Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn 004. fundur, 14.09.2010

Sveitarstjórn 2010-2014

4. fundur sveitarstjórnar Svalbðsstrarandarhrepps 2010-2014, haldinn í Ráðhúsinu 14. september 2010 kl. 13.00

Fundarmenn:Guðmundur Stefán Bjarnason, Helga Kvam, Anna Fr. Blöndal, Eiríkur H. Hauksson, Telma Þorleifsdóttir og Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Fyrir var tekið:

1.  Staða framkvæmda.
Jón Hrói fór yfir stöðu framkvæmda. Stígurinn niður í fjöru er enn í biðstöðu vegna þess að tölur í verkið þóttu of háar miðað við kostnaðaráætlun. Ákveðið að fresta stígnum til næsta árs og bjóða þá út verkið í heild. Gámaplanið er nú vel á veg komið en ekki er hægt að halda áfram með það fyrr tilskyld leyfi liggja fyrir. Rampurinn er byggingarleyfisskyld framkvæmd. Einnig var gerð óformleg athugun á kostnaði við lýsingu og tengla við planið og er hún nokkuð hærri en reiknað var með, þó fer kostnaður mikið eftir því hversu stór heimtaug er tekin frá orkuveitu. Ákveðið að taka minni heimtaugina. Eftir er að klára framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins við frágang við kirkjugarðinn og sveitarstjóra falið að semja við landeigendur um það svæði sem eftir er til að klára verkið, er þar um að ræða land fyrir stækkun garðsins og bílastæði við hann. Stefnt er að því að klára verkið fyrir áramót. Jón Hrói hefur rætt við garðyrkjumann um að klippa runnana í og við skólann og sundlaugina. Einnig ætlar hann að fá verð hjá honum í lagfæringu á gúmmíhellum við skólann. Snyrting lóðarinnar verður unnin í næstu viku.
Síðan var rætt um hvaða stefnu sveitarstjórn vill taka í innkaupamálum á vegum þess í framtíðinni. Ákveðið að halda vinnufund.

2.  Fyrirhugaðar breytingar á dreifingu póstst á Svalbarðseyri.
Borist hefur bréf frá Póstinum þar sem kynntar eru fyrirhugaðar breytingar á dreifingu pósts á Svalbarðseyri.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn mótmælir áformuðum samdrætti í þjónustu við íbúa á Svalbarðseyri. Sveitarstjóra falið að koma athugasemdum sveitarstjórnar á framfæri við póstinn.  

3.  Erindi frá Safnasafninu.
Níels Hafstein, fyrir hönd Safnasafnsins óskar eftir auknum fjárstuðningi.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með Níels Hafstein um málefni safnsins.

4.  Tilnefning fulltrúa í sameiginlegar nefndir.
Tilnefna þarf fulltrúa í 3 nefndir sem Svalbarðsstrandarhreppur er í samstarfi um, Þær eru búfjáreftirlitsnefnd, gróðurverndarnefnd og barnaverndarnefnd.
Jón Hrói upplýsti að fulltrúar í barnaverndarnefnd, aðal- og varamaður hafa verið þau Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir og Sigmundur Guðmundsson, og eru þau tilbúin að sitja áfram. Sveitarstjórn samþykkir það. Fulltrúi í búfjáreftirlitsnefnd hefur verið Ásta Flosdóttir aðalmaður og gefur kost á sér áfram og samþykkir sveitarstjórn það. Sveitarstjórn tilnefndir Helgu Kvam í sæti varamanns.

5.  Fundir fjárlaganefndar með sveitarstjórnum.
Fjárlaganefnd býður sveitarstjórn að senda fulltrúa á fund hennar til að koma á framfæri ábendingum varðandi verkefni sem þurfa stuðning ríkisins.
Sveitarstjóra falið að óska eftir fundi.

6. Fundargerð 1. fundar umhverfisnefndar.
Sveitarstjórn vekur athygli nefndarinnar á prentvillu í fyrsta lið. Helga Kvam var kjörin formaður nefndarinnar. Ákveðið að skoða reglur sveitarfélagsins og kostnaðartölur varðandi sorp. Fundargerð samþykkt.

7.  Fundargerð 2. fundar skipulagsnefndar.
Sveitarstjórn  samþykkir að grenndarkynna rampinn. Fundargerð samþykkt.

8.  Fundargerð 215. fundar stjórnar Eyþings.
Lagt fram til kynningar.

9.  Fundargerð 12. fundar samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar.
Lagt fram til kynningar.

10.  Fundargerðir 79. fundar byggingarnefndar Eyjafjarðar.
Sveitarstjórn samþykkir lið 2. Sveitarstjórn sér sér ekki fært  að samþykkja lið 3 vegna staðsetningar hússins undir raflínunni. Sveitarstjórn gerir einnig athugasemd við að framkvæmdir eru hafnar áður en staðfesting sveitarstjórnar liggur fyrir.

11.  Tilboð í uppfærslu launakerfis.
Samþykkt að taka tilboði frá Tölvumiðlun. Kostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Sveitarstjóra gefin heimild til að ganga að tilboðinu.

12.  Fundartími sveitarstjórnar.
Tekin fyrir ósk frá Thelmu Brimdísi að fundartími verði færður aftur um hálfa klst. og verði kl.13.30 í stað 13.00   Sveitarstjórn samþykkir erindið og vísar því til næsta fundar til samþykktar samkv. Samþykkt um stjórn og fundarsköp Svalbarðsstrandarhrepps. Jóni Hróa og Önnu falið að skila drögum að breytingum að samþykktinni til næsta fundar.

13.  Til kynningar:
a. Ályktun Velferðarvaktarinnar
b. Bréf félags ráðgjafa og stuðningsfulltrúa og SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu.
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl.16.25.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is