Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 036. fundur, 13.07.2009.

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.


36. fundur


Árið 2009, mánudagur 13. júlí kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 36. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 18. júní s.l., varðandi deiliskipulag frístundabyggðar í landi Mógils.

Lagt fram til kynningar.


 1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 18. júní s.l. v/deiliskipulag Vaðlaklifs, íbúðarbyggðar í landi Veigastaða og Halllands.

Lagt fram til kynningar.


 1. Yfirlýsing framkvæmdaleyfishafa/landeigenda Vaðlaklifs.

 Lagt fram til kynningar.


 1. Erindi frá Þresti Sigurðarsyni hjá Opus f.h. Úlfars Gunnarssonar dags. 25. júní s.l. vegna nýbyggingar við íbúðarhúsið í Halllandsnesi.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti að því gefnu að stækkun lóðar verði frágengin og skikinn verði tekinn úr landbúnaðarnotum. Árna falið að kanna hvort hægt sé að sækja um breytinguna skv. 3.tl bráðabirgðaákvæðis Skipulags og byggingarlaga.


 1. Hugleiðingar varðandi stækkun íbúðarbyggðarinnar á Svalbarðseyri, samhliða skipulagi Hamarstúns, vegna fráveitumála.

Nú þegar hafa verið gerðar lauslegar mælingar á jarðvegsdýpt á neðri hluta svæðisins til þessa að átta sig á hvaða leið er haghvæmust í fráveitumálum miðað við breytta notkun á svæðinu. Rætt um möguleika ástaðsetningu útrásar, annað hvort milli hamranna til norðurs eða sunnan við stóra Hamarinn. Skipulagsnefnd leggur til að leitað verði álits sérfræðinga m.t.t. strauma um legu lagnarinnar.


 1. Erindi frá Önnu Richardsdóttur dags. 20. júní s.l. varðandi frístundalóð í landi Neðri -Dálksstaða.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í hugmyndina en óskar eftir að frekari upplýsingar liggi fyrir áður en tekin er endanleg afstaða til þess, s.s. staðsetning byggingarreits, staðsetning rotþróar, aðkoma að svæðinu o.s.frv.
 1. Fundargerð 5. fundar framkvæmdastjórnar byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðarsvæðis frá 23. júní s.l.

Lagt fram til kynningar. 


 1. Fundargerð 73. fundar byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 7. júlí s.l.

Lagt fram til kynningar


 1. Erindi frá Hauki Halldórssyni dags. 13. júlí 2009 um hvort leyfilegt sé að breyta efri hluta Kotabyggðar úr frístundabyggð yfir í íbúðabyggð og hvernig skuli þá að því staðið.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið varðandi lóðir 37 til 48.

Skipulagsnefnd álítur að til þess að gera þessa breytingu þurfi skv. Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008 – 2020 að endurskoða deiliskipulagið á svæðinu eða gera nýtt. Einnig þurfa viðkomandi byggingar að uppfylla ákvæði byggingarreglugerðar um íbúðarhúsnæði.

Samkvæmt Aðalskipulaginu er kveðið á um gerð þróunaráætlunar varðandi umbreytingu Kotabyggðarinnar í íbúðarsvæði og gæti þessi breyting verið fyrsti hluti hennar.


 1. Erindi frá Guðmundi H. Gunnarssyni frá 9. júlí s.l. varðandi frumdrög að deiliskipulagi á Hamarstúni.

Skipulagsnefnd gerir athugasemd við legu vegarins og veltir fyrir sér hvort það sé í samræmi við hugmyndir landeiganda, að ekið sé um mitt svæðið að Helgafelli. Ef svo er hefur skipulagsnefnd misskilið eitthvað á fundi með Þórarni Ágústssyni þann 15. júní s.l. Á þeim fundi var rætt um að lega vegarins yrði við austurmörk svæðisins.

Skipulagsnefnd telur að vegurinn sé betur staðsettur við austurmörkin, eins og rætt var um á fundinum, en þar sem hann er sýndur á uppdrættinum.


 1. Frárennslismál í suðurhluta sveitarfélagsins.

Rætt var um frárennslismál í sveitarfélaginu sunnanverðu. Samkvæmt gildandi Aðalskipulagi er gert ráð fyrir að unnin sé áætlun í fráveitumálum með það að markmiði að fráveita frá byggð valdi ekki mengun í innanverðum Eyjafirði. Nefndin leggur til að byrjað verði að vinna að þessari áætlun og fengin aðstoð fagaðila í gerð tillagna um leiðir. Tilefni þess að nefndin tekur þetta fyrir núna er óformleg fyrirspurn frá Kristjáni Eldjárn Jóhannessyni f.h. Vaðlaklifs varðandi það hverjar framtíðaráætlanir sveitarfélagsins eru í fráveitumálum.

 


 

 

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl.23.50


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is