Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 041. fundur, 25.03.2010

Skipulagsnefnd


Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.

41. fundur

Árið 2010, 25.mars 2010 kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 41. fundar í Valsárskóla á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri sat einnig fundinn. Fundargerð ritar Anna Fr. Blöndal.

Gylfi Halldórsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


 1. Staða mála varðandi afgreiðslu þróunaráætlunar fyrir Kotabyggð og Vaðalborgir B. Minnisblað frá fundi fulltrúa sveitarstjórnar með fulltrúum landeigenda frá 22. mars s.l. auk bréfs frá Halldóri Jóhannessyni ódags. f.h. landeigenda um málefni Kotabyggðar.

Afgreiðsla sveitarstjórnar kynnt. Rætt um stöðu mála.

 1. Bréf frá Akureyrarbæ dags. 2. mars s.l. v/tilkynningu um auglýsingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar - austurhluta.

Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við deiliskipulags-tillöguna.

 1. Svarbréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 15. mars s.l. vegna undanþágubeiðni frá gr. 4.16.2 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 um fjarlægð bygginga frá stofn og tengivegum, vegna viðbyggingar við íbúðarhús í landi Þórisstaða.

Lagt fram til kynningar. Umhverfisráðuneytið samþykkir undanþáguna.

 1. Svarbréf frá umhverfisráðuneytinu dags. 15. mars s.l. vegna undanþágubeiðni frá gr. 4.15.2 í skipulagsreglugerð nr. 400/1998 um fjarlægð bygginga frá vötnum, ám eða sjó vegna byggingar frístundahúss í landi Neðri Dálksstaða.

Lagt fram til kynningar. Umhverfisráðuneytið samþykkir undanþáguna.

 1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 23.febrúar s.l. v/kynningu skipulagstillögu með fullnægjandi hætti, sbr. 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga.

Lagt fram til kynningar.

 1. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 1. mars s.l. þar sem upplýst er að ekki nægi fyrir sveitarstjórn að staðfesta fundargerðir án umræðu.

Lagt fram til kynningar.

 1. Bréf frá skipulagsstofnun dags. 16. mars s.l. v/greiðslu kostnaðar vegna aðalskipulagsgerðar.

Lagt fram til kynningar.

 1. Tölvupóstur dags. 10. mars s.l. frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagna um eftirtalin þingmál: Frumvarp til skipulagslaga 425.mál, frumvarp til laga um mannvirki, 426. mál og frumvarp til laga um brunavarnir (Byggingarstofnun), 427. mál . Meðfylgjandi er tölvupóstur frá Guðjóni Bragasyni dags. 10. mars s.l. varðandi frumvörpin.

Lögð voru fram drög að umsögnum frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 24. mars s.l. Skipulagsnefnd tekur undir þær athugasemdir sem koma fram í drögunum.

 1. Drög að deiliskipulagi frístundabggðar í landi Sólbergs dags. í mars 2010 unnin af Pétri H. Jónassyni, arkitekt, ásamt tölvupósti frá honum dags. 10. mars s.l. Svarbréf sveitarstjóra sent með tölvupósti 12. mars s.l., auk tölvupósts frá Baldri Dýrfjörð hjá Norðurorku.

Lagt fram til kynningar.

 1. Geymslugámur á lóðinni Vaðlabyggð 6 – staða mála.

Staða mála rædd. Sveitarstjóra falið að ræða við eiganda gámsins þar sem hann hefur ekki sinnt afgreiðslu Sveitarstjórnar frá 16. nóvember 2009. Sveitarstjóra er einnnig falið að gera honum grein fyrir því að skipulagsnefnd hyggst leggja til við sveitarstjórn að gripið verði til þvingunarúrræða samkv. 56. og 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73. frá 1997 með síðari breytingum.

 

 1. Framkvæmdir við höfnina á Svalbarðseyri.

Lagt fram til kynningar.

 1. Fundargerð 76. fundar byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 16. mars s.l.

Lagt fram til kynningar.

 1. Fundargerðir 7. – 9. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar frá 14. des., 25. janúar og 1. mars s.l.

Lagt fram til kynningar.


Önnur mál:

 1. Fráveitumál í Vaðlabrekku.

Rætt um fráveitumál í Vaðlabrekku vegna tölvubréfs dags. 25. mars s.l., frá Kristjáni Eldjárn varðandi rotþróarmál lóða við Vaðlabrekku 1 – 7.


 

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl.22.30

 


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is