Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 36. fundur 03.10.2012

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
36. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, miðvikudaginn 3. október 2012 kl. 19:00.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sandra Einarsdóttir aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.  1209030 - Stígagerð á Svalbarðseyri 2012-13
 Framkvæmdir við stígagerð meðfram Valsá eru að hefjast. Fulltrúar G. Hjálmarssonar hafa vakið athygli á að ódýrara væri að leggja ræsi í Valsá, þar sem göngustígurinn mun þvera hana, en að setja upp göngubrú.
Báðir kostirnir ræddir og ákveðið að breyta ekki fyrri ákvörðun um að hafa brú á gönguleiðinni, a.m.k. ekki að svo stöddu.

2.  1209001 - Aukning hlutafjár í Greiðri leið ehf.
Áður á dagskrá á 34. fundi sveitarstjórnar þann 11. september 2012.
Á 34. fundi sveitarstjórnar ákvað sveitarstjórn að fullnýta ekki áskriftarhlut sinn að hlutafé í Greiðri leið ehf. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri stöðu sem komin er upp varðandi frekari hlutafjáraukningu.
Sveitarstjórn samþykkir að endurskoða fyrri ákvörðun varðandi hlutafjáraukninguna og nýta að fullu forkaupsréttinn. Útgjöldunum skal mætt með lækkun á eigin fé.

3.  1210001F - Skipulagsnefnd - 19
Fundargerð 19. fundar Skipulagsnefndar 2010-2014 miðvikudaginn 3. október 2012 var tekin fyrir á 36. fundi sveitarstjórnar þann 3. október 2012.
Sjá afgreiðslu einstakra liða í fundargerðinni.

3.1. 1209026 - Umsókn um breytta aðkomu og leyfi fyrir bráðabirgðaaðstöðu
Sandra Einarsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 19. fundi hennar þann 3. október 2012 var staðfest á 36. fundi sveitarstjórnar þann 3. október 2012.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:15.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is