Sveitarstjórn 2014-2018

Sveitarstjórn 3. fundur, 23.07.2014

Sveitarstjórn 2014-2018

Fundargerð

 

3. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2014-2018, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri,  miðvikudaginn 23. júlí 2014  kl. 14:00.

 

Fundinn sátu: Eiríkur H. Hauksson, oddviti, Guðfinna Steingrímsdóttir, varaoddviti, Ólafur Rúnar Ólafsson, aðalmaður, Valtýr Þór Hreiðarsson, aðalmaður, Halldór Jóhannesson, aðalmaður, Anna Karen Úlfarsdóttir, 1. Varamaður.

 

Fundargerð ritaði: Anna Karen Úlfarsdótir

 

Fundi seinkaði til 14:15

 

 

 

Dagskrá:

 

Almenn mál

 

1.  

Skipun nefnda fyrir kjörtímabilið 2014-2018

 

 

Áður á dagskrá 2. fundar sveitarstjórnar þann 4. júlí 2014.

Oddviti lagði til að bókasafnsnefnd yrði skipuð óbreytt frá fyrra kjörtímabili. Samþykkt samhljóða.

 

Bókasafnsnefnd:

 

Sólveig Guðmundsdóttir

Guðríður Snjólfsdóttir

Anna Jóhannesdóttir.

 

Varamenn:

Níels Hafstein

Halldóra Marý Kjartansdóttir

Anna María Snorradóttir, sem jafnframt er umsjónarmaður safnsins.

 

 

 

 

2. 

Þóknun sveitarstjórnar og nefndarfulltrúa kjörtímabilið 2014-2018

 

 

Áður á dagskrá 2. fundar sveitarstjórnar þann 4. júlí 2014.

Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi tillögu eftir að hafa kynnt sér vel laun sveitarstjórnarmanna í nágrannasveitarfélögum.

 

Sveitarstjórnarfulltrúar:

Oddviti: 10% af þingfararkaupi á mánuði og 2% af þingfararkaupi fyrir setinn fund        

Aðrir fulltrúar í sveitarstjórn: 5% af þingfararkaupi á mánuði og 2% af þingfararkaupi fyrir setinn fund

Varamenn í sveitarstjórn: 2% af þingfararkaupi fyrir setinn fund

Nefndarmenn:

Formaður nefndar: 3% af þingfararkaupi fyrir setinn fund          

Aðrir nefndarmenn: 2% af þingfararkaupi fyrir setinn fund

 

Var tillagan samþykkt samhljóða.

 

 

 

 

3.  

Fundartími sveitarstjórnar

 

 

Áður á dagskrá 2. fundar sveitarstjórnar þann 4. júlí 2014.

Seinni umræða um fundartíma sveitarstjórnar. Fyrri afgreiðsla staðfest og mun sveitarstjórn funda framvegis annan hvern miðvikudag kl. 14:00.

 

 

 

 

4.  

Framkvæmdir og fjárfestingar 2014

 

 

Farið yfir stöðu framkvæmda og fjárfestinga.

Oddviti gerði grein fyrir stöðu þeirra verkefna sem í gangi eru.

 

 

 

 

 

5.  

Áskorun til sveitarstjórnar

 

 

Oddviti, Eiríkur  H. Hauksson, vék af fundi undir umræðum um þennan lið.

Anna Karen Úlfarsdóttir tók sæti hans. Oddviti fól varaoddvita, Guðfinnu Steingrímsdóttur, fundarstjórn.

Guðfinna las upp áskorun sem borist hafði sveitarstjórn og lagði svo fram eftirfarandi tillögu. Sveitarstjórn endurskoði ákvörðun sína frá 4. júlí um ráðningu sveitarstjóra og auglýsi stöðuna lausa til umsóknar. Því næst gerðu sveitarstjórnarmenn grein fyrir atkvæði sínu og var tillagan felld með þremur atkvæðum gegn tveimur.

 

 

6.  

 

Ráðning í stöðu húsvarðar

 

 

Oddviti tók á ný við fundarstjórn  og fór yfir þær umsóknir sem borist höfðu um stöðuna, en þær voru níu talsins. Ákveðið var að fela oddvita og varaoddvita, í samráði við skólastjóra, að ræða við valda umsækjendur.

 

 

 

 

7.  

Ráðning í stöðu sveitarstjóra

 

 

Oddviti, Eiríkur H. Hauksson, vék af fundi undir umræðum um þennan lið. Anna Karen Úlfarsdóttir tók sæti hans. Oddviti fól varaoddvita, Guðfinnu Steingrímsdóttur, fundarstjórn. Varaoddviti fór fram á að gert yrði fundarhlé til kl. 15:30.

 

Fundur settur aftur kl. 15:30.

Ráðningarsamningur sveitarstjóra var lagður fram til staðfestingar. Valtýr fór yfir ráðningarsamninginn og þau atriði sem höfð voru til hliðsjónar við gerð hans. En Valtý og Guðfinnu hafði, á síðasta fundi sveitarstjórnar, verið falið að gera drög að samningi. Ráðningarsamningurinn, þar sem Eiríkur H. Hauksson er ráðinn sveitarstjóri frá 1. ágúst 2014, var samþykktur samhljóða. 

 

 

 

 

8.  

Yfirlýsing oddvita

 

 

 

Oddviti tók á ný við fundarstjórn. Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna. Eiríkur skilaði inn yfirlýsingu til sveitarstjórnar þar sem fram kom að hann óskað eftir að hætta sem oddviti frá og með 1. ágúst og að

1. varamaður taki sæti hans. Sveitarstjórn samþykkti yfirlýsinguna.

Var því nauðsynlegt að velja nýjan oddvita. Fram kom í máli Guðfinnu, varaoddvita, að hún óskaði eftir því að vera áfram varaoddviti næsta árið og stakk hún upp á Valtý Hreiðarsyni sem oddvita. Var Valtýr kosinn oddviti til eins árs frá og með 1 ágúst 2014 og Guðfinna varaoddviti til sama tíma.

 

9.  

Trúnaðarmál

Fært í trúnaðarmálabók.

 

 

 

 

 

 


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is