Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd, 15. fundur 07.03.2012

Skipulagsnefnd

Fundargerð
15. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 7. mars 2012 kl. 17:00.

Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal, Stefán Sveinbjörnsson, Stefán H. Björgvinsson, Sigurður Halldórsson og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði:  Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Sigurður Halldórson, 2. varamaður mætti á fundinn að beiðni fundarboðenda þannig að hann væri til reiðu ef nefndarmenn þyrftu að víkja sæti. Ákveðið var að hann fengi að sitja fundinn með málfrelsi og tillögurétt. Ágúst Hafsteinsson, skipulagsráðgjafi sat fundinn einnig.

Dagskrá:

1.  1203005 - Hæfi nefndarmanns til þátttöku í undirbúningi og afgreiðslu mála á fundinum.
Þar sem vafi leikur á hæfi Stefáns Sveinbjörnssonar um þátttöku í málum 1-3 í fundarboði vegna hugsanlegra hagsmuna fyrirtækis hans af niðurstöðu þeirra var það borið undir atkvæði. Stefán tók ekki þátt í afgreiðslunni.

1. Deiliskipulag Eyrarinnar
Nefndin kemst ekki að niðurstöðu um hæfi Stefáns. Samþykkt að óska eftir úrskurði ráðuneytisins.

2. Umsókn um viðbyggingu við vinnsluhúsnæði Kjarnafæðis.
Nefndin telur Stefán vanhæfan til að fjalla um málið.

3. Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hafnargarðs.
Nefndin kemst ekki að niðurstöðu. Ákveðið að skjóta málinu til úrskurðar ráðuneytisins.

Stefán Sveinbjörnsson óskaði eftir að bókuð yrðu mótmæli hans við niðurstöðu nefndarinnar varðandi vanhæfi hans til þátttöku í afgreiðslu á umsókn Kjarnafæðis um heimild til að byggja viðbyggingu við vinnsluhúsnæði fyrirtækisins.

2.  1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
Ágúst Hafsteinsson mætti á fund nefndarinnar. Þar sem ekki fékkst niðurstaða á fundinum varðandi hæfi eins nefndarmanna til að fjalla um málið fól umræðan um málið ekki í sér ákvarðanatöku. Ágúst fór yfir fundargerð fundar með hagsmunaaðilum og almenn atriði varðandi húsakönnun og vinnuna framundan. Afgreiðslu frestað.

3.  1203003 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Hafnargarðs við Svalbarðseyrarhöfn
Í tölvupósti frá 29. febrúar 2012 óskar Hörður Blöndal, fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, eftir framkvæmdaleyfi vegna byggingar hafnargarðs í mynni Svalbarðseyrarhafnar skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
Afgreiðslu frestað í ljósi niðurstöðu liðar 1 í fundargerðinni.

4.  1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
Umræður um vinnu við gerð þróunaráætlunar í Kotabyggð. Lögð voru fram drög að kostnaðarreikningum vegna gatnagerðar.
Fært framar í dagskrá með samþykki fundarmanna. Umræður urðu um það hvort eðlilegt væri að sveitarfélagið kostaði framkvæmdir við gatnagerð og uppbyggingu hverfisins í ljósi þess að um land í eigu einkaaðila er að ræða.
Stefán Sveinbjörnsson tók fram að hann teldi óeðlilegt að sveitarfélagið legði í miklar fjárfestingar til að landeigendur geti selt íbúðarlóðir. Hætt væri við að með því væri verið að færa einkaaðilum verðmæti. Stefán sagði að hann teldi Önnu Fr. Blöndal vinna að því að færa Hauki Halldórssyni fé. Anna Óskaði eftir að ummælin væru færð til bókar.
Ágúst var spurður álits á fyrirkomulaginu. Hann taldi það fyrirkomulag sem gert er ráð fyrir í nýjum skipulagslögum sé vænlegra en það fyrirkomulag sem áður hefur tíðkast, þar sem landeigendur hafa kostað og séð um framkvæmdir, m.a. til að jafna hlut íbúa á slíkum svæðum.
Rætt var um þann kostnað sem fyrirsjánlegur er við framkvæmdirnar. Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að farið verði vel yfir líkurnar á að fjárfestingin skili sér í ávinningi fyrir sveitafélagið áður en ákvörðun verður tekin.
Stefán Sveinbjörnsson óskaði eftir að eftirfarandi yrði fært til bókar: „Ég vil að aðrir landeigendur í Svalbarðsstrandarhreppi sem óska eftir að skipuleggja íbúðarhúsabyggð njóti sömu fyrirgreiðslu í vegaframkvæmdum og öðru slíku eins og Kotabyggðarsvæðið ef af verður“.
Anna óskaði eftir að fært yrði til bókar að ítrekað hefði verið upplýst á fundinum að landeigendur hafa ekki óskað eftir breytingunni á svæðinu".

5.  1203004 - Umsókn um skipulagsheimild fyrir 370fm viðbyggingu á Svalbarðseyri
Í bréfi frá 21. febrúar 2012 óskar Þröstur Sigurðsson, fyrir hönd Kjarnafæðis ehf, eftir að skipulagsnefnd veiti heimild til byggingar á 370fm viðbyggingu við vinnsluhúsnæði fyrirtækisins á Svalbarðseyri skv. meðfylgjandi teikningum. Óskað er eftir að umsóknin verði sett í grenndarkynningu og afgreidd svo fljótt sem verða má. Með tilkomu viðbyggingarinnar verður skemma sú sem þegar hefur veitt leyfi fyrir við suðurgafl vinnsluhúsnæðisins óþörf.
Liðurinn var færður aftar í dagskránni með samþykki fundarmanna. Stefán Sveinbjörnsson vék af fundi undir þessum lið sbr. lið 1. Sigurður Halldórsson tók sæti hans. Anna sagði frá samtali sínu við skipulagsráðgjafa. Fram kom að hann telur framkvæmdina falla vel að þeim sjónarmiðum sem höfð eru að leiðarljósi í yfirstandandi vinnu við deiliskipulag og telur heppilegra að setja framkvæmdina í grenndarkynningu en að skapa óæskilegan þrýsting á vinnuna við skipulagið. Þar sem miklir hagsmunir eru í húfi fyrir umsækjanda og þar sem framkvæmdin fellur vel að hugmyndum um deiliskipulag svæðisins, sbr. verkefnislýsingu, fellst skipulagsnefnd á að framkvæmdin verði sett í grenndarkynningu.

6.  1203006 - Drög að verkefnislýsingu vegna vinnu við svæðisskipulag Eyjafjarðar.
Lögð fram til kynningar drög að verkefnislýsingu vegna vinnu við svæðisskipulag Eyjafjarðar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.30.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is