Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 26. fundur 14.02.2012

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
26. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 14. febrúar 2012 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason, Helga Kvam, Anna Fr. Blöndal, Eiríkur H. Hauksson, Sandra Einarsdóttir og Jón Hrói Finnsson.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.  1201025 - Hækkun viðhaldsgjalds vegna götulýsingar
Í bréfi frá 20. janúar 2012, tilkynnir Tryggvi Þór Haraldsson, fyrir hönd Rarik ohf. um hækkun viðhaldsgjalds vegna götulýsingar um 7,5% frá og með 1. júlí 2012. Viðhaldsgjaldið hækkaði síðast um áramót, þá einnig um 7,5%. Jafnframt er Svalbarðsstrandarhreppi boðið að yfirtaka rekstur og viðhald götuljósa.
Samkvæmt tölvupósti frá Tryggva Þór Haraldssyni, forstjóra Rarik, hefur fyrirtækið átt í viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga um breytingarnar sem erindið áhrærir og gerð rammasamnings vegna þeirra. Þar til niðurstöður þeirra liggja fyrir telur sveitarstjórn ekki tímabært að afgreiða málið. Afgreiðslu frestað. Sveitarstjórn beinir samt þeim tilmælum til Sambands Íslenskra sveitarfélaga að fá sundurliðun á þeim kostnaði sem liggur að baki viðhaldi kerfanna.

2.  1201024 - Ósk um stuðning við skólahreysti 2012
Borist hefur erindi frá Andrési Guðmundssyni, fyrir hönd Icefitness ehf., þar sem óskað er eftir 50.000 kr. fjárstuðningi við Skólahreysti 2012. Jafnframt er óskað eftir áliti sveitarstjórnar á því að keppnin verði fjármögnuð með þátttökugjöldum í stað styrkja frá sveitarfélögum.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

3.  1201021 - Saman hópurinn, beiðni um fjárstuðning við forvarnastarf 2012
Í bréfi frá 13. janúar 2012 óskar Geir Bjarnason, fyrir hönd Saman-hópsins eftir stuðningi Svalbarðsstrandarhrepps við forvarnarstarf hópsins á árinu 2012.
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

4.  1202008 - Tilnefning fulltrúa í barnaverndarnefnd
Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir, sem setið hefur sem fulltrúi Svalbarðsstrandarhrepps, Eyjafjarðarsveitar, Hörgársveitar og Grýtubakkahrepps í barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hefur beðist lausnar frá störfum í nefndinni. Gerð hefur verið tillaga um Elísabeth J. Zitterbart, Ytri-Bægisá II í Hörgársveit taki sæti hennar í nefndinni.
Sveitarstjórn þakkar Ragnheiði störf hennar og samþykkir að Elísabeth J. Zitterbart, taki sæti hennar í nefndinni.

5.  1202009 - Niðurstöður álagningar fasteignagjalda 2012
Álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda ársins 2012 er lokið. Niðurstöður hennar verða lagðar fram til kynningar.
Að mati lögfræðings Sambands íslenskra sveitarfélaga er sveitarstjórn heimilt að lækka álögð gjöld þar sem um ívilnandi aðgerð væri að ræða. Sveitarstjórn fór yfir álagningu og hækkanir á fasteignamati lóða. Ákveðið að lækka lóðaleigu úr 1.75% og 1.5% til að koma til móts við gríðarlega hækkun á matinu. Þessi lækkun kemur til viðbótar 0.25% lækkun um s.l. áramót.

6.  1112014 - Erindi varðandi aðild að markaskrá Eyjafjarðarumdæmis
Borist hefur bréf frá Ólafi G. Vagnssyni, fyrir hönd fjallskila og markanefndar Eyjafjarðarfjallskilaumdæmis, þar sem tilkynnt er um bókun nefndarinnar frá fundi hennar þann 26. janúar s.l. varðandi skráningu marka í Svalbarðsstrandarhreppi í markaskrá.
 Sveitarstjórn samþykkir að mörk búfjáreigenda verði bæði skráð í markaskrá Eyjafjarðarumdæmis og markaskrá Suður-Þingeyjarsýslu eins og markanefnd leggur til. Báðum markaskrám verður dreift til markaeigenda.

7.  1202011 - Vaðlaheiðargöng
Umræður um stöðu mála varðandi Vaðlaheiðargöng. Lagðar fram bókanir nokkurra nágrannasveitarfélaga.
Sveitarsjórn Svalbarðsstrandarhrepps fagnar því að  greinargerð IFS Greiningar tekur af tvímæli um þjóðhagslega arðsemi Vaðlaheiðarganga.  Sveitarsjórn lýsir yfir vilja til að taka þátt í hlutafjáraukningu eins og mælt er með í skýrslunni.
Að auki bendir sveitarstjórn á að ríkissjóður fær töluverðar tekjur af framkvæmdinni.

8.  1202010 - Atvinnuátakið "Vinnandi vegur"
Í bréfi frá 9. febrúar 2012 hvetur Karl Björnsson, fyrir hönd stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga til þátttöku í atvinnuátakinu "Vinnandi vegur".
Lagt fram til kynningar.

9.  1202012 - Samþykkt um niðurgreiðslu þátttöku í tómstundastarfi 2012
Sveitarstjóri óskar eftir að farið verði yfir reglur um niðurgreiðslu þátttökugjalda barna og unglinga í íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi m.t.t. þess til hvaða starfs niðurgreiðslan skuli ná. (Beiðnir hafa borist að undanförnu vegna leiklistarnámskeiðs á vegum LA, söngnáms og árskorta í Hlíðarfjall)
 Sveitarstjóra er falið að endurskoða reglur um styrki til íþrótta- og félagsstarfs barna og ungmenna í sveitarfélaginu og leggja fram tillögu á næsta sveitarstjórnarfund.

10.  1202013 - Ákvörðun kjaradóms um afturvirka hækkun þingfararkaups
Þann 21. desember 2011 tók kjararáð ákvörðun um að hækka þingfararkaup afturvirkt frá 1. október 2011. Laun sveitarstjórnar- og nefndarmanna miðast við þingfararkaup, en þegar ákvörðunin var tekin höfðu laun fyrir fundarsetu ársins 2011 þegar verið reiknuð og greidd. Óskað er ákvörðunar sveitarstjórnar um það hvort launin skuli endurreiknuð frá og með 1. október.
Sveitarstjórn samþykkir að laun sveitarsjórnar- og nefndarmann skuli ekki endurreiknuð.

11.  1101002 - Endurskoðun samnings um félagsþjónustu
Lögð fram til kynningar drög að endurnýjuðum samningi við Akureyrarbæ um ráðgjafarþjónustu varðandi félagsþjónustu ásamt fylgigögnum.
Drög lögð fram til kynningar. Málinu vísað til Félagsmálanefndar.

12.  1202014 - Aðalfundur Landssamtaka landeigenda 2012
Borist hefur boð á aðalfund Landssamtaka landeigenda sem verður haldinn á Hótel Sögu þann 16. febrúar kl. 13.00.
Lagt fram til kynningar.

13.  1202015 - Tilnefning Safnasafnsins til Eyrarrósarinnar 2012
Safnasafnið á Svalbarðsströnd hefur verið tilnefnt til Eyrarrósarinnar 2012, eitt þriggja verkefna. Tilkynnt verður um handhafa Eyrarrósarinnar 2012 við athöfn að Bessastöðum þann 18. febrúar n.k.
Sveitarstjórn fagnar tilnefningunni og óskar aðstandendum til hamingju með hana.

14.  1202017 - Boð á hluthafafund 16. febrúar 2012
Í bréfi dagsettu 8. febrúar 2012 boða Pétur Þór Jónasson, fyrir hönd Greiðrar leiðar ehf, til hluthafafundar þann 16. febrúar n.k. Fyrir liggur tillaga stjórnar um heimild henni til handa til að auka hlutafé félagsins um allt að 200 m.kr. að nafnverði með innborgun á nýju hlutafé.
Sveitarstjórn lýsir sig meðmælta hlutafjáraukningunni, sbr. bókun í lið 7 í fundargerðinni. Sveitarstjóra falið að fara á fundinn í umboði sveitarstjórnar.
   
15.  1112002F - Skólanefnd - 14. fundur
Fundagerð 14. fundar skólanefndar frá 9. febrúar var staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar 2012.

15.1. 1202003 - Umsóknir um stöðu leikskólakennara
Bókun skólanefndar á 14. fundi hennar þann 9. febrúar var staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar 2012.

15.2. 1112003 - Skólastefna Svalbarðsstrandarhrepps
Bókun skólanefndar á 14. fundi hennar þann 9. febrúar var staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar 2012.

15.3. 1201019 - Dagsetning samræmdra könnunarprófa 2012
Bókun skólanefndar á 14. fundi hennar þann 9. febrúar var staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar 2012.

15.4. 1202005 - Skóladagatal Valsárskóla 2012-2013
Bókun skólanefndar á 14. fundi hennar þann 9. febrúar var staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar 2012.

15.5. 1111028 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2012
Bókun skólanefndar á 14. fundi hennar þann 9. febrúar var staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar 2012.

15.6. 1202006 - Nýjungar í skólastarfi Valsárskóla
Bókun skólanefndar á 14. fundi hennar þann 9. febrúar var staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar 2012.

16.  1202001F - Skipulagsnefnd - 14. fundur
Fundargerð 14. fundar skipulagsnefndar þann 13. febrúar var staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar.

16.1. 1103025 - Deiliskipulag Frístundabyggðar í landi Sólbergs
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 14. fundi hennar þann 13. febrúar var staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar.

16.2. 1106007 - Deiliskipulag Svalbarðseyrar
Afgreiðsla meirihluta skipulagsnefndar á 14. fundi hennar þann 13. febrúar var staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar.

16.3. 1202016 - Deiliskipulag byggðar norðan Valsár
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 14. fundi hennar þann 13. febrúar var staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar.

16.4. 1104006 - Skipulag lóða í landi Halllands
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 14. fundi hennar þann 13. febrúar var staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar.

16.5. 1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 14. fundi hennar þann 13. febrúar var staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar. Sveitarstjórn lýsir því yfir að fullur vilji er til þess að halda af stað með þróunaráætlun Kotabyggðar og breyta efsta hluta hennar í íbúðabyggð.

16.6. 1202018 - Samræmd gjaldskrá fyrir framkvæmdaleyfi og vinnu vegna skipulags
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 14. fundi hennar þann 13. febrúar var staðfest á 26. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar.

17.  1202007 - Fundargerð 141. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra.
Fundargerð 141. fundar heilbrigðisnefndar frá 25. janúar 2012. Sérstök athygli er vakin á lið nr. 9 í fundargerðinni varðandi Auto ehf.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn ítrekar stuðning sinn við aðgerðir gegn ítrekuðum brotum Auto ehf gegn ákvæðum starfsleyfis.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00.

 


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is