Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 30. fundur 12.06.2012

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð

30. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 12. júní 2012 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sandra Einarsdóttir aðalmaður, og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.  1206008 - Kosning oddvita og varaoddvita 2012
Kosning oddvita og varaoddvita til loka kjötímabils sveitarstjórnar skv. 13. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Guðmundur Bjarnason var endurkjörinn oddviti og Helga Kvam var endurkjörin varaoddviti. Kjörið gildir til loka kjörtímabilsins.       

2.  1203006 - Drög að verkefnislýsingu vegna vinnu við svæðisskipulag Eyjafjarðar.
Í bréfi dagsettu 6. júní 2012 óskar Bjarni Kristjánsson, fyrir hönd samvinnunefndar um svæðisskipulag Eyjafjarðar, eftir samþykki sveitarstjórnar fyrir auglýsingu áður samþykktrar verkefnislýsingar með breytingum sem gerðar hafa verið á texta vegna athugasemda sem bárust frá Eyjafjarðarsveit og Akureyrarkaupstað.
Sveitarstjórn samþykkir að verkefnislýsingin með áorðnum breytingum verði auglýst.

3.  1206003 - Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf.
Í bréfi dagsettu 1. júní 2012 boðar stjórn Greiðrar leiðar ehf. til aðalfundar félagsins þann 18. júní n.k.
Samþykkt að Eiríkur mæti á fundinn og fari með umboð sveitarfélagsins  á fundinum.

4.  1206005 - Beiðni um styrk til Aflsins fyrir árið 2012
Í bréfi dagsettu 26. apríl 2012 óskar Hrefna Waage, fyrir hönd Aflsins, systursamtaka stígamóta, eftir rekstrarstyrk frá Svalbarðsstrandarhreppi fyrir árið 2012.
Sveitarstjóra falið að greiða út styrkinn í samræmi við fjárhagsáætlun.

5.  1206011 - Boð um þátttöku í undirbúningsfélagi vegna kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum
Stofnað hefur verið undirbúningsfélag vegna áforma um kaup sveitarfélaga á Norðausturlandi um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Félaginu er ætlað að kanna grundvöll kaupanna og eiga viðræður við fyrirhugaðan leigjanda. Svalbarðsstrandarhreppi stendur til boða að gerast hluthafi í félaginu.
Sveitarstjórn samþykkir að gerast aðili að undirbúningsfélaginu, hámarksupphæð til hlutabréfakaupa kr.75.000,-Sveitarstjórn lítur svo á að þátttakan í þessu undirbúningsfélagi sé stuðningsyfirlýsing við verkefnið.  

6.  1206006 - Bréf um umsóknir um styrki úr styrktarsjóð EBÍ 2012
Í bréfi dagsettu 22. maí 2012 lýsir Anna Sigurðardóttir, fyrir hönd Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, eftir umsóknum um styrki úr styrktarsjóði EBÍ samkvæmt reglum sjóðsins. Umsóknarfrestur er til loka ágústmánaðar.
Ákveðið að sækja um styrk til hönnunar á hjólastíg. Sveitarstjóra falið að senda umsókn um styrkinn.       

7.  1206004 - Efnistaka, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum
Í bréfi dagsettu 31. maí 2012, vekja Kristín Linda Árnadóttir forstjóri umhverfisstofnunar og Stefán Thors forstjóri Skipulagsstofnunar athygli á lagaákvæðum sem snerta efnistöku, framkvæmdaleyfi og mat á umhverfisáhrifum.
Lagt fram til kynningar.       

8.  1206009 - Kynning á innheimtuþjónustu Motus
Borist hefur kynningarefni frá Motus ehf. um innheimtuþjónustu fyrirtækisins. Eiríkur H. Hauksson vék af fundi. Lagt fram til kynningar. Rætt um innheimtumál almennt og ákveðið að skoða þá möguleika sem bjóðast. 

9.  1206007 - Ósk um styrktarsamning
Í bréfi dagsettu 1. júní 2012 óskar Þorsteinn Marinósson, fyrir hönd Ungmennasambands Eyjafjarðar, eftir að sveitarstjórn taki til umræðu gerð styrktarsamnings við sambandið til þriggja ára.
Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum á svæðinu um hvaða leið þau munu fara.    

10.  1206001 - Ráðning flokksstjóra í vinnuskóla 2012
Fjórar umsóknir bárust um starf flokksstjóra í Vinnuskóla Svalbarðsstrandar 2012. Gengið hefur verið frá ráðningu Helgu Þórðardóttur í starfið. Helga var metin hæfust á grundvelli reynslu hennar af sambærilegum störfum.
Sveitarstjórn býður Helgu velkomna til starfa.

11.  1206002 - Ráðning sumarstarfsmanna 2012
Ein umsókn barst um stöður fyrir námsmenn sem auglýstar voru hjá Svalbarðsstrandarhreppi, en styrkur hafði fengist frá Vinnumálastofnun til ráðningar í þrjú störf. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun er heimilt er að ráða atvinnuleitendur í störfin sem af gengu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
Umræður voru um ráðningar sumarstarfsmanna, sveitarstjóra er veitt heimild til að manna þær stöður sem styrkur er greiddur með frá Vinnumálastofnun.

12. 1204012 - Rekstur sundlaugar sumarið 2012
Sólveig Hjaltadóttir hefur verið ráðin til að sinna sundlaugarvörslu í sumar. Sólveig var eini umsækjandinn um stöðuna.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við Sólveigu um opnunartíma, samþykkt að hafa opið frá 17-20 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og einnig sunnudaga frá kl.10 - 13. Einnig var ákveðið að ráða manneskju starfsmann í afleysingu. Nú er ljóst að ekki er heimilt að leiga út sundlaugina án gæslu og í framhaldi af því var rætt um gjaldskrá vegna útleigu með gæslu. Ákveðið að gjald fyrir útleigu á lauginni með gæslu verði kr.12.000,- fyrir að hámarki tveggja tíma leigu.

13.  1206010 - Sumarleyfi sveitarstjórnar
Rætt um sumarleyfi sveitarstjórnar 2012.
Ekki verður um að ræða sumarleyfi hjá sveitarstjórn og stefnt að júlí fundi á venjulegum fundartíma.

14.  1206012 - Umsókn um skipulagsheimild vegna byggingar sólskála
Haraldur Árnason, HSÁ teiknistofu ehf. hefur, fyrir hönd Roars Kvam og Unnar Gígju Kjartansdóttur Kvam, óskað eftir skipulagsheimild fyrir sólskála við Fossbrekku skv. meðfylgjandi teikningu.
Helga Kvam vék af fundi undir þessum lið. Sveitarsjórn samþykkir að veita umrædda heimild með vísan í 3.mgr 44.gr Skipulagslaga nr.123/2010. Þar sem framkvæmdin varðar ekki hagsmuni annarra en framkvæmdaaðila ákveður sveitarstjórn að falla frá grenndarkynningu.

15.  1205013 - Framkvæmdir árið 2012
Sveitarstjóri fer yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir sumarsins.
Nú er uppsláttur við gámaplanið að fara af stað í næstu viku. Sveitarsjóra falið að óska eftir tilboðum í malbikun plansins. Rætt var um stígaframkvæmdir. Sveitarsjóra falið að láta klára hönnun stíganna og búa til útboðsgögn fyrir næsta sveitarstjórnarfund. Önnur verkefni eru í farvegi.

16.  1206013 - Bílamál vinnuskóla
Komið hefur til tals að kaupa 9 manna bíl fyrir sveitarfélagið til að nota í vinnuskóla á sumrin og fyrir ferðir á vegum skólanna á veturna.
Eiríkur H. Hauksson kom aftur inn á fundinn. Sandra vék af fundi undir þessum lið. Rætt um bílamál vinnuskóla. Ákveðið að setja allt að 3 milljónir til bílakaupa og kaupa þokkalega góðan bíl sem myndi nýtast skólunum líka yfir veturinn. Sveitarstjóra falið að leita eftir bíl og leggja tillögur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.      

17.  1205003F - Skipulagsnefnd - 17
Fundargerð 17. fundar skipulagsnefndar þann 30. maí 2012 var tekin til afgreiðslu á 30. fundi sveitarstjórnar þann 12. júní 2012. Sjá afgreiðslu einstakra liða í fundargerðinni.

17.1.  1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
Guðmundur Bjarnason og Sandra Einarsdóttir véku af fundi undir þessum lið.Afgreiðsla skipulagsnefndar var staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar þann 12. júní 2012. Lagt var fram breytingablað vegna óverulegrar aðalskipulagsbreytingar. Sveitarstjórn samþykkir breytinguna og felur sveitarstjóra að leita eftir staðfestingu Skipulagsstofnunar.

17.2.    1202016 - Deiliskipulag byggðar norðan Valsár
Afgreiðsla skipulagsnefndar var staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar þann 12. júní 2012.

Eiríkur Hauksson vék af fundi

17.3.  1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
Afgreiðsla Skipulagsnefndar var staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar þann 12. júní 2012. Haukur Halldórsson kom á fundinn að ósk sveitarstjórnar til að ræða framhald málsins.

17.4.  1205015 - Ósk um afstöðu skipulagsnefndar til byggingarleyfisumsóknar í Kotabyggð
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 17. fundi var staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar þann 12. júní 2012.

Eiríkur kom aftur inn á fundinn. Jón Hrói Finnsson vék af fundi.

18.  1205004F - Skólanefnd - 16
Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar. Fundargerð 16. fundar skólanefndar frá 1. júní 2012 var tekin til afgreiðslu á 30. fundi sveitarstjórnar þann 12. júní 2012. Sjá afgreiðslu einstakra liða í fundargerðinni.

18.1.  1202005 - Skóladagatal Valsárskóla 2012-2013
Afgreiðsla skólanefndar á 16. fundi var staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar þann 12. júní 2012.

18.2.  1205016 - Ráðningar í Valsárskóla fyrir skólaárið 2012-2013
Afgreiðsla skólanefndar á 16. fundi var staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar þann 12. júní 2012.

18.3.  1205017 - Starfsemi Valsárskóla skólaárið 2012-2013
Afgreiðsla skólanefndar á 16. fundi var staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar þann 12. júní 2012.

Jón Hrói kom aftur til fundar.

Tvö erindi hafa borist eftir boðun fundar sem óskað er eftir að sveitarstjórn taki á dagskrá. Sveitarstjórn samþykkir að taka á dagskrá erindi frá Hauki Halldórssyni f.h. Bjarnargerðis ehf varðandi umsögn frá sveitarstjórn vegna fyrirhugaðrar stofnunar lóðar út úr Sveinbjarnargerði II. Sveitarstjórn telur að erindi Hauks Halldórssonar, fyrir hönd Veigastaða ehf. krefjist frekari undirbúnings. Erindinu er því vísað til næsta fundar sveitarstjórnar.

19.  1206014 - Ósk um umsögn um landskipti úr jörð Sveinbjarnargerðis
Í bréfi dagsettu 11. júní 2012 óskar Haukur Halldórsson, fyrir hönd Bjarnargerðis ehf, eftir umsögn sveitarstjórnar um fyrirhugaða stofnun 3330 m2 lóðar og skipti hennar út úr landi Sveinbjarnargerðis II samkvæmt meðfylgjandi teikningum.
Sveitarstjórn lýsir sig samþykka fyrirhugaðri breytingu og gerir engar athugsemdir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20.00.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is