Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 28. fundur 17.04.2012

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð

28. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 17. apríl 2012 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sandra Einarsdóttir aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.  1204007 - Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2011
Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps lagður fram til fyrri umræðu. Samkvæmt honum er afkoma sveitarfélagsins um 10,9 m.kr. betri en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri áætlun. Meginskýringin eru meiri tekjur frá Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga en gert var ráð fyrir.
Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG mætti á fundinn og fór yfir ársreikninginn. Vísað til annarar umræðu.

2.  1203013 - Þriggja ára áætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2013-2015
Þriggja ára áætlun Svalbarðsstrandarhrepps lögð fram til síðari umræðu.
Þriggja ára áætlun samþykkt.

3.  1204010 - Tilkynning um arðgreiðslu vegna ársins 2011
Í bréfi dagsettu 11. apríl 2012, tilkynnir Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga um ákvörðun aðalfundar sjóðsins um að greiða arð að fjárhæð kr. 475.500 þ.kr. til hluthafa. Hlutur Svalbarðsstrandarhrepps í fjárhæðinni er kr. 673.308,- að frádregnum fjármagnstekjuskatti (20%).
Lagt fram til kynningar.

4.  1204009 - Ársfundur SímEy 2012
Í bréfi frá 10. apríl 2012 boðar Erla Björg Guðmundsdóttir, fyrir hönd stjórnar SímEy, til ársfundar símenntunarmiðstöðvarinnar 2012. Fundurinn verður haldinn í húsnæði miðstöðvarinnar að Þórsstíg 4 miðvikudaginn 25. apríl kl. 14:00-15:30.
Lagt fram til kynningar.

5.  1204003 - Stjórnsýslukæra vegna höfnunar á niðurfellingu fasteignaskatts
Í bréfi dagsettu 10. mars 2012 óskar innanríkisráðuneytið eftir afritum af gögnum máls nr. 1111013 og sjónarmiðum sveitarfélagsins vegna stjórnsýslukæru sem borist hefur ráðuneytinu vegna niðurstöðu sveitarstjórnar í málinu.
Fyrir lágu drög að svari til ráðuneytisins. Drögin voru samþykkt og sveitarstjóra falið að svara á grundvelli þeirra að fengnu áliti stjórnsýslulögfræðings.

6.  1203020 - Ósk um rökstuðning vegna endurskipunar í skipulagsnefnd
Í bréfi dagsettu 26. mars 2012 óskar Ingvar Þóroddsson, hdl., fyrir hönd Stefáns Sveinbjörnssonar eftir rökstuðningi sveitarstjórnar fyrir ákvörðun hennar á 27. fundi hennar þann 13. mars 2012, um að endurskipa í skipulagsnefnd.
Lögð fram tillaga sveitarstjóra að svari við beiðninni.
Fyrir lágu drög að svari til lögmannsstofunnar. Gerðar voru lítilsháttar orðalagsbreytingar og þau samþykkt og sveitarstjóra falið að svara erindinu.

7.  1204012 - Rekstur sundlaugar sumarið 2012
Umræður um rekstur sundlaugarinnar sumarið 2012, m.a. hvaða tímabil skuli vera opið, hvaða daga og á hvaða tímum dags.
Rætt um fyrirkomulag opnunartíma í sundlauginni yfir sumarið. Ákveðið að bæta við laugardagsopnun frá kl.10:00 til 14:00. Sveitarstjóra falið að ákveða opnunartíma virka daga í samvinnu við Æskuna. Staða sundlaugarvarðar verður auglýst.

8.  1204011 - Vinnuskóli 2012
Farið var yfir fyrirkomulag vinnuskóla, mönnun, laun o.þ.h. fyrir árið 2012.
Rætt var um fyrirkomulag og launakjör í vinnuskólanum. Samþykkt að laun verði hlutfall af launaflokki 115.1 í kjarasamingum Einingar-Iðju. Eftirfarandi hlutfall var ákveðið:
Árg. 1996 50%
Árg. 1997 40%
Árg. 1998 35%

9.  1204001F - Félagsmálanefnd - 3
Fundargerð félagsmálanefndar frá 3. fundi hennar þann 10. apríl 2012 var tekin fyrir á 28. fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl 2012. Sjá afgreiðslu einstakra liða í fundargerð.

9.1. 1203017 - Trúnaðarmál
Skráð í trúnaðarmálabók sveitarstjórnar.

9.2. 1204001 - Yfirlit yfir veitta félagsþjónustu í Svalbarðsstrandarhreppi
Afgreiðslu frestað.

10.  1204002F - Skipulagsnefnd - 16. fundur
Fundargerð lögð fyrir á 28. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 17. apríl 2012. Sjá afgreiðslu einstakra liða.

10.1. 1204002 - Kosning formanns, varaformanns og ritara skipulagsnefndar
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 16. fundi hennar þann 13. apríl 2012 var staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl 2012.

10.2. 1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
Sandra Einarsdóttir sat ekki fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 16. fundi hennar þann 13. apríl 2012 var staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl 2012.

10.3. 1203004 - Umsókn um skipulagsheimild fyrir 370fm viðbyggingu á Svalbarðseyri
Sandra Einarsdóttir sat ekki fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 16. fundi hennar þann 13. apríl 2012 var staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl 2012.

10.4. 1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
Eiríkur H. Hauksson sat ekki fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 16. fundi hennar þann 13. apríl 2012 var staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl 2012. Sveitarstjórn  samþykkir að boða til fundar með hagsmunaaðilum mánudaginn 30. apríl n.k. kl.20.00  Sveitarstjóra falið að senda út fundarboð til hlutaðeigandi.

11.  1204003F - Skólanefnd - 15
Fundargerð 15. fundar skólanefndar var staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl 2012.

11.1. 1204005 - Mönnun í Tónlistarskóla Svalbarðsstrandar veturinn 2012-2013
Afgreiðsla skólanefndar á 15. fundi hennar var staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl 2012.

11.2. 1102016 - Innritunarreglur leikskóla
Afgreiðsla skólanefndar á 15. fundi hennar var staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl 2012.

11.3. 1204006 - Uppsögn deildarstjórastöðu
Afgreiðsla skólanefndar á 15. fundi hennar var staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl 2012.

11.4. 1204004 - Inntaka barna og mönnun í Álfaborg
Afgreiðsla skólanefndar á 15. fundi hennar var staðfest á 28. fundi sveitarstjórnar þann 17. apríl 2012.

12.  1204008 - Fundargerð 142. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra
Fundargerð 142. fundar heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra lögð fram til kynningar.

13.  1203011 - Fundur um erlendar fjárfestingar í ferðaþjónustu á Norðausturlandi
Þann 29. mars s.l. var haldinn annar fundur sveitarfélaga á Norð-austurlandi um mögulegar fjárfestingar Huang Nubo í ferðaþjónustuverkefni á svæðinu. Kynntar voru hugmyndir unnar af Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélagi þingeyinga um möguleika á aðkomu sveitarfélaganna að kaupum á Grímsstöðum á fjöllum.
Sveitarstjóri fór yfir það sem fram kom á fundinum.
Sveitarstjórn er ekki neikvæð gagnvart verkefninu en vill fá frekari upplýsingar. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um ábyrgðir og áhættu í verkefninu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is