Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 15. fundur 30.05.2011

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
15. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 30. maí 2011 kl. 20:00.

Fundinn sátu: Guðmundur Stefán Bjarnason, Helga Kvam, Anna Fr. Blöndal, Eiríkur Hauksson, Telma B. Þorleifsdóttir og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.  1105003F - Skipulagsnefnd - 6. fundur.
Fundargerð staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2011.

1.1. 1105024 - Breytingar á vinnsluhúsnæði Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2011.
 
1.2. 1105028 - Ósk um breytingu á skilmálum deiliskipulags Sunnuhlíðar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2011.
 
1.3. 1105026 - Ósk um leyfi til að gera jarðhýsi úr gámi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2011.
 
1.4. 1103004 - Stækkun byggingarreits og aukning byggingarmagns í Halllandsnesi.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2011.
 
1.5. 1104031 - Umsókn um skipulagsheimild vegna byggingar sumarhúss í landi Geldingsár.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2011.
 
1.6. 1105032 - Umsókn um leyfi fyrir plastdúkahúsi við vinnsluhús Kjarnafæðis.
Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2011.

2.  1105004F - Skólanefnd - 10. fundur
Fundargerð staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2011.

2.1. 1105036 - Ráðning skólastjóra við Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar.
Helga Kvam vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar. Að fengnum tilmælum frá skólanefnd samþykkir sveitarstjórn að ráða Helgu Kvam í stöðu skólastjóra við Tónlistarskólann.
 
2.2. 1105037 - Skóladagatal Valsárskóla 2011-2012.
Afgreiðsla staðfest á 15. fundi sveitarstjórnar 30. maí 2011.
 
2.3. 1105038 - Tillögur að breytingum á fyrirkomulagi félagsstarfs fyrir börn og unglinga.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólastjóra og skólanefndar um að fella félagsstarf undir Valsárskóla.
   
3.  1105039 - Fulltrúi Svalbarðsstrandarhrepps á aðalfundi Flokkunar Eyjafjarðar.
Gerð var tillaga um að Eiríkur H. Hauksson verði fulltrúi sveitarfélagsins á aðalfundi Flokkunar og var það samþykkt.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 21.00.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is