Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 11. fundur 08.03.2011

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
11. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014 haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri,  þriðjudaginn 8. mars 2011  kl. 13:30.

Fundarmenn: Helga Kvam sem stjórnar fundi í forföllum Guðmundar Bjarnasonar, Eiríkur H. Hauksson, Telma Brimdís Þorleifsdóttir, Sandra Einardóttir 1. varamaður og Anna Fr. Blöndal. Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri sat einnig fundinn.

Fundarritari: Anna Fr. Blöndal

Dagskrá:

Almenn mál:

1.  1103002 - trúnaðarmál
[Skráð í trúnaðarmálabók]

2.  1102001 - Athugasemdir við fasteignagjöld 2011
Lagt fram yfirlit yfir athugasemdir og fyrirhuguð viðbrögð við athugasemdum við álögð fasteignagjöld.
Sveitarstjórn samþykkir yfirlitið og fyrirhuguð viðbrögð sem þar eru sett fram. Sveitarstjóra falið að klára málið í samræmi við yfirlitið.

3.  1103001 - Greiðslur til nefndarmanna á námskeiðum
Umræður um hvort greiða eigi nefndarmönnum fyrir setu á námskeiðum og ráðstefnum sem þeir sækja í tengslum við nefndarstörf.
Samþykkt að greiða ekki sérstaklega fyrir fundi og ráðstefnur annað en útlagðan kostnað.

4.  1102008 - Boð á aðalfund Gásakaupstaðar ses. 2011, frá 21. febrúar 2011.
Boðað er til aðalfundar Gásakaupstaðar ses. þann 30. mars kl. 15. Velja þarf fulltrúa til setu á honum.
Sveitarstjóra falið að mæta á fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

5.  1102009 - Ósk stjórnar Gásakaupstaðar ses. um endurnýjun styrktarsamnings frá 21. febrúar 2011.
Stjórn Gásakaupstaðar ses. óskar eftir endurnýjun styrktarsamnings. Ekki var gert ráð fyrir áframhaldandi styrk til Gásakaupstaðar í fjárhagsáætlun 2011 þar sem beiðni um slíkt hafði ekki borist áður en henni var lokað. Beiðni hafnað.

6.  1101005 - Ný mannvirkjalög - Umboð byggingarnefndar
Lögð fram til kynningar og umræðu drög að samningi um byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðar sem taka mið af nýjum mannvirkjalögum.
Sveitarstjóra falið að gera grein fyrir umræðum sveitarstjórnar á samráðsfundi sveitarfélaganna um framhald varðandi byggingarfulltrúa og byggingarnefnd.

7.  1103009 - Verðtilboð vegna flutnings á dýrahræjum
Flokkun Eyjafjörður hefur fyrir hönd sveitarfélaga í Eyjafirði leitað verða vegna flutnings á dýrahræjum til brennslu í brennslustöðinni við Húsavík. Eitt tilboð barst. Einingarverðið skv. því er 226 kr. á “tonnkílómetra”. Gert er ráð fyrir að kostnaður hvers sveitarfélags ráðist af magni og vegalengd. Við bætist förgunarkostnaður á Húsavík, nú 32,21 kr./kg með vsk.
Fyrir liggja upplýsingar um tilboð í samskonar þjónustu I Eyjafjarðarsveit sem er umtalsvert lægra og ákveðið að skoða málið frekar. Sveitarstjóra falið að gera Flokkun Eyjafjörður ehf grein fyrir því að Svalbarðsstrandarhreppur gangi ekki að tilboðinu fyrir sitt leyti.

8.  1102024 - Umsögn um þingmál nr. 273/2011
Óskað er umsagnar um tillögu að þingsályktun um mikilvægi fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf (http://www.althingi.is/altext/139/s/0316.html).
Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til að veita umsögn um þingsályktunartillöguna.

9.  1103010 - Beiðni SAMAN-hópsins um styrk árið 2011, frá 20. janúar 2011
Saman hópurinn óskar eftir fjárstuðningi sveitarfélagsins við forvarnastarf á hans vegum.
Ekki var gert ráð fyrir styrk til Saman hópsins í fjárhagsáætlun 2011 þar sem beiðni um slíkt hafði ekki borist áður en henni var lokað. Beiðni hafnað.

10.  1102017 - Kynning á Skólavoginni
Til kynningar.

11.  1102021 - Ályktun stjórnar FL vegna niðurskurðaraðgerða frá 22. febrúar 2011.
Til kynningar.

12.  1103007 - Áskorun frá umboðsmanni barna á niðurskurðartímum frá 2. mars 2011.
Til kynningar.

13.  1102014 - Ályktun mótmælafundar FT og FÍH frá 11. febrúar 2011.
Til kynningar.

Fundargerðir til staðfestingar:

14.  1103012 - Fundargerð 6. fundar skólanefndar frá 10. febrúar 2011.
Fundargerð samþykkt. Sveitarstjóra og leikskólastjóra falið að semja drög að reglum um inntöku barna undir 18.mánaða aldri.

15.  1103013 - Fundargerð 7. fundar skólanefndar frá 14. febrúar 2011.
Fundargerð samþykkt.

Fundargerðir til kynningar:

16.  1103006 - Fundargerð 784. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Til kynningar.

17.  1102004 - Fundargerð 132 fundar heilbrigðisnefndar frá 3. febrúar 2011.
Fundargerð Heilbrigðisnefndar frá 3. febrúar s.l. ásamt fjárhagsáætlun fyrir 2011, miðuð við úrsögn Fjallabyggðar úr samstarfinu.
Til kynningar.

18.  1103014 - Fundargerð 220. fundar stjórnar Eyþings frá 31. janúar.
Til kynningar.

Fleira ekki fært til bókar, fundi slitið kl. 16.30


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is