Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 16. fundur 14.06.2011

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
16. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 14. júní 2011 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Stefán Bjarnason, Helga Kvam, Eiríkur Hauksson, Sandra Einarsdóttir, Stefán H. Björgvinsson og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði:  Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  1106006 - Kjör oddvita og varaoddvita 2011-2012.
Samkvæmt 15. gr. í samþykktum um stjórn og fundarsköp í Svalbarðsstrandar¬hreppi skal kjósa oddvita og varaoddvita árlega til eins árs í senn.
Guðmundur Bjarnason var einróma endurkjörinn oddviti og Helga Kvam var endurkjörin sem varaoddviti, sömuleiðis einróma.

2.  1104008 - Framkvæmdir og fjárfestingar árið 2011.
Sveitarstjóri fór yfir stöðuna varðandi framkvæmdir sumarsins. Rætt um yfirborðsfrágang á gámasvæði, framkvæmdir við kirkjugarð, stígagerð, skilti við sveitarfélagamörk og girðingar í sveitinni. Eiríkur lagði til að sveitarfélagið láti fjarlægja ónýtar og óþarfar girðingar á sínu landi. Sveitarstjóra falið að senda dreifibréf á landeigendur.
Sveitarstjóra falið að kanna verð á malbiki við gámaramp og kostnað við stígagerð á milli Smáratúns og Laugartúns og að Smáratúni 16 a og b. Mikilvægt er að haft verði samráð við eigendur íbúðanna. Samþykkt að kaupa fjögur skilti F18.21 skv. reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra nr. 289/1995 á sveitarfélagsmörkin.     

3.  1106001 - Dreifibréf um öryggi á sundstöðum.
Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um öryggi á sundstöðum. Rætt um öryggismál sundlaugar. Sveitarstjórn leggur áherslu á að öryggisreglum sé fylgt í einu og öllu og að fyllsta öryggis sé gætt. Mikilvægt er að tilskilinn skyndi¬hjálparbúnaður sé til staðar og að umsjónarmaður sundlaugarinnar standist þau próf sem kveðið er á um í reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum nr. 814/2010.
Ákveðið að hætta gjaldtöku á opnunartíma til að umsjónarmaður geti einbeitt sér að eftirliti.

 Eiríkur vék af fundi.

4.  1104015 - Samningur um leigu á lóð fyrir gámaplan.
Lögð fram drög að samningi við Veigastaði ehf. um leigu á lóð fyrir gámaplan í Kotabyggð. Leiguverð hefur verið lækkað í 63.008,- og viðmiðunarvísitala er nú neysluvísitala í stað byggingarvísitölu.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög.

Eiríkur kom aftur inn á fundinn.

5.  1105031 - Trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók sveitarstjórnar.

6.  1105035 - Aðalskipulag Grýtubakkahrepps til umsagnar.
Borist hefur bréf frá Grýtubakkahreppi þar sem bent er á verkefnislýsingu skipulagsáætlunar sem birt hefur verið á vef sveitarfélagsins og gefinn kostur á að skila athugasemdum við verkefnislýsininguna.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við verkefnislýsinguna.

Jón Hrói vék af fundi.

7.  1106011 - Leigusamningur vegna leigu á íbúð í Valsárskóla.
Lögð fram drög að leigusamningi vegna leigu sveitarstjóra á íbúð í Valsárskóla. Gert er ráð fyrir tímabundinni leigu til eins árs.
Sveitarstjórn felur Guðmundi að ganga frá leigusamningi.

Jón Hrói kom aftur inn á fundinn.

8.  1106010 - Þátttaka í útboði á þjónustu verktaka í iðnaði á landsvísu.
Ríkiskaup hyggjast bjóða út þjónustu verktaka í blikksmíði, málun, málmiðnaði (aðrir en blikksmiðir), múrverki, pípulögnum, rafiðnaði, trésmíði, dúklagningarmanna og veggfóðrara og garðyrkjumeistara.
Sveitarstjórn ákveður að taka ekki þátt í útboðinu.

9.  1106012 - Samningur við Gámaþjónustu Norðurlands um hreinsun rotþróa.
Samningur um hreinsun rotþróa sem Svalbarðsstrandarhreppur er aðili að framlengist sjálfkrafa um eitt ár verði honum ekki sagt upp fyrir 19. júní.
Sveitarstjórn ákveður að segja upp samningnum og bjóða út að nýju. 

10.  1105020 - Beiðni um styrk til Aflsins fyrir árið 2011.
Í bréfi dagsettu 4. maí, óskar Sæunn Guðmundsdóttir fyri hönd Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi, eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2011.
Samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr. 25.000,-. Þar sem láðst hefur að gera ráð fyrir styrknum á fjárhagsáætlun skal útgjöldunum mætt með lækkun á eigin fé. Sveitarstjórn beinir því til bréfritara að samkvæmt samþykkt um styrkveitingar Svalbarðsstrandarhrepps 2011 skal sótt um styrki í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar.

11. 1106013 - Losun ruslagáma og umhirða á gámasvæði í Kotabyggð.
í bréfi dagsettu 3. júní 2011 kvartar Anna María Jóhannsdóttir, fyrir hönd Hálandafélagsins yfir ónógri tíðni losana á sorpgámi á gámasvæðinu í Kotabyggð og slæmri umhirðu.
Bréf kynnt. Sveitarstjóri fór yfir þær ráðstafanir sem gerðar hafa verið.

12. 1105021 - Fundargerð 135. fundar HNE frá 11. maí 2011.
Fundargerð 135. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra lögð fram til kynningar ásamt fylgibréfi þar sem m.a. er hvatt til skipulegrar hreinsunar rotþróa og bent á skyldu verktaka til að vekja athygli á því ef úrbóta er þörf.
Fundargerð kynnt. 

13. 1106003 - Fundargerð 787. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27. maí 2011.
Fundargerð kynnt.

14. 1106014 - Samstarfssamningur sveitarfélaga í Eyþingi um menningarmál.
Samþykkt samhljóða að málið sé tekið á dagskrá.
Lagður fram samningur um samstarf í menningarmálum.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn.

15. 1103004 - Stækkun byggingarreits og aukning byggingarmagns í Halllandsnesi.
Samþykkt samhljóða að málið sé tekið á dagskrá.
Rætt um umsókn Þrastar Sigurðssonar fyrir hönd Bravo ehf. um breytingar á húsbyggingu í Halllandsnesi.
Þar sem leyfi hefur þegar verið veitt fyrir byggingu fjögurra íbúða orlofshúss má líta svo á að þegar sé komið samþykki fyrir fyrirhugaðri starfsemi á umræddri lóð. Þar sem vilji sveitarstjórnar og skipulagsnefndar til að leyfa breytingarnar á byggingunni liggur fyrir, samþykkir sveitarstjórn að leita eftir meðmælum skipulagsstofnunar með útgáfu byggingarleyfis skv. 1. tl. bráðabirgðaákvæða skipulagslaga nr. 123/2010.

16. 1106015 - Húsnæðismál í Svalbarðsstrandarhreppi.
Samþykkt samhljóða að taka málið á dagskrá.
Umræður sköpuðust um húsnæðismál í Svalbarðsstrandarhreppi. Skortur virðist vera á hentugu leiguhúsnæði í sveitarfélaginu. Rætt um mögulegar lausnir, þ.á.m. húsbyggingar og íbúðakaup. Sveitarstjóra falið að skoða málið samkvæmt umræðum sveitarstjórnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

 

 

 


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is