Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 12. fundur. 12.04.2011

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
12. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 12. apríl 2011 kl. 13:30.

Fundinn sátu:
Guðmundur Stefán Bjarnason, Helga Kvam, Anna Fr. Blöndal, Eiríkur Hauksson, Telma B. Þorleifsdóttir og Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar

Dagskrá:

1.  1104011 - Ársreikningur 2010 og endurskoðun
Lagður fram ársreikningur fyrir árið 2010 og niðurstöður endurskoðunar. Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi sat fundinn og fór yfir helstu tölur í ársreikningi. Vísað til síðari umræðu.

2.  1104008 - Framkvæmdir og fjárfestingar árið 2011
Umræður um framkvæmdaverkefni ársins 2011 og fjárfestingar. Lagt var fram minnisblað um framkvæmdaverkefni. Ákveðið var að klára gámaplan við Ráðhúsið og ganga frá leiksvæði við leik- og grunnskóla.

  • Sveitarstjórn felur skólastjóra að byrja að skoða möguleika á endurnýjun tölvubúnaðar skólans.
  • Lögð var fram kostnaðaráætlun v. bifreiðar f. sveitarstjóra þar sem rekstrarleigusamningur vegna Toyota Yaris rann út 11.04.2011. Samþykkt að ganga til samninga við Bílaleigu Akureyrar varðandi Suzuki SX4 4x4. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningi við Bílaleiguna.
  • Rætt var um klippingu runna á skólalóð. Ákveðið að bjóða Björgunarsveitinni að vinna verkið í fjáröflunarskyni, haft verður samband við formann björgunarsveitarinnar.
  • Málning og fúavörn á sparkvelli, ákveðið hefur verið að UMF Æskan vinni verkið til fjáröflunar. Sveitarstjóra falið að hafa sambandi við formann Æskunnar.
  • Kantsteinar hafa komið illa undan vetri og nauðsynlegt að lagfæra þá. Sveitarstjóra falið að skoða kostnað við "raðsteina" til að lagfæra kantsteinana.

3.  1104009 - Vinnuskóli 2011
Lögð fram gildandi samþykkt um vinnuskóla. Lítilsháttar orðalagsbreytingar gerðar á samþykktinni. Sveitarstjóra falið að auglýsa eftir flokksstjóra fyrir vinnuskólann.

4.  1104016 - Sumarstörf fyrir námsmenn 2011
Lögð var inn umsókn um styrk til vinnumálastofnunar vegna sumarstarfa námsmanna. Stofnunin hefur samþykkt að greiða fyrir allt að fimm starfsmenn. Sveitarstjóra falið að hafa samband við Vinnumálastofnun um framhaldið.

5.  1104007 - Ósk um endurnýjun samstarfssamnings
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá við Minjasafnið.

6.  1102016 - Innritunarreglur leikskóla 2011*
Sveitarstjórn samþykkir heimild til skólastjóra í Leikskólanum Álfaborg að veita börnum leikskóladvöl ef skipulag skólastarfs leyfir án þess að bætt sé við starfsfólki eða aukið við starfshlutföll. Sett verði sem skilyrði að barnið sé farið að ganga. Að öðru leiti gildi sömu reglur við innritun yngri og eldri barna.

7.  1103018 - Samþykkt um styrkveitingar Svalbarðsstrandarhrepps
Farið var yfir fyrirliggjandi tillögur og gerðar lítilsháttar breytingar. Samþykktin verður birt á heimasíðu Svalbarðsstrandarhrepps.

8.  1103031 - Stofnkostnaðarframlag vegna Menntaskólans á Tröllaskaga
Jóni Hróa falið að klára málið.

9.  1104005 - Ósk um þátttöku í stofnkostnaði við pappírstætara
Sveitarstjórn hafnar erindinu og tekur undir bókun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar frá 01.03.2011

10.  1103017 - Niðurgreiðsla daggæslu hjá dagforeldrum
Reglur ræddar og gerðar lítilsháttar breytingar á þeim. Reglur samþykktar með áorðnum breytingum. Gjaldskrá óbreytt fram til áramóta.

11.  1103037 - Erindi Æskunnar um afreksstefnu Svalbarðsstrandarhrepp
Sveitarstjórn hafnar erindinu. Sveitarstjóra falið að svara bréfritara.

12.  1104013 - Beiðni um styrk vegna þátttöku í Gautaborgarleikunum 6.-13. júlí 2011
Samþykkt veita styrk upp á kr.10.000,-

13.  1104012 - Ósk um innheimtu fyrir foreldrafélag Álfaborgar
Samþykkt að verða við þessari ósk foreldrafélagsins í eitt ár til reynslu.

14.  1103034 - Rekstrarstyrkur til Safnasafnsins fyrir árið 2011
Sveitarstjóra falið að greiða út rekstrarstyrk til Safnasafnsins þann 1. júní samkv. fjárhagsáætlun.

15.  1104001 - Beiðni um umsögn vegna breytingar á rekstrarleyfi (Bjarnargerði)
Eiríkur H. Hauksson vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til að  gera athugasemdir við umsóknina.

16.  1103032 - Beiðni um umsögn vegna útgáfu rekstrarleyfis
Sveitarstjórn bendir á að húsið er skráð íbúðarhús, en gerir ekki athugasemdir, að öðruleyti, við umsóknina.

17.  1104001F - Skipulagsnefnd - 5
Sveitarstjórn hefur fjallað um niðurstöður Skipulagsnefndar í einstökum liðum og afgreiðir á eftirfarandi hátt:

17.1. 1103025 - Deiliskipulag Frístundabyggðar í landi Sólbergs
Til viðbótar við athugasemdir Skipulagsnefndar mælist Sveitarstjórn til að stærðir húsa og mænishæð taki mið af skipulagi Heiðarbyggðar.

17.2. 1103026 - Umsókn um skipulagsheimild til byggingar sumarhúss á Háamel
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu Skipulagsnefndar.

17.3. 1104006 - Deiliskipulag lóða í landi Halllands
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu Skipulagsnefndar.

17.4. 1102002 - Umsókn um frávik frá gildandi deiliskipulagi
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu Skipulagsnefndar.

17.5. 1101006 - Deiliskipulag fyrir Sunnuhlíð
Sveitarstjórn staðfestir niðurstöðu Skipulagsnefndar.

18.  1104003F - Kjörstjórn - 3
Fundargerð staðfest.

18.1. 1103035 - Þjóðaratkvæðagreiðsla um lög nr. 13/2011 þann 9. apríl 2011
Bókun staðfest.

19.  1103024 - Fundargerð 133. fundar HNE
Lagt fram til kynningar.

20.  1104017 - Fundargerð 785. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

Viðbót við boðaða dagskrá:

21.  1104015 - Samningur um leigu á lóð fyrir gámaplan
Tekið á dagskrá með öllum greiddum atkvæðum. Eiríkur H. Hauksson vék af fundi undir þessum lið. Samingurinn kynntur. Sveitarstjóra falið klára samninga við landeigendur varðandi leiguverð lóðarinnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45.

*Í bókun um 6. lið í fundargerðinni kemur ekki fram að heimildin gildir um börn sem orðin eru 16 mánaða gömul eins og um var rætt á fundi sveitarstjórnar og eins og fram kemur í inngangi málsins í fundarboði: „Á 6. fundi skólanefndar var sveitarstjóra og leikskólastjóra falið að gera tillögu að orðun innritunarreglna sem opnuðu á möguleika á að taka inn yngri börn en núverandi reglur segja til um. Lagt er til að sveitarstjórn samþykki heimild til handa leikskólastjóra til að veita börnum leikskóladvöl, allt niður í 16 mánaða aldur ef skipulag skólastarf leyfir án þess að bætt sé við starfsfólki eða aukið við starfshlutföll. Sett verði sem skilyrði að barnið sé farið að ganga. Að öðru leiti gildi sömu reglur við innritun yngri og eldri barna.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is