Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 13. fundur, 03.05.2011

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
13. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 3. maí 2011 kl. 18:00.

Fundinn sátu:
Guðmundur Stefán Bjarnason, Helga Kvam, Anna Fr. Blöndal, Eiríkur Hauksson, Telma B. Þorleifsdóttir og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.  1104007F - Skólanefnd - 8
Fundargerð staðfest á 13. fundi sveitarstjórnar þann 28. apríl 2011

        1.1.  1103027 - Skipulag skólastarfs í Valsárskóla
        Afgreiðsla nefndar staðfest af sveitarstjórn á 13. fundi hennar þann 28. apríl 2011.
    
2.   1104007F - Skólanefnd - 9
Sveitarstjórn staðfestir fundargerð skólanefndar og samþykkir þær tillögur sem þar voru lagðar fram af Einari Má Sigurðssyni skólastjóra Valsárskóla og Jóni Hróa Finnssyni sveitarstjóra varðandi breytingar á skólastarfinu. Formaður skólanefndar gerði grein fyrir tillögunum. Samkvæmt þeim er lagt  til að staða aðstoðarskólastjóra verði lögð niður og stöðugildum kennara fækkað um 2.5 Heildarfækkun stöðugilda verður 3. Sveitarstjórn samþykkir þessar breytingar. Skólastjóri gerir starfsmönnum skólans grein fyrir fyrirhuguðum breytingum. 

        2.1.  1103027 - Skipulag skólastarfs í Valsárskóla
        Afgreiðsla nefndar staðfest af sveitarstjórn á 13. fundi hennar þann 28. apríl 2011.
   
3.  1105005 - Fulltrúi Svalbarðsstrandarhrepps á aðalfund AFE 4. maí 2011
Lagt var til að Eiríkur H. Hauksson verði fulltrúi sveitarfélagsins í AFE út kjörtímabilið og var það samþykkt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is