Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn 001. fundur, 14.06.2010

Sveitarstjórn 2010-2014

1. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014,

haldinn í Ráðhúsinu 14. júní 2010 kl. 13.00


Allir aðalmenn mættir. Sveitarstjóri sat einnig fundinn.

Fyrir var tekið.

 1. Kjör oddvita til eins árs.

Tillaga gerð um Guðmund Bjarnason og var það samþykkt einróma.

 1. Kjör varaoddvita til eins árs og ritara.

Tillaga gerð um Helgu Kvam í varoddvitastöðu og var það samþykkt einróma, tillaga gerð um Önnu Fr.Blöndal í stöðu ritara og var það samþykkt einróma.

 1. Ráðning sveitarstjóra.

Ákveðið að auglýsa eftir sveitarstjóra og fá Capacent til þess að vinna verkið. Guðmundi, Helgu og Telmu falið að vinna málið áfram. Kostnaði við ferlið vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

 1. Bréf frá Jafnréttisstofu dags. 9. júní s.l. v/skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008.

Lagt fram til kynningar.

 1. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Svalbarðasstrandarhrepps.

Fyrri umræða. Ákveðið að Árni Bjarnason og Anna Fr. Blöndal taki samþykktirnar og skili tillögum að breytingum til næsta fundar.

 1. Skipan nefnda, stjórna, fulltrúa í sameiginlegar nefndir og skoðunarmanna.

Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram og samþykktar.

 • Skólanefnd, þrír aðalmenn og þrír til vara

Aðalmenn:

Eiríkur Hauksson formaður

Þóra Hjaltadóttir

Telma Þorleifsdóttir

Varamenn:

Elísabet Ásgrímsdóttir

Stefán Björgvinsson

Sandra Einarsdóttir

 • Skipulagsnefnd, þrír aðalmenn og þrír til vara

Aðalmenn:

Anna Blöndal

Stefán Sveinbjörnsson

Sandra Einarsdóttir

Varamenn:

Stefán Björgvinsson

Sigurður Halldórsson

Stefán Einarsson

 • Félagsmálanefnd, þrír aðalmenn og þrír til vara

Aðalmenn:

Eva Hilmarsdóttir

Ómar Ingason

Fjóla Þórhallsdóttir

Varamenn:

Sandra Einarsdóttir

Kristín Bjarnadóttir

Helga Kvam

 • Umhverfisnefnd, þrír aðalmennog þrír til vara

Aðalmenn:

Helga Kvam

Ragna Erlingsdóttir

Þorgils Guðmundsson

Varamenn:

Jakob Björnsson

Starri Heiðmarsson

Hanna Dóra Ingadóttir

 • Kjörstjórn, þrír aðalmenn og þrír til vara

Aðalmenn:

Stefán Sveinbjörnsson

Árni Jónsson

Edda Aradóttir

Varamenn:

Guðbjörg Lárusdóttir

Sigurður Halldórsson

Sara Þorgilsdóttir

 • Stjórn bókasafns, þrír aðalmenn og þrír til vara

Aðalmenn:

Sólveig Guðmundsdóttir

Guðríður Snjólfsdóttir

Anna Jóhannesdóttir

Varamenn:

Níels Hafstein

Halldóra Marý Kjartansdóttir

Anna María Snorradóttir

 • Skoðunarmenn, tveir aðalmennn og tveir til vara

Aðalmenn:

Ómar Ingason

Árni Jónsson

Varamenn:

Birgir Marinósson

Svanbjört B. Bjarkadóttir

 • Fulltrúi í svæðisbyggingarnefnd, einn aðalmaður og einn til vara

Aðalmaður:

Björn Ingason

Varamaður:

Sveinn Steingrímsson

 • Stjórn Hafnarsamlags Norðurlands.

Sveitarstjóri

 • Fullltrúar á aðalfund Eyþings, tveir aðalmenn og tveir til vara

Aðalmenn:

Sveitarstjóri

Eiríkur Hauksson

Varamenn:

Guðmundur Bjarnason

Helga Kvam

 • Fullrúi á Landsþing Sambans íslenskra sveitarfélaga, einn aðalmaður og einn til vara.

Aðalmaður:

Eiríkur Hauksson

Varamaður:

Sveitarstjóri

 • Skipan tveggja fulltrúa í samvinnunefnd um Svæðisskipulag Eyjafjarðar.

Sveitarstjóri

Formaður Skipulagsnefndar

 • Fjallskilastjóri. Í samræmi við 5.lið 6. greinar samþykktar um stjórn og fundarsköp.

Máni Guðmundsson.

 1. Hönnun gámasvæðis fyrir sorp frá frístundabyggð í suðurhluta sveitarfélagsins, sjá 1. lið 65. fundar fráfarandi sveitarsjtórnar.

Guðmundur gerði grein fyrir stöðu mála og var ákveðið að hafa planið 16x20m. Ákveðið að ganga til samninga við landeigendur um lóðarleigu og oddvita falið fá verð í verkið.

 1. Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar 23. júní n.k.

Eiríkur H. Hauksson situr fundinn f.h. sveitarfélagsins.

 1. Fundargerð 77.fundar byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 8. júní s.l.

5. liður Sveitarstjórn óskar eftir að umsækjandi skili inn erindi til Skipulagsnefndar. Að öðru leiti eru liðir 6 – 12 samþykktir.

 1. Fundargerð 213. fundar stjórnar Eyþings frá 11. maí s.l.

Lagt fram til kynningar.

 1. Fundargerð aðalfundar Flokkunar Eyjaförður ehf frá 5. maí s.l.

Lagt fram til kynningar.

 1. Minnisblað frá Eiði Guðmundssyni um stöðu og framtíð Flokkunar Eyjafjörður ehf. Dags 25. maí s.l.

Lagt fram til kynningar.

 1. Fundargerðir 30., 31. og 32. fundar stjórnar Flokkunar Eyjafjörður ehf. Frá 21. apríl, 5. maí og 21. maí s.l.

Lagðar fram til kynningar.

 

Önnur mál:

 1. Laun sveitarstjórnarmanna.

Ákveðið að skoða þau miðað við laun sem greidd eru í nágrannasveitarfélögum. Árna falið að fá upplýsingar úr Grýtubakkahreppi og Hörgárbyggð.

 1. Styrkbeiðni vegna samskólaferðar frá starfsmönnum Valsárskóla dags. 03.06. s.l.

Í upplýsingum frá nágrannasveitarfélögunum kemur fram að undanfarin ár hafa flestir farið svipaða leið þ.e. að vísa í námskeiðsliðinnog styrkt alla um sömu upphæð. Ákveðið að fá meiri upplýsingar m.a. um hvaða styrki kennarar, leikskólakennarar og leiðbeinendur eiga kost á að fá frá KÍ.

 1. Telma Þorleifsdóttir spurði um leiksvæðið á milli Laugatúns og Smáratúns.

Ákveðið að leiktækin verði fjarlægð til að forðast að slys verði þar sem leiktækin eru mjög gömul og illa farin.

 1. Árni Bjarnason spurði um hvernig sveitarstjórnarmenn sæju samfellu í rekstri sveitarfélagsins og hver hans staða væri í því sambandi.

Málin rædd. Guðmundur óskaði eftir því f.h. sveitarstjórnar að Árni haldi áfram vinnu út júní.


 

Fleira ekki fært til bókar.

Fundargerð lesin og samþykkt.

Fundi slitið kl.15.00


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is