Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 17. fundur 12.07.2011

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
17. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 12. júlí 2011 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason, Helga Kvam, Anna Fr. Blöndal, Eiríkur H. Hauksson, Telma Brim. og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari.

Dagskrá:

1.

1107007 - Dagsetning gangna 2011

 

Máni Guðmundsson, gangnastjóri, hefur ákveðið dagsetningu gangna haustið 2011. Göngur að þessu sinni verða laugardaginn 10. september.

 

Lagt fram til kynningar.

2.

1104008 - Framkvæmdir og fjárfestingar árið 2011

 

Sveitarstjóri fór yfir stöðuna varðandi framkvæmdir sumarsins. Rætt var um framkvæmdir við kirkjugarð, yfirborðsfrágang á gámaplani og skilti á sveitarfélagsmörk.

 

Jón Hrói fór yfir stöðu mála. Hann gerði grein fyrir að rampurinn yrði steyptur innan skamms en eftir er að ganga frá verði í rafmagnshlutann. Eftir er að ganga frá yfirborði svæðisins og eftir er að fá tilboð í malbikið. Kirkjugarðurinn er í biðstöðu. Búið er að senda fyrirspurn á skiltagerð en ekki hefur borist svar frá þeim aðila. Eftir er að gera samning við Æskuna um að mála staura í kringum sparkvöllinn og eins er með hellulögnina á leiksvæðinu hún er í biðstöðu enn sem komið er.

Varðandi útboð á malbikun gámasvæðis er sveitarstjóra falið að leita tilboða og semja við verkataka um verkið.

Sveitarstjórn leggur mikla áherslu á að lagfæringar á hellulögn við skólann verði búnar fyrir skólabyrjun og eins að lagfæringar á leikskólalóð verði kláraðar fyrir 8. ágúst.

3.

1101005 - Samstarfssamningur um embætti byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis

 

Lögð fram drög að samningi um samstarf um rekstur Byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðarsvæðis. Drögin hafa verið rædd og samþykkt í framkvæmdastjórn embættisins sbr. lið 14, sem og í sveitarstjórnum Grýtubakkahrepps og Hörgársveitar.

 

Jón Hrói gerði grein fyrir drögunum og þau voru rædd. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

4.

1107017 - Ósk um viðræður um endurnýjun styrktarsamnings

 

Fyrir hönd Gásakaupstaðar ses. óskar Guðmundur Sigvaldason eftir viðræðum um samning um stuðning við starfsemi félagsins að Gásum vegna fjárhagsársins 2012.

 

Sveitarstjórn samþykkir að funda með forsvarsmönnum Gásakaupstaðar. Sveitarstjóra falið að finna fundartíma.

5.

1105004 - Samþykkt um búfjárhald 2011

 

Lögð fram fyrstu drög að samþykkt um búfjárhald í Svalbarðsstrandarhreppi, þar sem gert er ráð fyrir vörsluskyldu eigenda búfjár og heimildum til handa sveitarstjórnar til að gera við girðingar á kostnað landeigenda sem ekki sinna skyldum sínum. Drögin eru byggð á drögum að samþykkt um búfjárhald í Eyjafjarðarsveit, en nafni sveitarfélagsins hefur verið skipt úr. Hugsað sem grundvöllur fyrstu umræðu um málið.

 

Jón Hrói kynnti drögin frá Eyjafjarðarsveit. Jóni Hróa og Guðmundi er falið að fara yfir drögin og gera tillögu að samþykkt um búfjárhald í Svalbarðsstrandarhreppi.

6.

1107022 - Styrktarsjóður EBÍ og fulltrúaráðsfundur EBÍ 2011.

 

Í bréfi dagsettu 4. júlí 2011 tilkynnir Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands um ráðstöfun framlaga sjóðsins árið 2011 og um dagsetningu fulltrúaráðsfundar sem haldinn verður þann 12. október n.k.

 

Lagt fram til kynningar.

7.

1107019 - Afskriftarbeiðni vegna opinberra gjalda

 

Borist hefur beiðni um afskriftir fyrndrar kröfu vegna opinberra gjalda frá Sýslumannsembættinu á Akureyri.

 

Eríkur H. Hauksson vék af fundi undir þessum lið. Samþykkt að verða við kröfunni.

8.

1107023 - Þátttaka ungmenna í VII. umhverfisþingi 14. október 2011.

 

Í bréfi dagsettu 4. júlí 2011 hvetur Svandís Svavarsdóttir til þátttöku fulltrúa ungmenna í sveitarfélögum á VII. umhverfisþingi sem haldið verður á Selfossi í október. Þátttaka ungmenna er samkvæmt bréfinu á ábyrgð sveitarfélaga.

 

Erindinu vísað til skólanefndar og umhverfisnefndar.

9.

1104023 - Uppbygging vatnsveitu í tengslum við Vaðlaheiðargöng

 

Lögð fram drög Norðurorku að samningi um aðkomu Svalbarðsstrandarhrepps að uppbyggingu á vatnsveituæðar frá núverandi lögn frá Garðsvík að lögnum um byggðina í suðurhluta sveitarfélagsins.

 

Farið var yfir samskipti og samningsdrög frá Norðurorku.

Sveitarstjórn er tilbúin að leggja 5 milljónir í vatnsveituframkvæmdirnar og þá séu fjórir brunahanar og uppsetning þeirra sé inni í tölunni. 

10.

1104015 - Samningur um leigu á lóð fyrir gámaplan

 

Lögð fram drög að samningi við Veigastaði ehf. um leigu á lóð undir gámaplan í Kotabyggð. Sveitarstjóri vekur athygli á grein 5, þar sem kveðið er á um að Svalbarðsstrandarhreppur haldi við vegi frá gámasvæði að Veigastaðavegi. Þetta atriði hefur ekki verið rætt sérstaklega í sveitarstjórn, en felur í sér talsverða skuldbindingu fyrir sveitarfélagið.

 

Eiríkur vék af fundi undir þessum lið. Liður 5 í samningnum var tekinn til umfjöllunar. Sveitarstjórn samþykkir samninginn eins og hann liggur fyrir og felur sveitarsjóra að ganga til samninga við Veigastaði ehf.

11.

1107020 - Ósk um stofnframlag til Specialisterne á Íslandi

 

Specialisterne á Íslandi (Sérfræðingarnir ses.) óska eftir stofnframlagi frá svalbarðsstrandarhreppi sem nemur 50 kr. á hvern íbúa. Tilgangur félagsins er að búa einstaklinga með einhverfu undir þátttöku í atvinnulífinu.

 

Afgreiðslu frestað.

12.

1107001F - Skipulagsnefnd - 7

 

Fundargerð staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011.

 

12.1.

1107002 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi í Sunnuhlíð

 

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011. Fulltrúar í sveitarstjórn eru sammála bókun skipulagsnefndar varðandi Aðalskipulag.

 

12.2.

1105027 - Hjólreiðastígur meðfram þjóðvegi 1

 

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011. Sveitarstjórn samþykkir að lega stígsins verði hönnuð og sveitarstjóra falið að koma því máli áfram.

 

12.3.

1107001 - Ósk um breytingu á staðsetningu rotþróar

 

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011.

 

12.4.

1107006 - Ósk um heimild til að steypa plötu með frávikum frá gildandi byggingarleyfi

 

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011. Sveitarstjórn mælist til að sveitarstjóri og formaður skipulagsnefndar fundi með byggingarnefnd vegna Halllandsness.

 

12.5.

1106009 - Breyting á aðalskipulagi í Halllandsnesi

 

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011.

 

12.6.

1107005 - Umsókn um byggingarleyfi vegna byggingar geymsluskúrs að Vaðlaborgum 16

 

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011.

 

12.7.

1107003 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Vaðlaheiðarganga

 

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011.

 

12.8.

1105032 - Umsókn um leyfi fyrir plastdúkahúsi við vinnsluhús Kjarnafæðis

 

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011.

13.

1107003F - Skipulagsnefnd - 8

 

Fundargerð staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011.

 

13.1.

1107014 - Ósk um staðfestingu á túlkun á deiliskipulagsskilmálum fyrir Vaðlabrekku.

 

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011.

 

13.2.

1107012 - Ósk um tilfærslu byggingarreits á lóð nr. 34 í Kotabyggð

 

 

Eiríkur H. Hauksson fyrigaf fundinn undir þessum lið. Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011. Sveitarstjórn tekur fram að með afgreiðslu skipulagsnefndar er ekki verið að taka endanlega afstöðu til flutnings byggingarreitsins. Afgreiðslu erindisins er því frestað.

 

13.3.

1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar

 

 

Eiríkur H. Hauksson fyrigaf fundinn undir þessum lið. Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011. Sveitarstjórn er jákvæð fyrir því að þessi þróun úr sumarhúsabyggð í íbúðabyggð fari af stað, en bendir á að skoða þarf hvar og hvernig kostnaður við breytinguna fellur. Sveitarstjóra er falið að koma þeirri vinnu af stað. Einnig tekur sveitarstjórn fram að ekki er verið að taka endanlega afstöðu til lóða sem nefndar eru í bókuninni.

 

13.4.

1107003 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna Vaðlaheiðarganga

 

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011.

 

13.5.

1105032 - Umsókn um leyfi fyrir plastdúkahúsi við vinnsluhús Kjarnafæðis

 

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011.

 

13.6.

1106022 - Framkvæmdir í landi Tungu

 

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011.

 

13.7.

1107027 - Umsókn um leyfi til byggingar svefnskála í Silfurtunglinu í landi Halllands

 

 

Afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011.

14.

1107011 - Vorfundur framkvæmdastjórnar Byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis 2011.

 

Fundargerð vorfundar framkvæmdastjórnar byggingarfulltrúa Eyjafjarðarsvæðis ásamt ársreikningi embættisins fyrir árið 2010 lögð fram til kynningar og/eða samþykktar.

 

Lagt fram til kynningar.

15.

1107024 - Fundargerð 82. fundar byggingarnefndar Eyjafjarðar frá 5. júlí 2011.

 

Þar sem fundir byggingarnefndar eru aðeins leiðbeinandi, sökum umboðsleysis nefndarinnar þar til samningar hafa verið staðfestir af sveitarstjórnum og í umhverfisráðuneyti, er fundargerð nefndarinnar lögð fram til kynningar. Formlegt afgreiðsluvald er í höndum byggingarfulltrúa skv. nýjum mannvirkjalögum.

 

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu liða 1 til 4.

16.

1106018 - Fundargerð 222. fundar stjórnar Eyþing frá 31. maí 2011.

 

Fundargerð 222. fundar stjórnar Eyþings frá 31. maí lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

17.

1107021 - Fundargerð 136. fundar HNE frá 15. júní 2011.

 

Fundargerð 136. fundar HNE lögð fram til kynningar. Í fylgibréfi er vakin sérstök athygli á lið nr. 3 í fundargerðinni um skyldur sveitarfélaga í fráveitumálum.

 

Lagt fram til kynningar.

18.

1105014 - Fundargerð 786. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. apríl 2011.

 

Fundargerð lögð fram til kynningar.

 

Lagt fram til kynningar.

 Eftirtöldum liðum var bætt á dagskrá fundarins með samþykki fundarmanna:

19.

1107015 - Bjarnargerði - Ósk um umsögn um breytingu á rekstrarleyfi

 

Sýslumaðurinn á Akureyri óskar eftir umsögn sveitarstjórnar um umsókn Bjarneyjar Bjarnadóttur f.h. Bjarnargerðis ehf. um breytingu á flokkun rekstrarleyfis úr gististaðaflokki III í gististaðaflokk IV.

 

Eiríkur H. Hauksson yfirgaf fundinn undir þessum lið. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfisins.

20.

1106015 - Húsnæðismál í Svalbarðsstrandarhreppi

 

Sveitarstjóri hefur kannað möguleika á kaupum á íbúð í Laugartúni.

 

Jón Hrói gerði grein fyrir athugunum varðandi íbúðir á Svalbarðseyri - þ.e. í Laugatúni.

21.

1107025 - Umsókn um nafn á fasteign að Heiðarholti 1.

 

Í bréfi dagsettu 8. júlí 2011 óskar Linda Steingrímsdóttir eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir því að fasteign nr. 23150663-001 á lóð nr. 1 í Heiðarholti fái nafnið "Heiðarhöll". Til vara óskar hún eftir nafninu "Heiðarbrekka".

 

Sveitarstjórn samþykkir umsókn um nafnið "Heiðarhöll".

22.

1107013 - Árleg úttekt HNE á sundlaug

 

Í árlegri úttekt heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits var gerð athugasemd við útleigu laugar án eftirlits.

 

Sundlaugin og útleigureglur varðandi hana, hefur verið hluti af menningarlífi Svalbarðastrandarhrepps til áratuga. Ef ekki verður leyfilegt að nýta hana á sama hátt og áður þýðir það breytingu á þeim hefðum til hins verra og yrðu það mikil vonbrigði fyrir íbúa sveitarfélagsins.  Sveitarstjóra falið að sækja um undanþágu fyrir áframhaldandi útleigu eftir lokun laugarinnar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is