Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 35. fundur 24.09.2012

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
35. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, mánudaginn 24. september 2012 kl. 17:00.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Sandra Einarsdóttir aðalmaður, Stefán H. Björgvinsson 1. varamaður, Sigurður Halldórsson 2. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

1.  1209030 - Stígagerð á Svalbarðseyri 2012-13
Þrjú tilboð bárust í gerð göngustíga á Svalbarðseyri sem auglýst var með tilboðsfresti til 20. september. Þau voru eftirfarandi:

  1. G. Hjálmarssyni, kr. 6.457.000,-
  2. IceFox, kr. 7.822.500,-
  3. Bæjarverk, kr. 9.822.900,-

Sveitarstjórn samþykkir að taka tilboði G. Hjálmarssonar, sem átti lægsta tilboð. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum við fyrirtækið.

2.  1209027 - Umsókn um nafnaskráningu á lóð 199999
Í bréfi frá 15. ágúst 2012 óska Bent og Freyja Frisbæk eftir því að íbúðarlóð þeirra í landi Geldingsár, með landnúmer 199999 fái nafnið Eyjaberg í opinberum skrám.
Sveitarstjórn samþykkir nafngiftina Eyjaberg.

3.  1209031 - Kveðja frá Vesturbyggð
Þann 13. september 2012 bárust hlýjar kveðjur frá bæjarráði Vesturbyggðar til íbúa norðausturhluta landsins vegna þeirra náttúruhamfara sem urðu þar þann 10. september s.l.
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps þakkar hugheilar kveðjur og þá hluttekningu sem auðsýnd er með þeim.

4.  1209004F - Félagsmálanefnd - 4
Fundargerð 4. fundar félagsmálanefndar frá 14. september 2012 var tekin fyrir á 35. fundi sveitarstjórnar þann 24. september 2012.

4.1. 1205012 - Umsókn um leyfi til daggæslu í heimahúsi
Afgreiðsla félagsmálanefndar Svalbarðsstrandarhrepps á 4. fundi þann 14. september 2012 var staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar þann 24. september 2012.

5.  1209032 - Hætta á mengun vatnsbóla vegna fjárdauða
Tekið á dagskrá að frumkvæði oddvita með samþykki allra fundarmanna.
Sveitarstjórn lýsir áhyggjum sínum af mengunarhættu í einkavatnsbólum í sveitarfélaginu vegna þess fjár sem grófst í fönn og drapst í hlíðum Vaðlaheiðar í áhlaupinu þann 10. september s.l. Vegna snjóþyngsla í giljum og lækjarfarvegum getur liðið langur tími þar til hægt verður að finna og fjarlægja þau hræ sem eru ófundin.
Sveitarstjóra falið að hafa samband við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra um viðeigandi aðgerðir, s.s. upplýsingagjöf til eigenda veitna og vatnsbóla um hættuna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is