Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 027. fundur, 06.11.2008

Skipulagsnefnd


Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.


27. fundur


Árið 2008, fimmtudag 6. nóvember kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 27. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


  1. Fundargerð 5. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar frá 15. sept. s.l. Frestað frá síðasta fundi.

Skipulagsnefnd fór yfir fundargerð 5. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar og bréf varðandi svæðisskipulagsvinnuna frá Arnarneshreppi, Grýtubakkahreppi og Akureyrarbæ. Einnig var farið yfir punkta frá Teiknistofu Arkitekta. Skipulagsnefnd er í meginatriðum sammála niðurstöðum samvinnunefndar en telur rétt að sett séu skýr mörk um stærðir iðnaðarlóða. skv. lið 2.3, sem þurfa að fara inn á svæðisskipulag. Skipulagsnefnd telur æskilegast að iðnaður og atvinnustarfsemi á svæðinu sé sem fjölbreyttastur og ekki eigi að útiloka neitt fyrirfram sem styrkt getur atvinnulífið.

Varðandi lið 2.4 telur skipulagsnefnd að geymslusvæði vegna uppdælingar á efni úr sjó þurfi ekki að vera inni í Svæðisskipulagi.


  1. Bréf frá Akureyrarbæ dags. 16.okt s.l. v/breytingu á aðalskipulagi Akureyrar 2005 – 2018.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.


  1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 9. og 22. október s.l. v/deiliskipulags íbúðarbyggðar Veigahvamms og frístundabyggðar Veigahalls í landi Veigastaða.

Lagt fram til kynningar.

 

  1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 9. október s.l. v/deiliskipulagi Vaðlabrekku, íbúðarsvæðis í landi Veigastaða II.

Lagt fram til kynningar.


  1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 28. október s.l. v/breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Geldingsár.

Lagt fram til kynningar.


  1. Minnisblað frá Guðjóni Bragasyni hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga dags. 23. okt. s.l. v/endurgreiðsluáhættu sveitarfélaga vegna skila á byggingarlóðum.

Lagt fram til kynningar.


 

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl.22.30

 


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is