Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 030. fundur, 05.02.2009

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.

30. fundur

Árið 2009, fimmudag 5. febrúar kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 30. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.
Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Stefán Tryggvason. Anna Fr. Blöndal, Guðmundur Bjarnason og Stefán Einarsson boðuðu forföll. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.
Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 2. febrúar s.l.. þar sem óskað er umsagnar um efnisnám í landi Sigluvíkur.
Skipulagsnefnd telur ekki sýnt að umfang, eðli og staðsetning umrædds efnisnáms kalli á mat á umhverfisáhrifum.

Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 21. janúar s.l. v/tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, efnistökusvæði í landi Sigluvíkur. 
Málið lagt fram til kynningar.
 
Bréf frá Akureyrarbæ dags. 29. janúar s.l. v/breytinga á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, efnisvinnslusvæði í landi Sigluvíkur.
Málið lagt fram til kynningar.
 
Tillaga að deiliskipulagi vegna frístundabyggðar í landi Mógils.
Málið kynnt og frekari gagna óskað.

Afrit af bréfi Bændasamtaka Íslands dags. 16. janúar s.l. til Sambands ísl. sveitarfélaga varðandi bótarétt vegna framkvæmda í almannaþágu og framkvæmd eignarnáms.
Bréfið lagt fram til kynningar.

Fundargerð jólafundar byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 18. desember s.l.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.


           
 
      Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl.21.00
           

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is