Almennt

Strandstangveiđimót

Almennt
Strandstangveiðimót á Svalbarðseyri á laugardag. Dagana 7. - 9. október verður haldið opið strandstangveiðimót í Eyjafirði. Veitt er með slóðum og sökkum.  Ekki er nauðsynlegt að hafa sérstakar strandveiðigræjur en gott að stöngin sé sem stærst og að þyngd sökkunnar hæfi stönginni.  Á laugardaginn eru veiðistaðir: fjaran við Svalbarðseyri og fjaran við Hjalteyri en á sunnudaginn röðum við okkur eftir Drottningarbrautinni á Akureyri frá Torfunefsbryggju og svo er verðlaunaafhending að veiði lokinni í Sveinbjarnargerði.

DAGSKRÁ MÓTSINS
Opið Strandveiðimót EFSA Ísland 2011
7. -9.  október - Eyjafjörður

Föstudagur 7. október
Mótssetning kl. 20:00 á hótel Sveinbjarnargerði.
Laugardagur 8. október
Farið til veiða kl 14:30 frá Sveinbjarnargerði, veitt kl. 16:00 til 21:00
Sunnudagur 9. október
Farið til veiða 08:30 frá Sveinbjarnargerð, veitt kl. 10:00 til 16:00
Verðlaunaafhending kl. 20:00 á hótel Sveinbjarnargerði.
Verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sætið
Stærsta (lengsta) fiskinn
Stærsta flatfiskinn
2ja manna sveit blinddregin
5 manna sveit (kemur í staðinn fyrir landslið)

Tilkynnið þátttöku til Haraldar Inga sími:8227299 netfang
ntim@simnet.is


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is