Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 029. fundur, 12.01.2009

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.

29. fundur

Árið 2009, mánudag 12. janúar kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 29. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.
Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.
Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


Frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur fráveitna (þskj. 230 – 187 mál). Umsögn Sambands Ísl. Sveitarfélaga.

Skipulagsnefnd gerir ekki efnislegar athugasemdir við frumvarpið eins og það liggur fyrir. Nokkur umræða var þó um 20. grein frumvarpsins og túlkun á henni.
 

Tillaga um breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008 – 2020, þar sem 1.9 ha klapparholts í landi Sigluvíkur er skilgreint sem námusvæði í stað landbúnaðarlands L1 (sjá 26. fundargerð skipulagsnefndar 1. lið.  

Lagt var fram bréf dags 12. janúar 2009 frá Guðmundi Bjarnasyni og Önnu S. Jónsdóttur þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir grjótnám úr Sigluvíkurklöpp. Einnig var lögð fram tillaga að Aðalskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir efnistökusvæði í landi Sigluvíkur, þar sem fyrirhugað er að vinna um 100.000 m3 af efni í tveimur áföngum.  Skipulagsnefnd leggur til að gerð verði í aðalskipulagsbreyting og að tillagan verði send Skipulagsstofnun til athugunar.
Nefndin frestar afgreiðslu á framkvæmda- leyfisbeiðninni þar til breyting hefur verið gerð á aðalskipulaginu og starfsleyfisskilyrði hafa verið uppfyllt.
 

Tölvupóstur frá Skipulagsstofnun dags. 6. janúar s.l. varðandi samráð um umfang og áherslur í umhverfismati skipulagsáætlana.

Lagt fram til kynningar.

 
Fundur 5. janúar s.l. vegna vinnu við svæðisskipulag Eyjafjarðar.

Lagt fram til kynningar. Árni Bjarnason, Guðmundur Bjarnason, Gylfi Halldórsson f. Svalbarðsstr.hrepp, Valtýr Sigurbjarnarson f. Héraðsnefnd Eyjafjarðar og Bjarni Kristjánsson formaður Svæðisskipulagsnefndar sátu fundinn ásamt Árna Ólafssyni arkiktekt.
 

Fundargerð 70. fundar byggingarnefndar Eyjafjarðar.

Lagt fram til kynningar.

            
 
      Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl.21.50
           

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is