Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd, 12. fundur 10.10.2011

Skipulagsnefnd

Fundargerð
12. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 10. október 2011 kl. 17:00.

Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal, Stefán Sveinbjörnsson, Sandra Einarsdóttir og Jón Hrói Finnsson.
Fundargerð ritaði:  Sandra Einarsdóttir, ritari skipulagsnefndar.

Dagskrá:

1.  1105032 - Umsókn um leyfi fyrir plastdúkahúsi við vinnsluhús Kjarnafæðis
Stefán Sveinbjörnsson vék af fundi undir þessum lið.
Grenndarkynningu á umsókn Kjarnafæðis um að reisa plastdúkaskemmu við vinnsluhúsnæði fyrirtækisins er lokið. Athugasemdir bárust frá Lýsingu hf., skráðum eiganda fasteignar nr. 216-0542 (Fiskhús). Athugasemdir Lýsingar hf. eru þríþættar:
A. Að bygging skemmunnar muni þrengja að athafnasvæði við fasteign Lýsingar hf. og rýra nýtingarmöguleika húss og lóðar og þar með verðmæti eignarinnar.
B. Að fjölgun mannvirkja á svæðinu geti tafið fyrir gerð deiliskipulags á svæðinu.
C. Að veiting leyfis fyrir mannvirki eins og því sem um ræðir geti staðið í vegi fyrir bestu nýtingu svæðisins við gerð deiliskipulags.
Skipulagsnefnd hefur farið yfir athugasemdirnar og komist að þeirri niðurstöðu að engir verulegir eða umtalsverðir hagsmunir Lýsingar hf. mæli gegn byggingu mannvirkisins. Nefndin leggur eftirfarandi til grundvallar:
A1: Mannvirki það sem Kjarnafæði óskar eftir að reisa er innan athafnasvæðis fyrirtækisins á svokallaðri Hreppslóð í nokkurri fjarlægð frá húsi Lýsingar. Því verður ekki séð að staðsetning þess hafi áhrif á nýtingu húss eða athafnasvæðis Lýsingar hf.
A2: Þegar Lýsing hf. eignaðist húsið árið 2005 stóð hús á milli fasteigna Lýsingar og Kjarnafæðis, svokölluð Gamlabúð, sem flutt var af lóðinni árið 2006. Sundið milli húss Lýsingar hf. og fyrirhugaðrar skemmu yrði umtalsvert rýmra en það sund sem var á milli húss Lýsingar og Gömlubúðar árið 2005. Það athafnasvæði sem fylgdi húsi Lýsingar við kaup er því óskert þótt umrætt mannvirki rísi við húsnæði Kjarnafæðis.
B1: Vinna við deiliskipulag er hafin með söfnun þeirra gagna sem til eru um lóðamörk o.þ.h. Ekki verður séð að bygging viðkomandi mannvirkis hafi áhrif á það hvenær deiliskipulagsvinnu lýkur.
C2: Eins og fram kemur í gögnum grenndarkynningarinnar, er ekki fyrirhugað að veita varanlegt leyfi fyrir mannvirkinu. Leyfi yrði veitt til tveggja ára og það skilyrt með því að byggingin yrði fjarlægð að þeim tíma liðnum, samræmist það ekki deiliskipulagi því sem gert verður fyrir svæðið. Staðsetning mannvirkisins ætti því ekki að hafa áhrif á möguleika á að nýta svæðið eins og best verður á kosið.
Skipulagsnefnd leggur því til við sveitarstjórn að leyfi verði veitt fyrir skemmunni.
   
2.  1109006 - Umsókn um heimild fyrir viðbyggingu
Stefán Tryggvason óskar eftir heimild skipulagsnefndar til að byggja við matsal við Hótel Natur að Þórisstöðum. Um er að ræða viðbyggingu með hæð og kjallara, samtals 196,8 fm.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og leggur til að farið verði með umsóknina samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin telur að ekki þurfi að fara fram grenndarkynning sbr. niðurlag 3. mgr. þar sem framkvæmdin varðar augljóslega ekki hagsmuni annarra en umsækjanda.
Skipulagsnefnd mælist til að gert verði deiliskipulag fyrir svæðið og áréttar að ekki verði veitt leyfi fyrir frekari uppbyggingu á svæðinu án deiliskipulags.
   
3.  1103025 - Deiliskipulag Frístundabyggðar í landi Sólbergs
Pétur H. Jónsson, arkitekt hefur uppfært greinargerð með tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðar í Landi Sólbergs, sem áður var á dagskrá 5. fundar skipulagsnefndar 2010-2014 þann 7. apríl 2011. Greinargerð hefur verið uppfærð, en eigandi Heiðarbyggðar telur ekki mögulegt að samnýta roþróarsvæði þeirrar byggðar. Því þarf að skoða aðrar lausnir á staðsetningu rotþróa.
Skipulagsnefnd gerir nokkrar athugasemdir við skipulagsuppdrátt og skilmála í greinargerð. Finna þarf ásættanlega lausn varðandi staðsetningu roþróa. Sveitarstjóra falið að leita úrlausna í samráði við heilbrigðisfulltrúa og koma á framfæri athugasemdum.
Skipulagsnefnd mælist til að ákvæði um skiptingu kostnaðar við grunngerð og rekstur verði gerð skýrari. Nefndin mælist til að gatnagerð, fráveita, girðing um svæðið og lagning neysluvatns að lóðarmörkum verði á hendi landeiganda og að gengið verði frá þessum þáttum áður en lóðir verða seldar eða leigðar.
Nefndin mælist til að sett verði inn ákvæði um að stofnað skuli félag lóðarhafa til að standa straum af sameiginlegum rekstrarkostnaði á svæðinu, s.s. snjómokstri og viðhaldi girðingar.
   
4.  1110002 - Fundartími skipulagsnefndar
Fundir skipulagsnefndar hafa verið nokkuð óreglulegir að undanförnu, þrátt fyrir að á fyrsta fundi nefndarinnar hafi verð ákveðið að fundartími skyldi vera fimmtudag fyrir sveitarstjórnarfund kl. 16. Rætt um fastan fundartíma nefndarinnar og boðun.
Skipulagsnefnd samþykkir að breyta föstum fundartíma nefndarinnar og koma framvegis saman síðasta miðvikudag fyrir sveitarstjórnarfund kl. 17, ef einhver mál liggja fyrir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is