Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 028. fundur, 17.12.2008

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.

28. fundur

Árið 2008, miðvikudag 17. desember kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 28. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.
Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.
Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Frumvarp til laga um fráveitur.

Lagt fram til kynningar.

Tillaga að deiliskipulagi Vaðlaklifs, íbúðarbyggðar í landi Veigastaða og Halllands - Athugasemdir. 

Athugasemdafrestur rann út mánudaginn 8. desember s.l. Engar        athugasemdir bárust á auglýsingatíma. Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt en jafnframt verði gengið frá yfirlýsingu framkvæmdaleyfishafa sbr. verklagsreglur um deiliskipulag á vegum einkaaðila.

Bréf frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar dags. 1. desember s.l. v/vinnu við Svæðisskipulag Eyjafjarðar.

Lagt fram til kynningar.
 
Fundargerð 4. fundar framkvæmdastjórnar byggingafulltrúaembættis Eyjafjarðarsvæðis.

Lagt fram til kynningar.

Orðsending dags.10.12. s.l.  frá Skógrækt ríkisins til þeirra sveitarfélaga sem eru að vinna nýjar tillögur að aðalskipulagi eða endurskoða eldri aðalskipulagstillögur.

Lagt fram til kynningar.

Brunavarnaráætlun Slökkviliðs Akureyrar.

Lagt fram til kynningar

Yfirlýsing framkvæmdaleyfishafa/landeigenda vegna deiliskipulags á vegum einkaaðila.

Rætt um kostnað við brunahana, vegna munnlegrar athugasemdar sem barst sveitarstjóra.               
 
      Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl.21.30
           

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is