Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 34. fundur 11.09.2012

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð

34. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 11. september 2012 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sandra Einarsdóttir aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1. 1209018 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2013
Umræður um forsendur fjárhagsáætlunar 2013 og stefnu sveitarstjórnar í fjárhagsáætlunargerðinni.
Rætt um forsendur áætlunarinnar og einstaka liði. Stefna sveitarstjórnar er að gæta ýtrasta aðhalds við gerð fjárhagsáætlunar eins og verið hefur.

2. 1209015 - Gjaldskrá geymslusvæðis fyrir gáma
Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir leigu á geymslusvæði fyrir gáma á gámasvæði Svalbarðsstrandarhrepps á Svalbarðseyri og tengda þjónustu.
Tillagan rædd og samþykkt að gjald fyrir hvern gám verði kr.16.500,- á ári án rafmagnstengingar. Árgjald fyrir rafmagnstengingu og mælaleigu verði kr.12.000,- Orkunotkun skal innheimt eftir mæli.

3. 1209001 - Aukning hlutafjár í Greiðri leið ehf.
Í bréfi frá 31. ágúst 2012 tilkynnir Pétur Þór Jónasson, fyrir hönd stjórnar Greiðrar leiðar ehf. um ákvörðun stjórnar um að fullnýta heimild frá aðalfundi félagsins þann 30. júní til að auka hlutafé um 100 mkr. Sem hluthafi í félaginu á Svalbarðsstrandarhreppur forkaupsrétt að nýju hlutafé í sama hlutfalli og núverandi hlutafjáreign sveitarfélagsins í félaginu á sölugenginu 1.
Samþykkt að nýta forkaupsrétt sveitarfélagsins að hlutafé fyrir kr. 500.000,- og að útgjöldunum verði mætt með lækkun eiginfjár. Samþykkt þessi skoðast sem viðauki við fjárhagsáætlun 2011.

4. 1209014 - Gjaldskrá gatnagerðargjalda í Svalbarðsstrandarhreppi
Samkvæmt lögum um gatnagerðargjöld nr. 153/2006 ber sveitarfélaginu að innheimta gatnagerðargjöld af nýbyggingum í þéttbýli.
Farið var yfir núverandi samykkt um gatnagerðargjald nr.614/2007 og ákveðið að halda henni óbreyttri.

5. 1209020 - Æskulýðsrannsóknin „Ungt fólk 1992-2012“
Lagðar fram til kynningar niðurstöður æskulýðsrannsóknarinnar „Ungt fólk 2012“ sem gerð var meðal nemenda 8.-10. bekkjar grunnskóla.

6. 1209017 - 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar
Í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá því að Akureyri fékk kaupstaðarréttindi var fulltrúum Svalbarðsstrandarhrepps boðið til hádegisverðar á Akureyri. Sveitarstjóri og oddviti mættu fyrir hönd sveitarfélagsins. Af þessu tilefni gáfu 12 sveitarfélög á Norðausturlandi Akureyrarkaupstað 1 mkr. sem varið verður til uppsetningar á ljósmyndavef Akureyrar. Hlutur Svalbarðsstrandarhrepps í gjöfinni er kr. 52.400,- auk hlutdeildar í kostnaði vegna gjafarinnar.

7. 1209019 - Fundir fjárlaganefndar með sveitarstjórnum haustið 2012
Í bréfi dagsettu 3. september 2012 býður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrir hönd fjárlaganefndar Alþingis, sveitarstjórn til fundar með nefndinni 8.,10., 12. eða 15. október.
Ákveðið að óska eftir fundi.

8. 1209021 - Ósk um umsögn um frumvarp til náttúruverndarlaga
Í bréfi frá 3. september 2012 óskar Lára K. Traustadóttir, fyrir hönd ráðherra, eftir umsögn sveitarstjórnar um frumvarp til náttúruverndarlaga. Umsagnarfrestur er til 25. september.
Rætt um að bagalegt sé hversu stuttur tími er að jafnaði gefinn til umsagnar um frumvörp og reglugerðir sem óskað er eftir umsögnum um. Vísað til næsta fundar.

9. 1209022 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2012
Í bréfi frá 3. september 2012 boða Ragnhildur Hjaltadóttir og Elín Pálsdóttir, fyrir hönd Innanríkisráðherra, til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þann 26. september kl. 16.
Kynnt.

10. 1209023 - Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra tekna af fasteignaskatti 2012
Í bréfi frá 30. ágúst 2012 tilkynna Elín Pálsdóttir og Halldór V. Kristjánsson, fyrir hönd innanríkisráðherra um uppgjör á framlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna lækkunar á tekjum af fasteignaskatti árið 2012.
Kynnt.

11. 1209024 - Bréf framkvæmdastjóra til stofnaðila Menningarfélagsins Hofs
Í bréfi dagsettu 15. ágúst 2012 kynnir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hofs áherslur og viðburði í starfsemi komandi vetrar.
Kynnt.

12. 1209025 - Áherslur Sambands íslenskra sveitarfélaga við gerð frumvarps til laga um almenningssamgöngur
Lagt fram til kynningar minnisblað Guðjóns Bragasonar til Skipulagsmálanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga um áherslur fulltrúa sambandsins í vinnu við undirbúning frumvarps um almenningssamgöngur.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps gerir athugasemdir við áherslur Sambands íslenskra sveitarfélaga á skilgreiningu á hlutverk landshlutasamtaka við skipulagningu almenningssamgangna í lögum. Réttara væri að leggja áherslu á hlutverk sveitarfélaga í þeirri skipulagningu og láta sveitarfélögum eftir að skilgreina hlutverk landshlutasamtaka.

13. 1205013 - Framkvæmdir árið 2012
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir sumarsins. Framkvæmdir við göngustíga á Svalbarðseyri eru nú tilbúnar til útboðs og verða boðnar út í áfangaskiptu útboði. Gámaplanið er nú frágengið og tilbúið, einungis eftir að setja gámana upp að rampinum. Búið er að leggja ljósleiðara inn í skólann og virkja tengingu milli skóla og leikskóla. Hönnun á breytingum úr "skólastjóraíbúð" í skrifstofuhúsnæði er að fara í gang og á að vera lokið um áramót. Sveitarstjóra er falið að segja upp leigu á húsnæðinu sem sveitarstjórnarskrifstofan er nú í.

14. 1209001F - Skipulagsnefnd - 18
Fundargerð 18. fundar skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014 þann 5. september 2012 var tekin fyrir á 34. fundi sveitarstjórnar þann 11. september 2012. Sjá afgreiðslu einstakra liða.

14.1.    1202016 - Deiliskipulag byggðar norðan Valsár
Bókun skipulagsnefndar á 18. fundi hennar þann 5. september 2012 var staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar þann 11. september 2012.

14.2.    1209003 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna Kotabyggðar
Bókun skipulagsnefndar á 18. fundi hennar þann 5. september 2012 var staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar þann 11. september 2012.

14.3.    1209002 - Niðurfelling vega á Svalbarðseyri af vegaskrá
Bókun skipulagsnefndar á 18. fundi hennar þann 5. september 2012 var staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar þann 11. september 2012.

14.4.    1209005 - Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um gerð Landsskipulagsstefnu
Bókun skipulagsnefndar á 18. fundi hennar þann 5. september 2012 var staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar þann 11. september 2012.

14.5.    1209006 - Aðgerðir til að lækka umferðarhraða á Vaðlaheiðarvegi
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir við Vegagerðina að gerð verði tilraun með að setja hraðahindrun norðan við Værðarhvamm til að byrja með en beðið verði með að setja við Vaðlabyggðina og sunnan gatnamótanna. Einnig samþykkt að óska eftir skilti "börn að leik" og 50 km hraðaskilti norðan við afleggjarann að Valsárskóla.  

15. 1209002F - Skólanefnd - 18
Fundargerð 18. fundar skólanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014 þann 6. september 2012 var tekin fyrir á 34. fundi sveitarstjórnar þann 11. september 2012. Sjá afgreiðslu einstakra liða.

15.1.  1205016 - Ráðningar í Valsárskóla fyrir skólaárið 2012-2013
Bókun skólanefndar á 18. fundi hennar þann 6. september 2012 var staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 11. september 2012.

15.2.  1205017 - Starfsemi Valsárskóla skólaárið 2012-2013
Bókun skólanefndar á 18. fundi hennar þann 6. september 2012 var staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 11. september 2012.

15.3.  1209009 - Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Bókun skólanefndar á 18. fundi hennar þann 6. september 2012 var staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 11. september 2012.

15.4.  1209010 - Innheimta vangreiddra gjalda í skólum
Bókun skólanefndar á 18. fundi hennar þann 6. september 2012 var staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 11. september 2012.

15.5.    1209007 - Umsókn um undanþágu frá reglum um aldursmörk í leikskóla
Bókun skólanefndar á 18. fundi hennar þann 6. september 2012 var staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 11. september 2012.

15.6.    1102016 - Innritunarreglur leikskóla
Bókun skólanefndar á 18. fundi hennar þann 6. september 2012 var staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 11. september 2012.

15.7.    1209012 - Kirkjuskólinn
Bókun skólanefndar á 18. fundi hennar þann 6. september 2012 var staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 11. september 2012. Sveitarstjórn harmar þó þessa þróun.

15.8.  1209013 - Vinna við nýja skólanámsskrá Álfaborgar
Bókun skólanefndar á 18. fundi hennar þann 6. september 2012 var staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 11. september 2012.

15.9.  1206016 - Skóladagatal Álfaborgar 2012-2013
Afgreiðslu liðarins frestað. Sveitarstjórn óskar eftir að valkostir varðandi sumarlokun verði skoðaðir nánar.

15.10.  1209011 - Verklagsreglur í eineltismálum í Álfaborg
Bókun skólanefndar á 18. fundi hennar þann 6. september 2012 var staðfest á 34. fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 11. september 2012.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:30.Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is