Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 33. fundur 14.08.2012

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð

33. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 14. ágúst 2012 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sandra Einarsdóttir aðalmaður, Stefán H. Björgvinsson aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.  1205013 - Framkvæmdir árið 2012
Sveitarstjóri fór yfir stöðuna varðandi framkvæmdir á vegum sveitarfélagins. Lögð fram hönnunargögn vegna göngustíga o.fl.
Borist hefur athugasemd frá Kjarnafæði vegna fyrirhugaðrar aðkeyrslu að gámarampi og ósk um að hún verði færð 2m sunnar, þ.e. að lóðarmörkum lóðarinnar við Berg.
Farið var yfir hönnunargögnin, útreikninga og kostnaðartölur, frá Verkís varðandi stígana, annars vegar stíg við Smáratún og hins vegar stíg meðfram Valsá. Sveitarstjóra falið að kynna áætlunina fyrir íbúum húsanna sem eiga lóðir að fyrirhuguðu framkvæmdasvæði. Gera þarf lítilsháttar breytingar á kostnaðaráætlun fyrir stíginn meðfram Valsá en gögnin að öðru leyti samþykkt.Sveitarstjóra falið að láta leiðrétta gögnin og bjóða framkvæmdirnar út.
Sveitarstjórn samþykkir að verða við óskum Kjarnafæðis og færa aðkeyrsluna að rampinum að lóðarmörkum Bergs.
Búið er að kaupa bekkina, nema áningarbekkinn sem setja á við Hamarinn, og einungis eftir að koma þeim fyrir.

2.  1208003 - Skólaakstur 2012-2013
Sveitarstjóri óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að framlengja samning við Einar Grétar Jóhannsson um skólaakstur.
Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra heimildina.

3.  1207006 - Ósk um styrk vegna rannsóknar á eyðibýlum 2012
Áður á dagskrá 32. fundar sveitarstjórnar þann 6. júlí 2012.
Borist hefa frekari upplýsingar varðandi umsókn Eyðibýlis-áhugamannafélags um styrk vegna kostnaðar við rannsóknir á eyðibýlum og yfirgefnum húsum í Svalbarðsstrandarhreppi, skv. beiðni sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir að veita kr. 50.000,- í styrk til verkefnisins. Þar sem ekki er gert ráð fyrir þessum útgjöldum í fjárhagsáætlun verður útgjöldum mætt með lækkun á eigin fé.

4.  1101005 - Samþykkt um sameiginlegan rekstur byggingarnefndar og byggingarfulltrúaembættis
Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisráðuneytisins þar sem komið er á framfæri athugasemdum við innsenda samþykkt um byggingarfulltrúaembætti Eyjafjarðar.
Málið var rætt á vorfundi framkvæmdastjórnar Byggingarfulltrúaembættisins. Niðurstaðan var að leggja til að orðalagi samþykktarinnar verði breytt með hliðsjón af athugasemdum ráðuneytisins og greinar 4-7 verði teknar út, enda eigi efni þeirra frekar heima í samningi á milli sveitarfélaganna en í samþykkt sem staðfest er af ráðherra. Framkvæmdastjórnin mun á næstunni leggja fram til samþykktar uppfærð drög samkvæmt framansögðu.

5.  1207001 - Viðræður við Vegagerðina um samstarf í girðingamálum
Sveitarstjóri hefur aflað upplýsinga um framkvæmd samnings um viðhald girðinga á milli Húnaþings vestra og Vegagerðarinnar.
Vísað er til bókunar í 3. lið 31. fundar sveitarstjórnar þann 4. júlí varðandi framhald málsins.

6.  1204012 - Rekstur sundlaugar sumarið 2012
Umræður um hversu lengi fram á haustið sundlaugin eigi að vera opin.
Ákveðið að hafa sundlaugina opna til ágústloka.

7.  1208002 - Þátttaka Sambands íslenskra sveitarfélaga í verkefninu „Nýsköpun í opinberum rekstri“
Í bréfi dagsettu 6. júlí tilkynnir Anna G. Björnsdóttir, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, um þátttöku sambandsins í verkefninu "Nýsköpun í opinberum rekstri" og ráðstefnu sem haldin verður í tengslum við það þann 30. október 2012.
Lagt fram til kynningar.

8.  1208001 - Fundargerð 145. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands Eystra
Fundargerð 145. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra lögð fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is