Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 20. fundur 30.08.2011

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
20. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 30. ágúst 2011 kl. 20:00.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason, Helga Kvam, Eiríkur H. Hauksson, Telma Brim., Sandra Einarsdóttir og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði:  Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  1106004 - Bann við akstri vélknúinna ökutækja á lóð Valsárskóla
Sveitarstjóri leggur til að akstur vélknúinna ökutækja verði bannaður á skólalóð Valsárskóla og sett upp bannmerki því til áréttingar.
Sveitarstjórn er sammála sveitarstjóra um að hamla eigi umferð um skólalóðina og beina umferð vélknúinna ökutækja annað. Sveitarstjórn telur þó að skilti hafi takmörkuð áhrif og mælist til þess að leiðum verði lokað.
   
2.  1108009 - Fyrirkomulag snjómoksturs 2011
Samningur við Marin ehf. um snjómokstur rennur út þann 14. september 2011. Ákveða þarf hvernig staðið skuli að vali á verktaka í snjómokstri.
Þar sem áætlaður kostnaður við snjómokstur er undir viðmiðunarfjárhæðum vegna útboðsskyldu felur sveitarstjórn sveitarstjóra að leita verða í snjómokstursþjónustu á Svalbarðseyri meðal verktaka í sveitarfélaginu.

3.  1108014 - Uppfærsla vefumsjónarkerfis
Stefna ehf. hefur, að beiðni sveitarstjóra, gert tilboð í uppfærslu vefumsjónarkerfis og endurhönnun viðmóts.
Umræðum frestað.
   
4.  1108023 - Fjárhagsyfirlit janúar til júní.
Lagt fram yfirlit yfir stöðu fjármála Svalbarðsstrandarhrepps eftir fyrstu 6 mánuði ársins.
Sveitarstjórn óskar eftir ítarlegra yfirliti yfir fjárhagsstöðu sveitarfélagins en lagt var fram á fundinum.
   
5.  1104008 - Framkvæmdir og fjárfestingar árið 2011
Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir ársins.
Framkvæmdir eru hafnar við gúmmíhellulögn á leiksvæðinu við Valsárskóla og raflagnir á gámasvæði við ráðhúsið. Tilboði Rafeyrar í raflagnir á gámasvæðinu var tekið. Settar verða brunalokur í loftunargöt í þakrými í Valsárskóla á næstunni til að koma til móts við athugasemdir eldvarnareftirlits. Framkvæmdum af hálfu sveitarfélagsins við kirkjugarðinn er að ljúka.
   
6.  1108018 - Áætlun um verndun og orkunýtingu landsvæða til umsagnar
Í bréfi frá iðnaðarráðuneyti dagsettu 19. ágúst 2011 er sveitarstjórn boðið að gefa umsögn um tillögu til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Lagt fram til kynningar. Ekki þykir ástæða til að veita umsögn.
   
7.  1108003F - Skipulagsnefnd - 10
Fundargerð 10. fundar Skipulagsnefndar frá 4. ágúst staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst.

7.1. 1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
Afgreiðsla 10. fundar Skipulagsnefndar frá 4. ágúst staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst.
 
7.2. 1105032 - Umsókn um leyfi fyrir plastdúkahúsi við vinnsluhús Kjarnafæðis
Afgreiðsla 10. fundar Skipulagsnefndar frá 4. ágúst staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst.

8.  1108006F - Skipulagsnefnd - 11
Fundargerð 11. fundar Skipulagsnefndar frá 29. ágúst 2011 staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst 2011.

8.1. 1107002 - Beiðni um frávik frá deiliskipulagi í Sunnuhlíð
Afgreiðsla 11. fundar Skipulagsnefndar frá 29. ágúst 2011 staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst 2011.
 
8.2. 1108005 - Umsókn um byggingarleyfi vegna aðstöðuhúss
Afgreiðsla 11. fundar Skipulagsnefndar frá 29. ágúst 2011 staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst 2011.
 
8.3. 1108022 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna vatnsveituæðar á Svalbarðsströnd
Afgreiðsla 11. fundar Skipulagsnefndar frá 29. ágúst 2011 staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst 2011. Sveitarstjórn ákveður að framkvæmdaleyfisgjald skuli vera kr. 51.000.
 
8.4. 1105032 - Umsókn um leyfi fyrir plastdúkahúsi við vinnsluhús Kjarnafæðis
Afgreiðsla 11. fundar Skipulagsnefndar frá 29. ágúst 2011 staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst 2011.
 
8.5. 1108006 - Umsókn um leyfi fyrir geymsluskúr
Afgreiðsla 11. fundar Skipulagsnefndar frá 29. ágúst 2011 staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst 2011.
 
8.6. 1108029 - Erindi um deiliskipulag Svalbarðseyrar
Afgreiðsla 11. fundar Skipulagsnefndar frá 29. ágúst 2011 staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst 2011.
   
9.  1108004F - Skólanefnd - 11
Fundargerð 11. fundar Skólanefndar frá 30. ágúst 2011 staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst 2011.

9.1. 1108024 - Starfsemi tónlistarskóla Svalbarðsstrandar 2011-2012
Afgreiðsla 11. fundar Skólanefndar frá 30. ágúst 2011 staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst 2011. Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrárbreytingar og áréttar að systkinaafsláttur er veittur af lægri gjöldum.
 
9.2. 1108026 - Starfsemi leikskólans Álfaborgar 2011-2012
Afgreiðsla 11. fundar Skólanefndar frá 30. ágúst 2011 staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst 2011. 
 
9.3. 1108025 - Starfsemi Valsárskóla 2011-2012
Afgreiðsla 11. fundar Skólanefndar frá 30. ágúst 2011 staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst 2011. Sveitarstjórn leggur áherslu á að það fæði sem stendur börnum til boða í skólum sveitarfélagsins sé heilsusamlegt og að leiðbeiningum Lýðheilsustöðvar sé fylgt.  Sveitarstjórn samþykkir að hækka gjöld fyrir skólavistun um 4%.
 
9.4. 1108008 - Framlenging samnings um skólaaksturs
Afgreiðsla 11. fundar Skólanefndar frá 30. ágúst 2011 staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst 2011.
 
9.5. 1108003 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 2011-2012
Afgreiðsla 11. fundar Skólanefndar frá 30. ágúst 2011 staðfest á 20. fundi Sveitarstjórnar þann 30. ágúst 2011.
 
10.  1108027 - Forgangsröðun samgönguverkefna
Í brefi Eyþings, dagsettu 13. júlí 2011, er óskað eftir tillögu sveitarstjórnar að 2-3 forgangsverkefnum í samgöngumálum á starfssvæði Eyþings. Í bréfinu er gefinn frestur til 25. ágúst, en hann hefur fengist framlengdur.
 Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps bendir á mikilvægi styttingar hringvegarins með Svinvetningaleið, að markvisst verði unnið að því að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegum á starfssvæðinu og að Dettifossleið vestri verði kláruð niður að Ásbyrgi.
   
11.  1107028 - Yfirlitsskýrsla um sjóvarnir á Svalbarðseyri
Í bréfi Siglingastofnunar dagsettu 12. júlí er óskað eftir athugasemdum við áætlun um sjóvarnir í Svalbarðsstrandarhreppi, skv. meðfylgjandi drögum.
 Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.
 
12.  1108030 - Trúnaðarmál
Skráð í trúnaðarmálabók sveitarstjórnar.
   
13.  1108031 - Athugasemdir við vinnubrögð Norðurorku við útboð á vatnslögn í Sveitarfélaginu
Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Sveitarstjórn gerir athugasemdir við framkvæmd útboðs Norðurorku á framkvæmdum við vatnslögn i Svalbarðsstrandarhreppi.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skrifa stjórn Norðurorku bréf samkvæmt umræðunum á fundinum.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 01:30.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is