Almennt

Stöđvum einelti! - borgarafundur

Almennt
Þann 6. október n.k. kl. 20 verður haldinn borgarafundur um eineltismál á sal Brekkuskóla á Akureyri. Fundurinn er liður í átaki Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, Liðsmanna Jerico, Olweusaráætlunarinnar og Ungmennaráðs SAFT, í samstarfi við Símann, mennta- og menningarmálaráðuneytið, félags- og tryggingamálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og styrktaraðila. Haldnir verða 11 fundir um land allt, sjá auglýsingu átaksins.

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is