.06.2008.


Lagt fram til kynningar.


8.Deiliskipulagstillaga vegna stækkunar og breytinga íbúðarbyggðar Vaðlabrekku í landi Veigastaða Svalbarðsstrandarhrepps.


Deiliskipulagið hefur verið sent í auglýsingu.


9.Bréf frá Vegagerðinni varðandi fyrirspurn frá sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps frá 28.05.2008 varðandi reiðleiðir og göngustíga.


Lagt fram til kynningar.

 

10.Afrit af bréfi frá Baldri Dýrfjörð f.h. Norðurorku til Akureyrarseturs Náttúrufræðistofnunar varðandi áhrif Vaðlaheiðarganga á vatnsból í sveitarfélaginu.


Lagt fram til kynningar.


 


 Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 11.00

Ákv. að næsti fundur Skipulagsnefndar verði 10. júlí n.k. kl.20.00


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is