Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 4. fundur 04.11.2010

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps

4. fundur
Árið 2010, 4. nóvember kl. 16:00 kom skipulagsnefnd saman til 4. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.
Mættir voru: Anna Fr. Blöndal, Stefán Sveinbjörnsson, Sandra Einarsdóttir og Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri. Fundargerð ritar Sandra Einarsdóttir.

Anna Fr. Blöndal, formaður, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Erindi um byggingu einbýlishúss í landi Sunnuhlíðar dags. 28.09.2010.
Erindi barst frá Valtý Hreiðarssyni með beiðni um grenndarkynningu. Skipulagsnefnd telur ekki að rök séu til að fara með erindið í grenndarkynningu. Í aðalskipulagi kemur fram í kafla 4, gr. 4.3.1, að framkvæmdar sem þessar skuli skilgreindar í deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að setja deiliskipulagstillögu í auglýsingu.

2. Erindi um stækkun byggingarreits og aukningu byggingarmagns vegna nýbyggingar á Halllandsnesi frá 08.10.2010.
Skipulagsnefnd getur ekki tekið afstöðu til erindisins án frekari gagna. Sveitarstjóra falið að hafa samband við umsóknaraðila. Nefndin telur að til þess að svo veigamikil breyting krefjist bæði breytingar á aðalskipulagi og nýs deiliskipulags, sbr. kafla 4, gr. 4.3.3., í aðalskipulagi.

3. Til kynningar
a. 14. fundargerð samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar.
Kynnt.

b. Grenndarkynning gámaramps sbr. fundargerð 2. fundar.
Kynnt. Engar athugsemdir bárust innan frests.

c. Bréf Fiskistofu um framkvæmd við ár og vötn frá 15.09.2010.
Kynnt.

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 17:30.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is