Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 24. fundur 13.12.2011

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
24. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 13. desember 2011 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason, Helga Kvam, Anna Fr. Blöndal, Eiríkur H. Hauksson, Sandra Einarsdóttir og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.     1111028 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2012
Síðari umræða um fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps fyrir árið 2012.
Sveitarstjóri fór yfir fjárhagsáætlun og breytingar frá fyrri umræðu. 

Helstu tölur eru eftirfarandi:

Tekjur A-hluta (aðalsjóðs) eru áætlaðar 216.039 þ.kr. Þar af eru útsvarstekjur 121.982 þ.kr., tekjur af fasteignaskatti 21.575 þ.kr. og framlög Jöfnunarsjóðs 55.508 þ.kr. Samanlagðar tekjur A- og B-hluta eru áætlaðar 221.604 þ.kr., rekstrargjöld A- og B-hluta 211.736 þ.kr. og afskriftir á árinu verða 13.097 þ.kr. Fjármagnsliðir eru áætlaðir jákvæðir um 4.004 þ.kr. Áætlaður afgangur af rekstri sveitarfélagsins er 776 þ.kr. Fyrirhuguð fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum er 20.000 þ.kr. og fyrir¬huguð fjárfesting í eignarhlutum í félögum er 569 þ.kr.

Lóðarleiga lækkar í 1,75% en álagning fasteignaskatts er óbreytt. Gjaldskrár hækka almennt um 5%. Breytingar á gjaldskrám taka gildi 1. janúar 2012.

Niðurgreiðsla daggæslu í heimahúsi hækkar í 7.250,-kr.klst að hámarki 8 klst. pr.dag.    

2.  1111012 - Afsláttarreglur fasteignagjalda 2012
Áður á dagskrá á 23. fundi sveitarstjórnar þann 29. nóvember 2011. Lögð fram uppfærð drög að reglum um afslátt af fasteignagjöldum.
Drög að reglum yfirfarin og samþykkt. Í reglunum eru tekjumörk afslátta hækkuð um 5% frá fyrra ári.   

3.  1112006 - Aukning hlutafjár í Moltu ehf.
Í bréfi dagsettu 25. nóvember 2011 óskar Eiður Guðmundsson, fyrir hönd stjórnar Moltu ehf., eftir að Svalbarðsstrandarhreppur auki hlutafé sitt í Moltu ehf. um kr. 568.952,-. Hlutafjáraukningin er liður í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins.

Sveitarstjórn samþykkir að auka hlutafé sitt í Moltu um umbeðna fjárhæð.

4.  1112005 - Ályktun sveitarstjórnar Skagafjarðar um sjávarútvegsmál
Lagt fram til kynningar bréf Helgu S. Bergsdóttur stjórnsýsluritara Sveitarfélagsins Skagafjarðar, dagsett 2. desember 2011 þar sem tilkynnt er um ályktun sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar um tillögur starfshóps sjávarútvegsráðherra. Í bréfinu kemur fram að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar tillögum um að veiðileyfagjaldi verði að hluta ráðstafað til sjávarbyggða.

Lagt fram til kynningar.

5.  1111011 - Umsókn um styrk til Snorraverkefnisins 2011
Í bréfi dagsettu 7. nóvember 2011 óskar Ásta Sól Kristjánsdóttir, fyrir hönd Snorrasjóðs, eftir styrk vegna Snorraverkefnisins.

Sveitarstjórn hafnar erindinu.

6.  1112015 - Beiðni um styrk til reksturs Stígamóta 2012
Í ódagsettu bréfi sem barst 11. nóvember 2011 óskar Guðrún Jónsdóttir, fyrir hönd Stígamóta, eftir rekstrarstyrk frá sveitarfélaginu vegna rekstrar félagsins árið 2012.

Sveitarstjórn hafnar erindinu. Svalbarðsstrandarhreppur styrkir Aflið, systursamtök Stígmóta á Akureyri.

7.  1112017 - Ósk um rekstrarstyrk til Neytendasamtakanna vegna ársins 2012
Í bréfi frá 24. nóvember óskar Jóhannes Gunnarsson, fyrir hönd Neytendasamtakanna eftir framlagi frá Svalbarðsstrandarhreppi til reksturs Neytendasamtakanna árið 2012. Beiðnin miðast við 18 kr á íbúa, samtals kr. 7200,-

Erindinu er hafnað

8.  1112010 - Staða innheimtu fasteignagjalda 2009-2011
Ellefu aðilar eru í vanskilum með greiðslu fasteignagjalda. Höfuðstóll heildarskulda þeirra við sveitarfélagið eru tæplega 2,5 mkr. Elstu skuldirnar eru frá árinu 2009, samtals um 185 þ.kr. Skuldir vegna ársins 2010 eru kr. 240 þúsund en skuldir vegna ársins 2011 eru rúmlega 2 mkr.

Lagt fram til kynningar.

9.  1112014 - Erindi varðandi aðild að markaskrá Eyjafjarðarumdæmis
Í tölvupósti frá 12. desember s.l. fer Sveinberg Th. Laxdal þess á leit við sveitarstjórn að búfjármörk Svalbarðsstrandarhrepps verði áfram skráð í markaskrá Suður-þingeyjasýslu eins og verið hefur, en ekki í markaskrá Eyjafjarðarsýslu eins og gert er ráð fyrir í nýlegri fjallskilasamþykkt. Samkvæmt 10. gr. reglugerðar nr. 200/1998 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár m.s.br. er heimilt að semja um útgáfu marka úr hluta sýslu í annarri skrá, ef sérstök landfræðileg ástæða er til þess, og að fengnu samþykki markanefndar.

Sveitarstjórn fellst á sjónarmið bréfritara og samþykkir að búfjármörk í Svalbarðsstrandarhreppi verði áfram skráð með sama hætti og áður í markaskrá Suður-Þingeyjarsýslu.

10.  1112011 - Beiðni um staðfestingu á landskiptum
Í bréfi dagsettu 30. nóvember 2011 óska fulltrúar Félagsbúsins Hallandi ehf. eftir staðfestingu sveitarstjórnar á skiptum 2.967 ha spildu út úr jörð Halllands og 4.359 ha spildu út úr jörð Halllandsness, skv. uppdrætti nr. Z122, teiknuðum af Verkfræðistofu Norðurlands 28. nóvember 2011.

Sveitarstjórn staðfestir skipti umræddra spildna út úr jörðunum og mælir með því að þær verði leystar úr landbúnaðarnotum.  

11.  1112013 - Ályktun aðalfundar FT gegn niðurskurði í tónlistarskólum
Í bréfi frá 6. desember s.l. tilkynnir Sigrún Grendal, fyrir hönd Félags tónlistarskólakennara, um ályktun aðalfundar félagsins frá 12. nóvember. Í ályktuninni er lýst þungum áhyggjum af niðurskurði í tónlistarskólum.

Erindi lagt fram til kynningar.

12.  1112016 - Ályktanir 47. sambandsþings UMFÍ
Í bréfi frá 29. nóvember 2011 vekur Sæmundur Runólfsson, fyrir hönd UMFÍ, athygli á 6 ályktunum sem samþykktar voru á 47. sambandsþingi UMFÍ, 15.-16. október s.l.

Lagt fram til kynningar.

13.  1112018 - Ósk um endurnýjun á þjónustusamningi við Minjasafnið á Akureyri
Í bréfi frá 28. nóvember 2011 óskar Haraldur Þór Egilsson, fyrir hönd stjórnar Minjasafnsins á Akureyri eftir endurnýjun þjónustusamnings við Svalbarðsstrandarhrepp til eins árs á grundvelli 8. greinar stofnskrár safnsins. Áætlað framlag frá Svalbarðsstrandarhreppi til reksturs Minjasafnsins árið 2012 er kr. 863.122,- skv. fjárhagsáætlun þess, sem samþykkt var á stjórnarfundi þann 18. nóvember s.l.

Sveitarstjórn samþykkir endurnýjun þjónustusamningsins við Minjasafnið og framlag samkv. fjárhagsáætlun þess.

14.  1111002F - Skólanefnd - 12
Fundargerð 12. fundar skólanefndar frá 9. nóvember staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar þann 13. desember 2011.

14.1.    1111018 - Kosning Varaformanns skólanefndar
Afgreiðsla skólanefndar á 12. fundi hennar þann 9. nóvember staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar þann 13. desember 2011.

14.2.    1111015 - Skipun staðgengils skólastjóra Valsárskóla
Afgreiðsla skólanefndar á 12. fundi hennar þann 9. nóvember staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar þann 13. desember 2011.

14.3.    1111016 - Nýtt fyrirkomulag eftirlits í mötuneyti Valsárskóla
Afgreiðsla skólanefndar á 12. fundi hennar þann 9. nóvember staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar þann 13. desember 2011.

14.4.    1111019 - Skólastarf í Valsárskóla
Afgreiðsla skólanefndar á 12. fundi hennar þann 9. nóvember staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar þann 13. desember 2011.

14.5.    1111017 - Ný aðalnámsskrá og skólanámsskrá grunnskóla
Afgreiðsla skólanefndar á 12. fundi hennar þann 9. nóvember staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar þann 13. desember 2011.

15.     1112001F - Skólanefnd - 13
Fundargerð 13. fundar skólanefndar frá 1. desember 2011 staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar þann 13. desember 2011.

15.1.    1112001 - Inntaka barna og mönnun í Álfaborg
Afgreiðsla skólanefndar á 13. fundi hennar þann 1. desember 2011 staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar þann 13. desember 2011.

15.2.    1112002 - Auglýsing á stöðum leikskólakennara
Afgreiðsla skólanefndar á 13. fundi hennar þann 1. desember 2011 staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar þann 13. desember 2011.

15.3.    1112003 - Skólastefna Svalbarðsstrandarhrepps
Afgreiðsla skólanefndar á 13. fundi hennar þann 1. desember 2011 staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar þann 13. desember 2011.

15.4.    1112004 - Heilsueflandi heilsuskólar í Svalbarðsstrandarhreppi
Afgreiðsla skólanefndar á 13. fundi hennar þann 1. desember 2011 staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar þann 13. desember 2011.

15.5.    1111028 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2012
Afgreiðsla skólanefndar á 13. fundi hennar þann 1. desember 2011 staðfest á 24. fundi sveitarstjórnar þann 13. desember 2011.

16.     1112012 - Fundargerð 140. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra
Fundargerð 140. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 7. desember 2011 lögð fram til kynningar og staðfestingar. Liður 6 í fundargerðinni varðar mál Auto ehf. í Svalbarðsstrandarhreppi.

Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn fagnar því að Heilbrigðiseftirlit skuli fylgja ákveðið eftir kröfum um umgengni og hreinsun olíusmits. 

17.     1112019 - Erindi varðandi aðferð við förgun dýrahræja.
Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna.
Sveitarstjórn óskar eftir að Molta ehf. kanni hvaða leiðir eru færar til að uppfylla kröfur um móttöku dýrahræja og hvaða kostnað það hefði í för með sér. Sveitarstjórn hefur áhyggjur af miklum kostnaði við förgun dýrahræja við núverandi aðstæður og telur brýnt að finna lausn því vandamáli sem fyrst.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30.Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is