Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 031. fundur, 09.03.2009

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.

31. fundur

Árið 2009, mánudag 9. mars kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 31. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


  1. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna efnistökusvæðis í landi Sigluvíkur. Umsagnir og afgreiðsla athugasemda.

Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Akureyrarbæ 29.01.2009, Umhverfisstofnun 10.02.2009, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra 12.02.2009 og Vegagerðinni 03.03.2009. Umsagnir þessara aðila kalla ekki á breytingu á aðalskipulagstillögunni eins og hún liggur fyrir. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Einnig hefur borist bréf frá Guðmundi Bjarnasyni og Önnu Sólveigu Jónsdóttur þar sem óskað er eftir breytingu á aðkomu að Sigluvíkurklöpp – grjótnámi á vinnslutíma sbr. afstöðumynd 06.03.2009 frá Búgarði ráðgjafarþjónustu.

Skipulagsnefnd samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti, enda verði tillagan löguð að þessari breytingu þannig að í 5. málsgrein falli niður “og verður byrjað nyrst í námunni”. Skipulagsnefnd fellst á þau rök sem koma fram í bréfinu að landrými að norðan sé ekki nægjanlegt. Skipulagsnefnd leggur því til að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum og send Skipulagsstofnun til afgreiðslu og staðfestingar Umhverfisráðherra.


  1. Afrit af bréfi frá Skipulagsstofnun til Guðmundar Bjarnasonar dags. 26. febrúar s.l. v./efnisnáms í landi Sigluvíkur – ákvörðum um matsskyldu.

Lagt fram til kynningar.


 

  1. Undirbúningur framkvæmdaleyfis vegna efnistöku í landi Sigluvíkur.

Fyrir liggur yfirlýsing frá Guðmundi Bjarnasyni og Önnu Sólveigu Jónsdóttur dags. 05.03.2009 þar sem þau sem landeigendur Sigluvíkur heimila Þverá Golf ehf, 680502-3150, að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir grjótnám úr Sigluvíkurklöpp. Skipulagsnefnd lýtur þá svo á að Guðmundur og Anna falli frá umsókn sinni frá 12.01.2009 þar sem þau sóttu um framkvæmdaleyfi fyrir grjótnáminu. Einnig hefur borist umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr Sigluvíkurklöpp frá Þverá Golf ehf dags. 05.03.2009. Fyrir liggja drög að Framkvæmdaleyfi vegna efnistöku. Árna falið að vinna málið áfram.


 

  1. Lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna (nýsamþykkt).

Lagt fram til kynningar.


  1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 23.febrúar s.l. v/deiliskipulag. Vaðlaklifs, íbúðarbyggðar í landi Veigastaða og Halllands.

Bréfið lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri hefur upplýst hönnuði um athugasemdirnar. Árna falið að fylgja eftir athugasemdum Skipulagsstofnunar og senda undanþágubeiðni til Umhverfisráðuneytisins v. fjarlægðar lóðar 1 frá vegi.  


  1. Tillaga að deiliskipulagi vegna frístundabyggðar í landi Mógils. Endurskoðuð gögn lögð fram frá síðasta fundi.

Tillögunni fylgja undirrituð umboð frá eigendum spildunnar og landeigendum Mógils þar sem Steinmari Rögnvaldssyni er heimilað að leggja fram tillögu að deiliskipulagi vegna frístundabyggðarinnar. Árna falið að koma á framfæri athugasemdum við greinargerð með deiliskipulaginu. Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagstillagan verði síðan auglýst. 

 

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl.22.00

 


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is