Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd, 31. fundur 12. september 2013

Skipulagsnefnd
Fundargerð
31. fundur skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, fimmtudaginn 12. september 2013 kl. 08:00.
Fundinn sátu: Anna Fr. Blöndal formaður, Bergþóra Aradóttir ritari, Sigurður Halldórsson 1. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Bergþóra Aradóttir, ritari skipulagsnefndar.

Dagskrá:

1.     1306027 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna Eyrarinnar á Svalbarðseyri
    Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps auglýsti tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 varðandi Eyrina á Svalbarðseyri í Svalbarðsstrandarhreppi samhliða tillögu að deiliskipulagi Eyrarinnar skv. Skipulagslögum nr. 123/2010 41. gr. Skipulagslaga, með athugasemdafresti til 30. ágúst 2013. Engar athugasemdir bárust við tillöguna.
    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umrædd breyting á aðalskipulagi verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar skv. 2. mgr. 32. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.
        
2.     1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
    Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps auglýsti tillögu að deiliskipulagi Eyrarinnar samhliða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 varðandi Eyrina á Svalbarðseyri í Svalbarðsstrandarhreppi skv. Skipulagslögum nr. 123/2010 41. gr. Skipulagslaga, með athugasemdafresti til 30. ágúst 2013. Ein athugasemd barst frá Kjarnafæði vegna nýrra íbúðarhúsalóða sem gert er ráð fyrir að verði stofnaðar í næsta nágrenni við kjötvinnslu fyrirtækisins á skipulagssvæðinu.
    Skipulagsnefnd þakkar fyrir bréf frá Kjarnafæði sem dagsett 7. ágúst og ábendinguna sem þar kemur fram. Í bréfinu kemur einnig fram að umræddar íbúðahúsalóðir þrengi ekki að starfsemi fyrirtækisins. Nefndin telur að áherslur í skipulagi sem lúti að því að halda í ákveðna þorpsmynd og varðveislu gildi hennar séu veigameiri rök í málinu en þau sem fram koma í bréfinu. Þeim sem kaupa lóðir í næsta nágrenni ætti að vera ljós starfsemi fyrirtækisins og áhrif þess. Skipulagsnefnd telur jafnframt að það að halda í þorpsmyndina á Eyrinni muni hafa jákvæð áhrif á ásýnd og aðkomu að vinnsluhúsnæði Kjarnafæðis. Skipulagsnefnd leggur því til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið skv. skipulagslögum nr. 123/2010 41. gr. skipulagslaga, eins og búið er að leggja það fram.
        
3.     1308005 - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi að Vaðlabyggð 1

    Í bréfi frá 7. ágúst óskar Sigurður Eiríksson, fyrir hönd Sýslumannsins á Akureyri, eftir umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar Friðriks Jóns Stefánssonar, fyrir hönd Eignarhaldsfélags Hafnarfeðga ehf. um rekstrarleyfi samkvæmt gististaðaflokki II fyrir gististað að Vaðlabyggð 1. Frestur til að skila umsögn er til 11. september 2013.
    Í kafla 4.4 Íbúðarbyggð í Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 stendurstendur eftirfarandi: „Á íbúðarsvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði. Þar má þó einnig gera ráð fyrir starfsemi sem eðlilegt er að þar sé til þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, s.s. verslunum, hreinlegum iðnaði, handiðnaðarfyrirtækjum, þjónustustarfsemi og leiksvæðum, eða annarri starfsemi sem hvorki verður ætlað að muni valda óþægindum vegna lyktar, hávaða eða óþrifnaðar né dragi að sér óeðlilega mikla umferð“.
Skipulagsnefnd telur að umrædd starfssemi falli undir starfsemi sem heimil er á íbúðarsvæði skv. framangreindu. Skipulagsnefnd gerir því ekki athugasemdir við að gefið sé út rekstrarleyfi fyrir gististað í húsinu, en bendir á að umrætt hús er íbúðarhús á skipulögðu íbúðarsvæði. Tegund gististaðar skv. 6. grein reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 585/2007 ætti því að vera „Íbúðir“ (e-liður) fremur en „Sumarhús“ (f-liður). Skipulagsnefnd óskar þess að íbúar í næstu húsum verði upplýstir um þessa breytingu. Þá fer nefndin fram á að í rekstrarleyfinu sé áréttað að starfsemin í húsinu megi ekki valda óþægindum sbr. það sem fram kemur í kafla 4.4. í Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020.
        
4.     1309002 - Ósk um umsögn um möguleika á gistirekstri í Vaðlabyggð 10
    Í tölvupósti frá 5. september 2013 óska eigendur Vaðlabyggðar 10 eftir áliti sveitarstjórnar á því hvort heimilt væri að reka heimagistingu í húsi þeirra að Vaðlabyggð 10.
    Í kafla 4.4 Íbúðarbyggð í Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 stendur eftirfarandi: „Á íbúðarsvæðum skal fyrst og fremst gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði. Þar má þó einnig gera ráð fyrir starfsemi sem eðlilegt er að þar sé til þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, s.s. verslunum, hreinlegum iðnaði, handiðnaðarfyrirtækjum, þjónustustarfsemi og leiksvæðum, eða annarri starfsemi sem hvorki verður ætlað að muni valda óþægindum vegna lyktar, hávaða eða óþrifnaðar né dragi að sér óeðlilega mikla umferð“.
Skipulagsnefnd telur að umrædd starfssemi falli undir starfsemi sem heimil er á íbúðarsvæði skv. framangreindu. Skipulagsnefnd myndi því ekki leggjast gegn slíkri starfsemi í húsinu.        

Að fundi loknum þáði skipulagsnefnd boð Kjarnafæðis um að skoða vinnsluhúsnæði fyrirtækisins á Svalbarðseyri.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15.Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is