Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn 31. fundur 04.07.2012

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
31. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 4. júlí 2012 kl. 20:00.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sandra Einarsdóttir aðalmaður, Stefán H. Björgvinsson 1. varamaður, Sigurður Halldórsson 2. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Oddviti lagði til að liður eitt í fundargerð yrði færður aftar í dagskránni og yrði nr. 3. Eiríkur H. Hauksson vék af fundi undir liðum 1 og 2 í breyttri dagskrá. Stefán H. Björgvinsson (1. varamaður) tók sæti hans. Sigurður Halldórsson (2. varamaður) sat einnig fundinn. Samþykkt var að hann hefði málfrelsi og tillögurétt.

Dagskrá:

1.  1205015 - Afstaða sveitarstjórnar til byggingarleyfisumsóknar í Kotabyggð.
Áður á dagskrá sveitarstjórnar á 30. fundi þann 12. júní s.l.
Leitað hefur verið álits lögmannstofu á þeirri stöðu sem uppi er varðandi gildi deiliskipulags í Kotabyggð.
Þótt gert sé ráð fyrir tímabundinni blöndun frístundabyggðar og íbúðarbyggðar í Kotabyggð í greinargerð aðalskipulags er það niðurstaða sveitarstjórnar að ekki sé að finna í textanum skýra heimild til byggingar nýrra frístundahúsa heldur sé þar aðeins gert ráð fyrir að eldri byggð haldi sér. Til að leyfa slíkt frávik hefði heimild til þess þurft að koma fram með skýrum hætti í aðalskipulaginu að mati lögfræðinga.
Afstaða sveitarstjórnar er því að ekki sé heimilt að gefa út byggingarleyfið.
Niðurstaða sveitarstjórnar er meðal annars byggð á áliti Skipulagsstofnunar og lögmannsstofunnar Landslaga.

2.  1107012 - Ósk um tilfærslu byggingarreits á lóð nr. 34 í Kotabyggð
Áður á dagskrá á 17. fundi sveitarstjórnar þann 12. júlí 2011.
Í bréfi dagsettu 11. júní 2012 ítrekar Haukur Halldórsson óskir Veigastaða ehf. um heimild til tilfærslu byggingarreits á lóð nr. 34 í Kotabyggð og minniháttar breytingu á lóðamörkum lóðarinnar og lóðar nr. 25.
Sveitarstjórn er meðmælt því að þessi tilfærsla verði gerð en mælir með að í nýju deiliskipulagi sem verið er að vinna, verði gert ráð fyrir þessari breytingu. Sbr. bókun skipulagsnefndar frá 11. júlí 2011.  

Eiríkur H. Hauksson kom inn á fundinn að loknum fyrri liðum. Varamenn sátu fundinn áfram sem áheyrnarfulltrúar.

3.  1207001 - Viðræður við Vegagerðina um samstarf í girðingamálum
Þann 22. júní átti sveitarstjóri fund með fulltrúum Vegagerðarinnar um samstarf um viðhald fjallsgirðingar í Svalbarðsstrandarhreppi skv. 51. gr. vegalaga nr. 80/2007. Sveitarstjóri gerir grein fyrir efni og niðurstöðu fundarins.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir sögu málsins og fundi sem hann átti með Birgi Guðmundssyni og Pálma Þorsteinssyni f.h. Vegagerðarinnar um samstarf um færslu á girðingarskyldu Vegagerðarinnar frá þjóðvegi að fjallgirðingu.
Vegagerðin tók jákvætt í erindið. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu. Sveitarstjóra og oddvita falið að hafa samband við landeigendur varðandi legu girðingarinnar.

4.  1205013 - Framkvæmdir árið 2012
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir sumarsins.
Gámaplanið er langt komið, búið að slá upp og komið að því að steypa.
Lagðar voru fram tillöguteikningar af stígnum frá skólanum niður í fjöru og milli Laugatúns og Smáratúns.
Blómakerin eru komin til Akureyrar og einungis eftir að koma þeim á Svalbarðseyri, en verið að leyta að hentugum bekkjum.   

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 22:00.Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is