Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 026. fundur, 09.10.2008

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.26. fundur


Árið 2008, fimmtudag 9. október kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 26. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


 1. Erindi frá Guðmundi Bjarnasyni og Önnu S. Jónsdóttur landeigendum Sigluvíkur dags. 2. okt., s.l., þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir grjótnámi úr Sigluvíkurklöpp.

Skipulagsnefnd leggst ekki gegn efnistökunni en áður en hægt er að gefa út framkvæmdaleyfi verður að gera Aðalskipulagsbreytingu.


 1. Erindi frá Hólmfríði Freysdóttur f.h. landeigenda Halllands dags. 7. okt s.l. þar sem óskað er eftir að taka tvær landspildur úr landbúnaðarnotum úr landi Halllands skv. 6. gr. jarðarlaga nr. 81/2004 og heimila landskipti .

Samþykkt.


 1. Erindi frá Hólmfríði Freysdóttur f.h. landeigenda Meyjarhóls dags. 7. okt s.l. þar sem óskað er eftir að taka eina landspildu úr landbúnaðarnotum úr landi Meyjarhóls skv. 6. gr. jarðarlaga nr. 81/2004 og heimila landskipti .

Samþykkt.


 1. Svarbréf frá Vegagerðinni dags. 3. okt. s.l. varðandi fjárveitingu til hjólreiða og göngustíga.

Kynnt.


 1. Yfirlýsing framkvæmdaleyfishafa/landeiganda vegna stækkunar og breytinga á deiliskipulagi íbúðarbyggðarinar Vaðlabrekku í landi Veigastaða.

Anna Blöndal leggur fram eftirfarandi tillögu “ Þar sem ekki er hægt að þinglýsa “Yfirlýsingu framkvæmdaraðila” á allar lóðirnar v. Vaðlabrekku legg ég til að þessu verði sleppt varðandi þær fáu lóðir sem tilheyra þessari breytingu” miklar umræður urðu um málið og tillagan samþykkt. Skipulagsnefnd leggur þunga áherslu á að lóðareigendum sé kynnt að snjómokstur og annað er lýtur að rekstri og viðhaldi vegar séu á ábyrgð þeirra sem lóðareigenda ásamt rekstri og viðhaldi rotþróa. 1. Yfirlýsing framkvæmdaleyfishafa/landeiganda vegna deiliskipulags íbúðarbyggðarVeigahvamms og frístundabyggðarinnar Vaðlabrekku í landi Veigastaða.

Farið var yfir orðalag og gerðar smávægilegar textabreytingar. Yfirlýsingin samþykkt.


 1. Deiliskipulagstillaga vegna íbúðarbyggðar Vaðlaklifi,landspildu úr landi Veigastaða.

Skipulagsnefnd gerir smávægilegar athugasemdir við texta sem sveitarstjóra er falið að koma á framfæri við hönnuði og framkvæmdaraðila. Að öðru leyti samþykkir nefndin erindið fyrir sitt leyti.


 1. Fundargerð 5. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar frá 15. sept. s.l.

Umræður. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


 1. Vaðlabyggð B - framkvæmdir.

Sveitarstjóri upplýsti að hann hefði fengið ábendingu um að framkv. væru hafnar á svæði Vaðalbyggð – B og að hann hefði haft samband við framkv.aðila og gert athugasemdir þar sem ekki er búið að skila inn viðeigandi gögnum skv. ákvæðum deiliskipulagsins. Sveitarstjóra falið að ganga eftir gögnunum.


 1. Drög að samkomulagi milli fasteignaeigenda við Sólheima og framkvæmdaleyfishafa / Arnar Sölvasonar f.h. Norðurbygginga ehf.

Sveitarstjóri upplýsti að ekki hefðu borist formleg svör við bréfi sem sent var til fasteignaeigenda við Sólheima vegna Sólheimavegar. Árni kynnti fyrir nefndinni drög að “Samkomulagi milli fasteignaeigenda við Sólheima og framkvæmdaleyfishafa” og samþykkti nefndin drögin.


 1. Bréf frá Lex lögmannsstofudags. 22.sept. s.l. v/Vaðlaheiðargöng.

Kynnt. 1. Fundargerð 69. fundar byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 7. október s.l.

Kynnt.


 1. Önnur mál.


a) Erindi frá Eyjafjarðarsveit 6. okt. s.l. þar sem óskað er umsagnar um breytingu á Aðalskipulagi v. breyttrar landnotkunar.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við breytinguna.


 1. Tölvubréf frá Arnari Birgissyni vegna vegslóða í landi Tungu.

Kynnt 

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 23.20

 


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is