Sveitarstjórn 2014-2018

Sveitarstjórn 27. fundur, 08.07.2015

Sveitarstjórn 2014-2018

27. fundur sveitarstjórnar Svalbarđsstrandarhrepps 2014 -2018 var haldinn í Ráđhúsinu Svalbarđseyri,  miđvikudaginn 8. júlí. 2015  kl. 13:30. 

Fundinn sátu: Valtýr Ţór Hreiđarsson oddviti, Guđfinna Steingrímsdóttir varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson ađalmađur, Anna Karen Úlfarsdóttir ađalmađur, Halldór Jóhannesson ađalmađur, Inga Margrét Árnadóttir varamađur, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri og Harpa Halldórsdóttir skrifstofustjóri.

 Fundargerđ ritađi: Harpa Halldórsdóttir 

 

Dagskrá: 

1. 1407150 –  Hugsanlegur samrekstur grunn- og leikskóla.

     Skýrsla vinnuteymis um hugsanlegan samrekstur lögđ fram til kynningar.

Guđfinna Steingrímsdóttir vék af fundi undir ţessum liđ og Inga Margrét Árnadóttir varamađur tók sćti.

Til viđbótar viđ skýrslu vinnuteymis var kynnt reynsla Stórutjarnaskóla af áralöngum samrekstri grunnskóla og leikskóla. Horft til framtíđar ţá telur sveitarstjórn ađ faglegur og fjárhagslegur ávinningur yrđi af samrekstri Valsárskóla og Álfaborgar og ađ hiđ góđa samstarf sem hefur veriđ milli skólastiganna styrkist enn frekar. Sveitarstjórn leggur áherslu á ađ faglega verđi stađiđ ađ sameiningunni og lausnamiđuđ vinna höfđ ađ leiđarljósi. Tillaga um samrekstur borin upp og samţykkt einróma. Samţykkt ađ fela skólastjóra Valsárskóla, Ingu Sigrúnu Atladóttur, ađ stýra vinnu ađ framtíđar skipulagi skólastarfsins. Unniđ skal ađ ţví ađ kynna starfsfólki beggja skólanna, sem og foreldrum, breytingar á skipulagi skólastarfsins sem fyrst. Stefnt er ađ ţví ađ samrekstur skólanna hefjist í haust.

 

2. 1407157 –  Í tölvupósti dags. 5 júlí óskar Jón Ívar Rafnsson eigandi

    Gautsstađareits, landnúmer 200298 eftir leyfi fyrir byggingu á ađstöđuhúsi

    viđ hliđina á sumarhúsi sínu skv. afstöđumynd, dags. 02.07.2015 og unnin

    af Búgarđi.

            Samţykkt einróma.

 

3. 1407155 – Í bréfi dags. 11. júní óskar Hjörleifur Jónsson skólastjóri

    Tónlistarskólans á Akureyri eftir greiđsluafstöđu Svalbarđsstrandarhrepps til

    umsóknar hjá tónlistarskólanum en umsćkjandinn er međ lögheimili í

    Svalbarđsstrandarhreppi.

    Áđur á dagskrá á 26. fundi sveitarstjórnar.

Ólafur Rúnar Ólafsson og Halldór Jóhanness véku af fundi undir ţessum liđ og Inga Margrét Árnadóttir varamađur tók sćti.

Sveitarstjórn verđur ekki viđ ţessari beiđni í ljósi aldurs umsćkjanda og óvissu um framlag Jöfnunarsjóđs.

 

4. 1407121 – Tekiđ á dagskrá međ samţykki allra sveitarstjórnarmanna. Áđur

á dagskrá 27. maí á 24. fundi sveitarstjórnar. Lögđ fram tillaga um ađ endurupptaka mál nr. 1407121 vegna umsóknar um námsvist utan lögheimilis sveitarfélagsins. Samţykkt einróma. Umsókn um námsvist barns svo lengi sem foreldrar óska eftir, var lögđ fram. Borin undir atkvćđi. Umsóknin samţykkt međ ţremur greiddum atkvćđum, tveir sveitarstjórnarmenn sátu hjá. 

 

Fleira ekki gert. 

Fundi slitiđ kl. 17:01 


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is