Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 037. fundur, 27.08.2009

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.


37. fundur


Árið 2009, fimmtudagur 27. ágúst kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 37. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.  1. Endurskoðuð drög vegna stækkunar íbúðarbyggðarinnar á Svalbarðseyri. Árni Ólafsson arkitekt mætir á fundinn undir þessum dagskrárlið.

Árni Ólafsson kom með nýjar tillögur að skipulagi, útskýrði þær og fór yfir forsendur. Rætt um tillöguna og gerðar athugasemdir. Ákveðið að vinna tillöguna áfram. Verkís verður send tillagan til skoðunar í sambandi við athugun á frárennsli.


  1. Skipulag Hamarstúns, sjá 10. lið síðasta fundar. Ágúst Hafsteinsson mætti á fundinn undir þessum lið.

Ágúst gerði grein fyrir tillögunni. Þar er um breytta hugmynd að ræða frá fundi með fulltrúa landeigandans 15. júní s.l.og þeim frumdrögum sem til þessa hafa verið lögð fram, þar sem lóðum er fjölgað úr þremur í fimm. Skipulagsnefnd telur samt sem áður að þessi tillaga falli vel að því skipulagi sem fyrirhugað er með stækkun íbúðabyggðarinnar á Svalbarðseyri. Skipulagsnefnd tekur því jákvætt í erindið að öðru leyti en því að staðsetning bátaskýlis orki tvímælis og telur æskilegra að sameina það geymsluhúsinu undir brekkunni. Jafnframt sér nefndin möguleika á að fjölga lóðum í neðstu húsaröð í drögum að deiliskipulagi “Eyrarinnar” um tvær, (til norðurs) ef samkomulag næst um það við landeiganda Hamarstúnsins í tengslum við vegtengingu svæðisins. Jafnframt telur nefndin rétt að í tengslum við þessa skipulagsbreytingu verði þéttbýlismörkum sveitarfélagsins breytt þannig að umrætt svæði verði innan þeirra. Skipulagsnefnd leggur til að fyrirhugaðar breytingar verði kynntar eigendum Helgafells vegna hugmyndar að breyttri vegtengingu.

Árni Ólafsson og Ágúst Hafsteinsson yfirgáfu fundinn að loknum þessum lið um kl.22.00


  1. Afstöðumynd vegna frístundabyggðar í landi Neðri-Dálksstaða sbr. 6. lið síðasta fundar ásamt bréfi frá Önnu Richardsdóttur dags. 26.08.2009, þar sem hún óskar eftir að spilda úr landi Neðri Dálksstaða verði skipulögð sem frístundalóð.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti Árna falið að vinna málið áfram.


  1. Deiliskipulagsvinna við breytingu á hluta frístundasvæðisins Kotabyggðar þ.e. lóðum 37-48 í íbúðarhúsalóðir sbr. 9.lið síðasta fundar.

Ákveðið að fela sveitarstjóra að undirbúa og koma á fundi með hagsmunaaðilum um framhald málsins.  1. Erindi frá Elíasi Hákonarsyni, Vaðlabyggð 6, dags. 20. ágúst s.l. vegna heimildar til að setja niður geymslugám á lóðinni.

Skipulagsnefnd getur ekki, fyrir sitt leyti, mælt með að gefið sé leyfi fyrir þessari framkvæmd eins og erindið er lagt fyrir. Með vísan í skipulagsskilmála svæðisins er ljóst að umrædd umsókn fellur ekki að Deiliskipulagsskilmálum Vaðlabyggð Veigastöðum I, sbr. kafla 4.2 þar sem segir í annarri grein, “Á hverri byggingarlóð er heimilt að reisa eitt einbýlishús ásamt bílgeymslu”. Það er því ljóst að ef óskað er eftir að byggja geymsluhúsnæði á lóðinni og fara þar að auki út fyrir byggingarreit þarf að setja slíka breytingu í grenndarkynningu og jafnvel deiliskipulagsbreytingu. Það er einnig ljóst að allar slíkar byggingar þurfa að uppfylla skilyrði Byggingarreglugerðar varðandi burðarþol o.þ.h.

Umsækjandi þarf því að leggja fram fullnægjandi teikningar skv. Byggingarreglugerð ásamt uppdráttum af fyrirhuguðum frágangi og landmótun í kringum mannvirkið þannig að hægt sé að fara með erindið í grenndarkynningu.


  1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 30. júní s.l., varðandi viðbyggingu við íbúðarhúsið í Halllandsnesi.

Lagt fram til kynningar.


  1. Bréf til Skipulagsstofnunar dags. 18. ágúst s.l. v/byggingarleyfis fyrir frístundahús í landi Meyjarhóls sbr. afgreiðslu sveitarstjórnar frá 8. maí 2007.

Lagt fram til kynningar. 


  1. Erindi frá Haraldi Árnasyni f.h. Stefán Tryggvason á Þórisstöðum þar sem hann óskar eftir að breyta lítilsháttar íbúðarhúsi sínu og byggja bílgeymslu austan við núverandi íbúðarhús ásamt tengibyggingu á tveimur hæðum.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða viðbyggingu sbr. teikningu frá H.S.Á teiknistofu dags. 27.08.2009


 

 

Fleira ekki fært til bókar.

Fundi slitið kl.23.50 
Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is