Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd, 28. fundur 1. júlí 2013

Skipulagsnefnd

Fundargerð
28. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í Valsárskóla, mánudaginn 1. júlí 2013 kl. 12:30.

Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal formaður, Stefán H. Björgvinsson aðalmaður, Bergþóra Aradóttir aðalmaður, Stefán Einarsson 2. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  1306024 - Ósk um kvöð á breytta legu ljósleiðara
Í tölvupósti frá 21. júní 2013 óskar Gunnar Magnús Jónsson, fyrir hönd Mílu ehf., eftir breytingu á kvöð um legu ljósleiðara sem mælt er fyrir um í deiliskipulagi Vaðlabrekku, skv. meðfylgjandi uppdrætti.
Anna Fr. Blöndal vék af fundi undir umræðum um þennan lið. Stefán Einarsson tók sæti hennar.
Skipulagsnefnd samþykkir að setja umbeðna breytingu á deiliskipulagi í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal kynnt eigendum lóða nr. 13 og 15 í Vaðlabrekku sem og eiganda vegsvæðis. Skipulagsnefnd samþykkir að nýta heimild til styttingar grenndarkynningar skv. 3. mgr. 44 gr. áðurnefndra laga, fáist samþykki ofangreindra hagsmunaaðila fyrir breytingunni.

2.  1306027 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna Eyrarinnar á Svalbarðseyri
Í bréfi frá 20. júní 2013 veitir Guðrún Halla Gunnarsdóttir, fyrir hönd Skipulagsstofnunar umsögn um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyrarinnar sem samþykkt var til auglýsingar á 47. fundi sveitarstjórnar. Breytingin er lögð til til samræmingar við tillögu að deiliskipulagi Eyrarinnar sem jafnframt var samþykkt til auglýsingar á 47. fundi sveitarstjórnar. Í umsögninni eru lagðar til minniháttar breytingar á orðalagi og kaflaheitum til að skýra merkingu þeirra.
Skipulagsnefnd fellst á tillögur skipulagsstofnunar að breytingum á texta greinargerðar og kaflaheitum. Skipulagsnefnd samþykkir að samræma heiti svæðisins Íb1/V5 í töflum í köflum 4.4.1 Íbúðarbyggð á Svalbarðseyri og 4.6 Verslunar og þjónustusvæði. Rök skipulagsnefndar fyrir breytingunni eru aukin þörf fyrir iðnaðar- og athafnasvæði á Eyrinni. Ekki er talin vera eftirspurn eftir íbúðarlóðum á þessum stað og stefnt er að uppbyggingu íbúðarbyggðar annarsstaðar.
Sveitarstjóra er falið að auglýsa skipulagstillöguna með áorðnum breytingum.

3.  1209003 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna Kotabyggðar
Athugasemdafrestur vegna auglýstrar tillögu að breytingu á kafla 4.4.2 Íbúðarbyggð í sveit í Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps var til 19. júní 2013. Ein athugasemd barst frá Óskari Sigurðssyni hjá JP lögmönnum, fyrir hönd BB Bygginga.
Farið yfir athugasemdir. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

4.  1107010 - Deiliskipulag Kotabyggðar
Athugasemdafrestur vegna auglýstrar tillögu að endurskoðuðu deiliskipulagi Kotabyggðar var til 19. júní 2013. Athugasemdir bárust frá Óskari Sigurðssyni hjá JP lögmönnum f.h. BB Bygginga ehf, Félagi lóðarhafa í Kotabyggð, Kjartani Kolbeinssyni, Köllu Malmquist og Guðrúnu H. Þorkelsdóttur.
Farið yfir athugasemdir. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

5.  1304001 - Deiliskipulag vinnubúða vegna Vaðlaheiðarganga

Athugasemdafrestur vegna auglýstra tillagna að deiliskipulagi vinnubúða vegna Vaðlaheiðarganga og deiliskipulagi vegakerfis og athafnasvæða við Vaðlaheiðargöng var til 19. júní 2013. Engin athugasemd barst við tillögu að deiliskipulagi vegakerfis og athafnasvæða við Vaðlaheiðargöng. Ein athugasemd barst frá Ósafli hf. við tillögu að deiliskipulagi vinnubúða, vegna staðsetningar á rotþróarsvæði.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.       

6.  1306026 - Frístundahús á lóð 44 í Kotabyggð.
Byggingarnefnd Eyjafjarðar hefur fjallað um umsókn BB bygginga um byggingarleyfi fyrir frístundahús á lóð nr. 44 í Kotabyggð. Niðurstaða nefndarinnar er að bíða niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi fyrirliggjandi kæru í málinu.
Staða málsins kynnt.       

7.     1306025 - Umsókn um viðbyggingu við hús nr. 10 (gömlu réttina)
Í bréfi frá 24. júní 2013 óskar Þröstur Sigurðsson hjá Opus teikni- og verkfræðistofu, fyrir hönd Kjarnafæðis ehf. eftir heimild skipulagsnefndar fyrir því að hefja framkvæmdir við viðbyggingu við hús nr. 10 á lóð Kjarnafæðis (gömlu réttina).
Þar sem beðið hefur verið umsagnar Skipulagsstofnunar um breytingu á aðalskipulagi sem auglýsa á samhliða deiliskipulagi Eyrarinnar, hefur tillaga að deiliskipulagi svæðisins ekki verið auglýst. Skipulagnsefnd sér sér ekki fært að taka afstöðu til óska umsækjanda fyrr en deiliskipulag hefur verið afgreitt og það tekið gildi.        

8.  1306028 - Umsókn um stækkun á matsal ofl.
Í bréfi frá 10. júní óskar Þröstur Sigurðsson hjá Opus teikni- og verkfræðistofu, fyrir hönd Kjarnafæðis ehf., eftir heimild skipulagsnefndar til að hefja framkvæmdir við viðbyggingu við núverandi starfsmannaaðstöðu við vesturhlið vinnsluhúsnæðis fyrirtækisins.
Skipulagsnefnd fellst á að veita heimild fyrir húsbyggingunni með vísan til 44. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010 um grenndarkynningu framkvæmdar. Þar sem sýnt þykir að bygging umrædds mannvirkis skerði ekki hagsmuni annarra varðandi landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn samþykkir skipulagsnefnd að nýta heimild í 3. mgr. 44. greinar til að falla frá grenndarkynningu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:30.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is