Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd, 25. fundur 03.04.2013

Skipulagsnefnd
Fundargerð
25. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 3. apríl 2013 kl. 17:00.
Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal formaður, Stefán H. Björgvinsson aðalmaður, Bergþóra Aradóttir 1. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.
Árni Ólafsson mætti á fund nefndarinnar sem ráðgjafi í liðum 1 og 2 í fundargerð.

Dagskrá:

1.     1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
    Áður á dagskrá 22. fundar Skipulagsnefndar þann 14. janúar 2013.
Lagðar fram þrjár tillögur að skipulagsuppdrætti sem unnar hafa verið með hliðsjón af umræðum á 22. fundi og umræðum um mál nr. 1301007, umsókn Kjarnafæðis ehf. um lóðarstækkun og framkvæmdaleyfi fyrir rampi, á 23. fundi nefndarinnar.
    Árni Ólafsson mætti á fundinn til að fara yfir fram lagðar tillögur með nefndinni. Nefndinni líst best á tillögu sem merkt er "Deiliskipulag Eyrarinnar, Svalbarðsstrandarhreppur, Tillaga 19. mars 2013, kostur 3: Áhersla á bæjarmynd og íbúðarbyggð". Nefndin telur tillöguna til þess fallna að sameina sjónarmið um að styrkja byggðina, endurheimta þorpsmynd á Eyrinni og skapa svigrúm til athafna og stækkunnar fyrir fyrirtæki á svæðinu. Nefndin leggur þó til að byggingarreitur verði skilgreindur á stækkun lóðar Kjarnafæðis til norðurs og að aðkeyrslur að Sigtúnum, Hörg, Borgarhóli og Sunnuhvoli verði skilgreindar sem einkavegir.
        
2.     1303007 - Umsókn um stöðuleyfi vegna vinnubúða
    Áður á dagskrá 24. fundar skipulagsnefndar þann 6. mars 2013.
Í bréfi dagsettu 27. mars 2013 tilkynnir Ólafur Brynjar Halldórsson, fyrir hönd Skipulagsstofnunar, um niðurstöðu stofnunarinnar varðandi ósk Svalbarðsstrandarhrepps um meðmæli skv. 1. tl. bráðabirgðaákvæða Skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er að málsmeðferð geti ekki verið skv. 1. tl. bráðabirgðaákvæða Skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem ekki sé um staka framkvæmd að ræða og að vinna þurfi deiliskipulag vegna umfangs fyrirhugaðra framkvæmda. Að höfðu samráði við framkvæmdaaðila leggur sveitarstjóri til að sótt verði um málsmeðferð samkvæmt áðurnefndu bráðabirgðaákvæði vegna verkstæðisbyggingar á vinnusvæðinu, skv. framlögðum uppdrætti og að vinna við deiliskipulag verði hafin, sbr. lið 3 í fundargerð.
    Skipulagsnefnd fellst á tillögur sveitarstjóra.
        
3.     1304001 - Deiliskipulag vinnubúða vegna Vaðlaheiðarganga
    Í ljósi þess að Skipulagsstofnun hefur hafnað umleitan Svalbarðsstrandarhrepps um meðmæli með útgáfu leyfa fyrir vinnubúðum Ósafls vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng, sbr. lið 2 í fundargerð, þarf að vinna deiliskipulag fyrir svæðið. Á fundinum voru lögð fram drög að verkefnislýsingu fyrir skipulagsverkefnið sbr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og grein 5.2.3 í Skipulagsreglugerð.
    Skipulagsnefnd leggur til að gert verði deiliskipulag fyrir hvort svæði fyrir sig, þar sem viðfangsefnin eru mismunandi. Skipulagsnefnd felur sveitarstjóra að ganga frá verkefnislýsingum og leggja fyrir sveitarstjórn þann 9. apríl 2013.
        
4.     1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
    Áður á dagskrá á 24. fundi Skipulagsnefndar þann 6. mars 2013.
Haukur Halldórsson, fulltrúi Veigastaða ehf. hefur lýst andstöðu fyrirtækisins við það ákvæði um eignarhald sameiginlegra svæða utan lóðarmarka sem Skipulagsnefnd samþykkti að bæta við texta greinargerðar á 24. fundi, með fyrirvara um samþykki landeiganda. Auglýsingu deiliskipulagsins hefur því verið frestað þar til niðurstaða liggur fyrir.
    Staða kynnt. Beðið er tillagna frá landeiganda.
        
5.     1303021 - Áætlun um endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025
    Í bréfi frá 14. mars 2013 óskar Jónas Vigfússon, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, eftir umsögn um meðfylgjandi skipulagslýsingu varðandi endurskoðun Aðalskipuags Eyjafjarðarsveitar 2005-2025.
    Skipulagnsefnd Svalbarðsstrandarhrepps gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.
        
6.     1303016 - Stjórnsýslukæra vegna höfnunar á byggingaleyfi fyrir Kotabyggð 44
    Í bréfi frá 13. mars 2013 tilkynnir Helena Þráinsdóttir, fyrir hönd Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um kæru BB bygginga ehf. vegna ákvörðunar byggingarfulltrúa um að hafna umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á lóð nr. 44 í Kotabyggð. Óskað er eftir sjónarmiðum Svalbarðsstrandarhrepps vegna málsins innan 30 daga frá dagsetningu bréfsins.
    Lagt fram til kynningar.
       
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is