Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn. 22. fundur 08.11.2011

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
22. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 8. nóvember 2011 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason, Helga Kvam, Anna Fr. Blöndal, Sandra Einarsdóttir, Stefán H. Björgvinsson og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.  1104018 - Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011
Umræður um endurskoðun fjárhagsáætlunar ársins 2011.
Farið yfir drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2011.
Tekjur aðalsjóðs eru áætlaðar 211.992 þ.kr.
Þar af er framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga áætlað kr. 55.608 þ.kr.
Rekstrargjöld aðalsjóðs eru áætluð kr. 228.846 þ.kr.
Tap af rekstri aðalsjóðs er áætlað kr. 10.154 þ.kr.
Áætlaðar tekjur samstæðureiknings eru 216.671 þ.kr.
Áætluð gjöld samstæðureiknings eru þúsund kr. 232.412 þ.kr.
Fjármagnsliðir samstæðu eru jákvæðir um 4.450 þ.kr.
Afkoma samstæðunnar er því neikvæð um  þúsund kr. 11.290 þ.kr.
Gert er ráð fyrir að fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum verði 20.000 þ.kr.

Einar Már Sigurðarson mætti á fund sveitarstjórnar í upphafi fundar og fór yfir forsendur fjárfestingar í fartölvum fyrir Valsárskóla. Fram kom í máli hans að ófremdarástand sé orðið á tölvumálum skólans. Ákveðið að veita heimild til innkaupa á tölvum fyrir 2.5 milljónir kr. á árinu.
Endurskoðuð fjárhagsáætlun samþykkt.

2.  1101005 - Samþykkt um sameiginlegan rekstur byggingarnefndar og byggingarfulltrúaembættis
Með bréfi dagsettu 7. september 2011 hafna Steinunn Fjóla Sigurðardóttir og Hafsteinn Pálsson, fyrir hönd umhverfisráðherra, beiðni Jóns Hróa Finnssonar, fyrir hönd Svalbarðsstrandarhrepps, Grýtubakkahrepps, Eyjafjarðarsveitar og Hörgársveitar, um að ráðherra staðfesti samning sveitarfélaganna um sameiginlegan rekstur byggingarnefndar og byggingarfulltrúaembættis. Jafnframt er þess farið á leit að sveitarfélögin geri sameiginlega samþykkt í stað samnings, með tilvísan til túlkunar ráðuneytisins á 7. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki. Lögð eru fram drög að samþykkt sem byggja á áðurnefndum samningi.
Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að samþykkt um sameiginlega byggingarnefnd og embætti byggingarfulltrúa Eyjafjarðar.

3.  1103017 - Niðurgreiðsla daggæslu hjá dagforeldrum
Á 12. fundi sveitarstjórnar þann 12 apríl 2011 var ákveðið að gjaldskrá fyrir niðurgreiðslu á dagvist í heimahúsum skyldi vera óbreytt til áramóta. Ákvörðunin byggði meðal annars á samanburði við gjaldskrár nágrannasveitarfélaga. Gjaldskrár hafa í millitíðinni verið endurskoðaðar.
Sveitarstjórn stendur við fyrri ákvörðun um að gjaldskrá verði óbreytt til áramóta.

4.  1111005 - Ósk um aðkomu Svalbarðsstrandarhrepps að snjómokstri í Vaðlabyggð
Anna María Jóhannsdóttir, fyrir hönd Hálandafélagsins, félags íbúa með vegtengingu um Veigastaðaveg, óskar eftir að Svalbarðsstrandarhreppur hlutist til um að Vaðlaheiðarvegur (nr. 832), frá gatnamótum Vaðlaheiðarvegar og Veigastaðavegar að Værðarhvammi, verði hreinsaður á kostnað Svalbarðsstrandarhrepps og Vegagerðarinnar, líkt og gert er við Veigastaðaveg nr. 828.

Anna Fr. Blöndal vék af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afla upplýsinga frá Vegagerðinni.

5.  1111007 - Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðanefnd
Í bréfi dagsettu 21. október 2011 óska Heiðrún Guðmundsdóttir og Kristín Linda Árnadóttir, fyrir hönd Umhverfisstofnunar eftir tilnefningu á fulltrúa í vatnasvæðanefnd á vatnasvæði 2, Norðurlandi eystra.
Þar sem í bréfinu kemur fram að sveitarfélögum sé heimilt að sameinast um fulltrúa í nefndinni samþykkir sveitarstjórn að leita eftir samstarfi við önnur sveitarfélög í Eyþingi um skipun fulltrúa. Jafnframt mælir sveitarstjórn með að Eyþing leiti samstarfs við Samband sveitarfélaga á Austurlandi um skipun fulltrúa.

6.     1111004 - Erindi um ungmennaráð sveitarfélaga og leiðbeiningar
Í bréfi dagsettu 5. september bendir Karl Björnsson, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, á að í æskulýðslögum nr. 70/2007 er kveðið á um að sveitarstjórnir skuli hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð í sveitarfélögum. Með bréfi Karls fylgja leiðbeiningar um stofnun og störf ungmennaráða.
Lagt fram til kynningar.

7.  1111001 - Boð um þátttöku í vinnu við landsskipulagsstefnu 2012-2024
Í bréfi dagsettu 25. október 2011 býður Einar Jónsson, fyrir hönd Skipulagsstofnunar, sveitarstjórn að senda fulltrúa á samráðsvettvang vegna vinnu að gerð landsskipulagsstefnu 2012-2024.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að leita upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum á svæðinu um hvaða leið þau hugsa sér í málinu.

8.  1103022 - Beiðni um umsögn um töku lands úr landbúnaðarnotum
Í skiptayfirlýsingu dagsettri 3. nóvember óska Guðmundur Bjarnason og Anna Sólveig Jónsdóttir eftir heimild sveitarstjórnar til að skipta 4.562fm lóð út úr landi Svalbarðs. Um er að ræða kirkjugarð ásamt stækkun hans. Áður hefur verið veitt heimild fyrir þeim hluta sem telst til stækkunar kirkjugarðsins, en komið hefur í ljós að kirkjugarðurinn er ekki á skilgreindri lóð.

Guðmundur Bjarnason vék af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir erindið.

9.     1111006 - Geldingsá - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi
Í bréfi dagsettu 25. október 2011 óskar Sigurður Eiríksson, fyrir hönd Sýslumannsembættisins á Akureyri, eftir umsögn sveitarstjórnar um umsókn Ferðapallhýsis ehf. um rekstrarleyfi fyrir gististað í gististaðaflokki I í sumarhúsi að Geldingsá, undir nafninu Geldingsá.
Sveitarstjórn leggst ekki gegn því að rekstrarleyfið sé veitt, en vekur athygli á að hús það sem um ræðir er íbúðarhús en ekki sumarhús.

10.  1111008 - Ósk um umsögn um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000
Í bréfi dagsettu 20. október býður Íris Bjargmundsdóttir, fyrir hönd Umhverfisráðuneytis, sveitarstjórn að veita umsögn um frumvarp að lögum um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Sveitarstjórn ákveður að veita ekki umsögn um frumvarpið.

11.     1111009 - Skipun nýs varamanns í skólanefnd
Skipa þarf nýjan varamann í skólanefnd. 1. varamaður hefur tekið sæti í sólanefnd. 2. og 3. varamaður færast því upp um sæti. Skipa þarf nýjan 3. varamann.
Tillaga kom um Sigurbjörgu Guðmundsdóttur, Smáratúni 11, sem þriðja varamann í skólanefnd og var hún samþykkt.

12.  1111003 - Fundargerð 137. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra
Fundargerð 137. fundar heilbrigðisnefndar sem haldinn var 7. september s.l. lögð fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.     

13.     1110004F - Skipulagsnefnd - 13
Fundargerð 13. fundar skipulagsnefndar frá 2. nóvember 2011 staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar þann 8. nóvember.

13.1.    1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar á 13. fundi hennar þann 2. nóvember með þeim fyrirvara að um er að ræða viðmiðunarramma í breidd og útfærslu vega, gangsétta eða stíga.

13.2.    1103025 - Deiliskipulag Frístundabyggðar í landi Sólbergs
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar á 13. fundi hennar þann 2. nóvember og samþykkir að auglýsa skipulagið.

13.3.    1106007 - Deiliskipulag Svalbarðseyrar
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar á 13. fundi hennar þann 2. nóvember.

13.4.    1110024 - Svæðisskipulag Eyjafjarðar - verkefnislýsing
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar á 13. fundi hennar þann 2. nóvember.

13.5.    1104006 - Deiliskipulag lóða í landi Halllands
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar á 13. fundi hennar þann 2. nóvember.

14.  1110003F - Umhverfisnefnd - 4
Fundargerð 4. fundar umhverfisnefndar frá 25. október staðfest á 22. fundi sveitarstjórnar þann 8. nóvember 2011.

14.1.    1110020 - Framtíð Moltu ehf.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar á 4. fundi hennar þann 25. október.

14.2.    1106002 - Útboð sorphirðu 2011
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar á 4. fundi hennar þann 25. október. Sveitarstjórn stefnir á að bjóða út fyrir áramót.

14.3.    1105009 - Eyðing njóla og kerfils í Svalbarðsstrandarhreppi
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar á 4. fundi hennar þann 25. október.

14.4.    1110021 - Fegrun umhverfis í Svalbarðsstrandarhreppi
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu umhverfisnefndar á 4. fundi hennar þann 25. október.

[Viðbót við boðaða dagskrá:]

15.     1111010 - Ákvörðun útsvars fyrir árið 2012
Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna. Sveitarstjórn samþykkir að útsvar skuli vera í lögbundnu hámarki árið 2012 14,48%.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.
Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is