Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd, 29. fundur 7. ágúst 2013

Skipulagsnefnd

Fundargerð

29. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 7. ágúst 2013 kl. 12:00.

Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal formaður, Stefán H. Björgvinsson varaformaður, Bergþóra Aradóttir aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Bergþóra Aradóttir (liðir 1-3) og Jón Hrói Finnsson (4-7).

Árni Ólafsson og Ágúst Hafsteinsson, skipulagsráðgjafar, sátu fundin á meðan liðir 1-3 voru ræddir og afgreiddir. Bergþóra fór af fundi kl. 15 að aflokinni umræðu um liði 1-3.

Dagskrá:

1.     1209003 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna Kotabyggðar
    Áður á dagskrá 28. fundar skipulagsnefndar þann 1. júlí 2013.
Framhald umræðu um athugasemdir við auglýstar tillögur að breytingum á texta kafla 4.4.2 Íbúðarbyggð í sveit í greinargerð Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020. Fyrir fundinn voru lagðar tillögur að afgreiðslu athugasemda.
    Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 var auglýst í samræmi við 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til 19. júní 2013. Athugasemdir bárust frá tveimur aðilum: JP lögmönnum og Félagi lóðarhafa í Kotabyggð. Svör við athugasemdum eru í fylgiskjali. Athugasemdirnar gáfu ekki tilefni til breytinga á auglýstri breytingartillögu. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar sbr 32. gr. skipulagslaga. Niðurstaða sveitarstjórnar verði auglýst og umsagnir um athugasemdir sendar þeim sem þær gerðu.
        
2.     1107010 - Deiliskipulag Kotabyggðar
    Áður á dagskrá 28. fundar skipulagsnefndar þann 1. júlí 2013.
Áframhald umræðu um athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu að deiliskipulagi Kotabyggðar. Á fundinum voru lagðar fram tillögur að afgreiðslu athugasemda.
    Tillaga að deiliskipulagi Kotabyggðar, íbúða- og frístundabyggðar, var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til 19. júní 2013. Fjórar athugasemdir bárust; frá JP lögmönnum, Félagi lóðarhafa í Kotabyggð, Guðrúnu H. Þorkelsdóttur og Köllu Malmquist. Nokkur atriði athugasemdanna gáfu tilefni til minni háttar leiðréttinga og breytinga á skipulagsuppdrætti og greinargerð.

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á greinargerð eftir auglýsingu á deiliskipulagstillögu:
1.    Bætt er við umfjöllun um opin svæði á kafla 4.13 er hann hér eftir nefndur Opin svæði og leiksvæði.
2.    Í lok kafla 1 Forsendur er bætt við eftirfarandi texta: “Þau hús sem eru fyrir á skipulagssvæðinu þegar deiliskipulagið er samþykkt, halda stöðu sinni sem frístundahús. Deiliskipulagi fylgir ekki framkvæmdaskylda. Kjósi lóðarhafi að breyta frístundahúsi sínu í íbúðarhús, skal það uppfylla allar kröfur sem um íbúðarhús gilda. Óheimilt er skrá lögheimili í frístundahúsi.”
3.    Í kafla 1 Forsendur, er í 4. tölulið upptalningar á breytingum á deiliskipulagi sem samþykkt var í sveitarstjórn 10.01.2006, færð inn leiðrétting á lóðarnúmeri úr 53 í 48.

Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á uppdrætti eftir auglýsingu á deiliskipulagstillögu:
1.    Leiksvæði litað grænt, þ.e.a.s. með sama lit og opin svæði.
2.    Snjóruðningssvæði austan við lóð nr. 5 er minnkað til austurs til þess að koma í veg fyrir að snjó sé rutt ofaní læk við svæðið.
3.    Lóðarmörk lóðar nr. 6 eru leiðrétt þannig að áfram sé heimilaður útafakstur frá Veigastaðavegi nr. 828 að lóðum nr. 6 og 10. Skilgreind eru almenn bílastæði á opnu svæði á milli lóðanna.
4.    Skilgreiningu á vegi sem liggur á milli lóða nr; 1, 5, 6, 7 og 12 er breytt þannig að sá hluti hans sem liggur vestan við lóðarmörk lóða nr. 5 og 6 er skilgreindur sem akfær göngustígur.
5.    Við suðvestur horn lóðar nr. 7 eru útbúin þrjú almenn bílastæði.

Svör við athugasemdum eru í fylgiskjali. Breytingarnir eiga ekki við meginatriði skipulagstillögunnar og stangast hvorki á við stefnu sveitarfélagsins né ákvæði aðalskipulags. Ekki er þörf á að auglýsa tillögun að nýju sbr. 4. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr 123/2010. Samantekt athugasemda og afgreiðsla þeirra er í fylgiskjali. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan svo breytt verði samþykkt sbr. 41. gr. skipulagslaga og send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 42. gr. laganna. Niðurstaða sveitarstjórnar verði auglýst. Jafnframt verði þeim sem athugasemdir gerðu send umsögn og afgreiðsla þeirra.
        
3.     1304001 - Deiliskipulag vinnubúða vegna Vaðlaheiðarganga
    Áður á dagskrá 28. fundar skipulagsnefndar þann 1. júlí 2013.
Framhald umræðu um athugasemdir við auglýstar tillögur að deiliskipulagi vinnubúða vegna Vaðlaheiðarganga og deiliskipulagi vegakerfis og athafnasvæða við Vaðlaheiðargöng.
    Ein athugasemd barst frá Ósafli dags 18 júní 2013 vegna deilskipulags vinnubúða vegna óstarfhæfrar rotþróar. Óskað er eftir að nýrri staðsetningu.

Skipulagsnefnd felst á breytta legu rotþróar. Jafnframt leggur skipulagsnefnd til að byggingarreitur verði rýmkaður og bílastæðum breytt lítillega. Breytingarnar eiga ekki við meginatriði skipulagsins og krefst því ekki nýrrar auglýsingar.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að tillaga að deiliskipulagi vinnubúða vegna Vaðlaheiðarganga að svo breyttu verði samþykkt.
        
4.     1307002 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borunum í Garðsvíkurlindum
    Í bréfi frá 3. júlí 2013 sækir Helgi Jóhannesson, fyrir hönd Norðurorku hf., um framkvæmdaleyfi fyrir borun tilraunaborhola í landi Garðsvíkur.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Norðurorku hf. verði veitt framkvæmdaleyfi fyrir borun tilraunaborhola í landi Garðsvíkur.
        
5.     1307011 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar hitaveitu í Halllandsnes
    Í bréfi frá 8. júlí 2013 óskar Helgi Jóhannesson, fyrir hönd Norðurorku, eftir framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hitaveitu í Halllandsnes, skv. meðfylgjandi uppdrætti.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að Norðurorku hf. verði veitt framkvæmdaleyfi fyrir lagningu higaveitu í Halllandsnes.
        
6.     1302036 - Umsókn um byggingu svefnskála
    Umsókn Hjálmars Jóelssonar um skipulagsheimild fyrir byggingu svefnskála hefur verið kynnt hagsmunaaðilum í grenndarkynningu. frestur til að skila athugasemdum við fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi var gefinn til 10. júlí 2013. Engar athugasemdir bárust.
    Þar sem engar athugasemdir bárust við fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi leggur Skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að breytingin verði staðfest og skipulagsgögn uppfærð því til samræmis.
        
7.     1306028 - Umsókn um stækkun á matsal ofl.
    Í bréfi frá 1 ágúst 2013 óskar Þröstur Sigurðsson, fyrir hönd Kjarnafæðis, eftir skipulagsheimild fyrir frekari stækkun viðbyggingar við vesturhlið vinnsluhúsnæðis fyrirtækisins sem veitt var leyfi fyrir á 28. fundi skipulagsnefndar þann 1. júlí 2013, skv. meðfylgjandi teikningum.
    Tillaga að deiliskipulagi Eyrarinnar hefur verið auglýst með athugasemdafresti til loka ágústmánaðar. Sú bygging sem óskað er eftir heimild fyrir lendir utan byggingareits samkvæmt uppdrætti skipulagstillögunnar. Skipulagsnefnd sér sér ekki fært að breyta forsendum auglýstrar skipulagstillögu á auglýsingartíma. Skipulagsnefnd leggur því til við umsækjanda að hann sendi inn athugasemd við skipulagið og óski eftir að byggingarreiturinn verði stækkaður þannig að hann rúmi umrædda byggingu.
        
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15 .Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is