Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 032. fundur, 02.04.2009

Skipulagsnefnd
 
Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.
 

32. fundur

Árið 2009, fimmtudag 2. apríl kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 32. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson og Hringur Hreinsson. Anna Fr. Blöndal boðaði forföll. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

  1. Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfisráðuneytisins dags. 24. mars s.l. v/breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020, efnistökusvæði í landi Sigluvíkur.

Lagt fram til kynningar.

  1. Framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í landi Sigluvíkur.

Öll gögn varðandi framkvæmdaleyfið hafa borist, en beðið er afgreiðslu umhverfisráðherra á aðalskipulagsbreytingunni. Skipulagsnefnd veitir sveitarstjóra heimild til að ganga frá framkvæmdaleyfinu þegar staðfesting umhverfisráðherra liggur fyrir.

  1. Afrit af bréfi til umhverfisráðuneytisins dags. 12. mars s.l. vegna deiliskipulags Vaðlaklifs, íbúðarbyggðar í landi Veigastaða og Halllands.

Lagt fram til kynningar.

  1. Erindi frá Stefáni Þengilssyni f.h. Icefox á Íslandi ehf. dags. 25. mars s.l. varðandi byggingu baðhúss á lóðinni Vaðlabyggð 1.

Umrædd bygging er staðsett vestan við húsið og hverfur að miklu leyti inn í brekkuna og mun þakið nýtt sem útistétt. Nýbyggingin er 62,6 fm að stærð og verður því heildar byggingarmagn á lóðinni 360,4 fm. Byggingin er innan byggingarreits hússins. Skv. deiliskipulagi fer byggingin rúma 10 fm yfir stærðarmörk og einnig er um sjálfstæða byggingu að ræða. Skipulagsnefnd leggur til að framkvæmdin verði sett í grenndarkynningu, þar sem hún fer lítillega yfir stærðarmörk og tengist ekki húsinu. Skipulagsnefnd telur að hagsmunaaðilar séu eigendur Vaðlabyggðar 3 og Lyngbergs. Jafnframt leggur skipulagsnefnd áherslu á að lokið verði frágangi lóðar.

Fleira ekki fært til bókar.
Fundi slitið kl.21:30

 


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is