Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 29. fundur 08.05.2012

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð

29. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 8. maí 2012 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sandra Einarsdóttir aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.  1204007 - Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2011
Önnur umræða um ársreikning Svalbarðsstrandarhrepps 2011 og endurskoðun.
Afkoma sveitarfélagsins á árinu 2011 var umtalsvert betri en gert var ráð fyrir í fjáhagsáætlun. Helstu tölur ársreikningsins í samanlögðum A og B hluta eru eftirfarandi: rekstrartekjur 222.7 millj.kr. Tekjur af fjármagnsliðum voru 5.5 millj.kr. Rekstrargjöld voru 230.0 millj. kr. Tap ársins er því 1.8 millj.kr.
Rekstrarreikningur er áritaður af KPMG án athugasemda. Ársreikningur samþykktur.
Ársreikningur er birtur á heimasíðu sveitarfélagsins.

Fylgiskjal: Ársreikningur Svalbarðsstrandarhrepps 2011

2.  1205013 - Framkvæmdir árið 2012
Umræður um framkvæmdir árið 2012. Meðal umræðuefna voru framkvæmdir við gámaplan, lagning ljósleiðara í Valsárskóla og stígagerð.
Rætt var um að klára þurfi gámaplanið sem fyrst, sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála. Einnig var rætt um stíg milli Laugatúns og Smáratúns og tengja hann inn á gangstétt að vestanverðu við Smáratún. Þá var rætt um stíg frá Valsárskóla og niður að sjó. Sveitarstjóra falið að láta hanna brú yfir Valsána og láta gera útboðsgögn fyrir stígagerðina.
Búið er að ræða við Tengi um ljósleiðaratengingu í skólann og samþykkt að fara í þá framkvæmd. Ákveðið að láta mála stólpa/staura á sparkvelli.
Ákveðið að skoða umgjörð gámaplans í Kotabyggð og einnig að setja ræsi við Tungutjörnina við útfall tjarnarinnar.

3.  1205009 - Val á hönnuði fyrir skrifstofu
Borist hafa svör frá þeim þremur hönnuðum sem leitað var til vegna breytinga á skólastjóraíbúð í skrifstofu.
Farið var yfir upplýsingar frá hönnuðum og ákveðið að ganga til samninga við arkitektastofuna Form.

4.  1205010 - Hönnun sveitarfélagsmerkis
Borist hafa svör frá þeim fjórum aðilum sem leitað var til með verðfyrirspurn vegna hönnunar á sveitarfélagsmerki.
Helga Kvam vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu þessa liðar.
Farið var yfir upplýsingar frá hönnuðum og ákveðið að ganga til samninga við Magne Kvam.

5.  1205012 - Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi
Í bréfi frá 26. apríl 2012 óskar Þórdís Ósk Jóhannsdóttir eftir leyfi til að sinna daggæslu í heimahúsi sbr. reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. nr. 907/2005.
Samþykkt að fá Skóladeild Akureyrarbæjar til að meta umsóknina.

6.  1205007 - Ósk um svæði undir hjólabrettaaðstöðu
Egill Vagn Sigurðarson, Einar Hákon Jónsson, Ernir Þór Eyþórsson og Gabríel Goði Caceres óska eftir heimild sveitarstjórnar fyrir því að setja upp hjólabrettaaðstöðu á skólalóð Valsárskóla og stuðningi við verkefnið.
Sveitarstjórn er jákvæð gagnvart erindinu og felur sveitarstjóra að kanna hvernig hægt er að koma til móts við óskir brettaiðkenda. Einnig er sveitarstjóra falið að skoða ábyrgð sveitarfélagsins varðandi öryggismál á brettasvæðum.

7.  1205011 - Ársskýrsla UMSE 2011
Ársskýrsla Ungmennasambands Eyjafjarðar ásamt fylgibréfi lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar.

8.  1205001F - Umhverfisnefnd - 5
Fundargerð 5. fundar umhverfisnefndar þann 3. maí 2012 var tekin til afgreiðslu á 29. fundi sveitarstjórnar þann 8. maí 2012.

8.1. 1105009 - Eyðing ágengra plantna í Svalbarðsstrandarhreppi
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 5. fundi hennar þann 3. maí 2012 var staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar þann 8. maí 2012.

8.2. 1110021 - Fegrun umhverfis í Svalbarðsstrandarhreppi
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 5. fundi hennar þann 3. maí 2012 var staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar þann 8. maí 2012. Sveitarstjórn samþykkir að setja í þennan lið kr. 400.000,- sem kemur til lækkunar á eigin fé.

8.3. 1205002 - Umhverfisvika 2012
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 5. fundi hennar þann 3. maí 2012 var staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar þann 8. maí 2012.

8.4. 1106002 - Útboð í úrgangsmálum
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 5. fundi hennar þann 3. maí 2012 var staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar þann 8. maí 2012.

8.5. 1204017 - Grisjun runna norðan leikskólalóðar
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 5. fundi hennar þann 3. maí 2012 var staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar þann 8. maí 2012.

8.6. 1205005 - Matjurtagarðar
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 5. fundi hennar þann 3. maí 2012 var staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar þann 8. maí 2012. Ákveðið að gera könnun á áhuga íbúa á að fá afnot af slíkum görðum.

8.7. 1205003 - Stefnumótun í umhverfismálum
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 5. fundi hennar þann 3. maí 2012 var staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar þann 8. maí 2012.

8.8. 1205004 - Staðardagskrá 21
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 5. fundi hennar þann 3. maí 2012 var staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar þann 8. maí 2012.

8.9. 1105034 - Framkvæmdir við gámaplan og ramp
Afgreiðsla umhverfisnefndar á 5. fundi hennar þann 3. maí 2012 var staðfest á 29. fundi sveitarstjórnar þann 8. maí 2012.

9.  1204016 - Fundargerð 143. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra þann 12. apríl 2012
Fundargerð 143. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra lögð fram til kynningar.
Engir liðir í fundargerðinni krefjast viðbragða eða staðfestingar af hálfu sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps.

10.  1205014 - Fréttabréf Svalbarðsstrandarhrepps
Anna lagði til að fréttabréf sveitarfélagsins yrði endurvakið.
Samþykkt að reyna að endurvekja póstinn. Eftir er að fá umsjónarmann í verkið og sjá hvernig þessu verður við komið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is