Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd, 10. fundur 04.08.2011

Skipulagsnefnd

Fundargerð
10. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 4. ágúst 2011 kl. 17:00.
Fundinn sátu: Stefán Sveinbjörnsson, Sandra Einarsdóttir, Stefán H. Björgvinsson og Jón Hrói Finnsson.
Fundargerð ritaði:  Sandra Einarsdóttir, ritari skipulagsnefndar.

Dagskrá:

1.  1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
Framhald umræðna um þróunaráætlun Kotabyggðar. Áður á dagskrá á 8.
fundi skipulagsnefndar þann 11. júlí s.l. Á fundinn mætti Halldór Jóhannesson, fulltrúi
Veigastaða ehf.
Farið yfir málin með fulltrúa Veigastaða ehf. Fram komi í máli Halldórs að þrýstingur á að hverfið þróist í íbúðarbyggð sé fyrst og fremst frá lóðarhöfum en ekki sé full samstaða um það meðal þeirra. Efri hluta hverfisins væri auðveldast að breyta í íbúðarbyggð, lóðir 1, 1b, 5, 6, 39, 40 og 44-48. Breytingar á öðrum lóðum krefjast meiri framkvæmda og huga þarf vel að aðkomu. Rætt var um möguleika á að vegtenging yrði að hluta sunnan við núverandi Kotabyggð.
Skipulagsnefnd telur að gera þurfi heildstæða áætlun fyrir þróun Kotabyggðar yfir í íbúðabyggð. Byrjað verði á grófum hugmyndum um það hvernig hverfið gæti litið út að þróun lokinni og gerð tillaga að áfangaskiptingu miðað við þær hugmyndir. Hver áfangi verði svo nánar útfærður sem þróunarsvæði.
Sveitarstjóra falið að hafa samband við landeiganda sunnan við svæði Kotabyggðar upp á mögulega aðkomu að skipulaginu.
   
2.  1105032 - Umsókn um leyfi fyrir plastdúkahúsi við vinnsluhús Kjarnafæðis
Bókun sveitarstjórnar frá 18. fundi hennar um umsókn Kjarnafæðis um stöðuleyfi fyrir plastdúkaskemmu við vinnsluhús Kjarnafæðis á Svalbarðseyri lögð fram til kynningar. Þar kemur fram ákvörðun sveitarstjórnar um að fella fyrri ákvörðun um höfnun erindisins úr gildi og vísa því til meðferðar hjá byggingarfulltrúa, á þeirri forsendu að veiting stöðuleyfa heyri undir byggingarfulltrúa og byggingarnefnd að lögum en ekki skipulagsnefnd og sveitarstjórn.
Staða mála kynnt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:15.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is