Fundargerđir

Sveitarstjórn 38. fundur

Fundargerđir

 

Fundargerđ

38.. fundur sveitarstjórnar Svalbarđsstrandarhrepps 2018-2022, haldinn í ráđhúsinu Svalbarđseyri, 4. febrúar 2020 kl. 14:00.

Fundinn sátu: Gestur J. Jensson, Anna Karen Úlfarsdóttir, Guđfinna Steingrímsdóttir, Ólafur Rúnar Ólafsson, Björg Erlingsdóttir, Árný Ţóra Ágústsdóttir og Vigfús Björnsson.

Fundargerđ ritađi: Gestur Jensson, Oddviti.

Gestir á fundinum:

Árni Ólafsson og Lilja Filippusdóttir frá Teiknistofa Arkitektar

Jón Hrói Finnsson og Róbert Ragnarsson frá RR ráđgjöf

Dagskrá:

1.

Ađalskipulag 2020- - 1901003

 

Fariđ yfir skipulag og tímasetningar funda vegna endurskođunar ađalskipulags Svalbarđsstrandarhrepps

 

Árni og Lilja frá Teiknistofu/Arkitekta komu á fundinn og fóru yfir ţá vinnu sem unnin hefur veriđ og ţau verkefni sem framundan eru. Rćtt er um ađ hafa kyningarfund fyrstu vikuna í apríl.

     

2.

Sólheimar 11 - 1902018

 

Málinu var frestađ á síđasta fundi. Sólheimar 11, ósk lóđarhafa um byggingu gestahúss í stađ bílageymslu

 

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerir grein fyrir byggingaráform lóđhafa í Sólheimum 11 sem tilkynnt voru til embćttisins í síđasta mánuđi. Í áformunum felst ađ reist verđi ţrískipt rúmlega 90 fm húsnćđi međ 2 íbúđareiningum og tćkjageymslu á milli. Tilkynningunni fylgja uppdrćttir frá Árna Árnasyni hjá Form arkitektastofu dags. 2019-12-01. Skv. gildandi deiliskipulagi Sólheima má reisa eitt einbýlishús ásamt bílgeymslu ađ hámarki 380 fm innan byggingarreita á skipulagssvćđinu, nema á lóđ 11 ţar sem ađskilinn byggingarreitur er afmarkađur fyrir 90 fm bílgeymslu.
Sveitarstjórn telur ađ byggingaráformin rúmist ekki innan gildandi deiliskipulags fyrir Sólheima og beinir ţví til lóđhafa ađ sótt verđi međ formlegum hćtti um deiliskipulagsbreytingu sem rúmar byggingaráformin.

     

3.

Starfslýsingar - 2001009

 

Drög ađ starfslýsingum fyrir skrifstofustjóra og umsjónarmann fasteigna lagđar fram til samţykktar.

 

Starfslýsingar umsjónarmanns fasteigna og skrifstofustjóra samţykktar.

     

4.

Tímabundin ráđning verkefnastjóra - 2001016

 

Oddviti leggur til ađ verkefnastjóri verđur ráđinn tímabundiđ vegna aukinna verkefna á skrifstofu hreppsins.

 

Vegna aukinna verkefna á skrifstofu hreppsins, innleiđingar jafnlaunastefnu, endurskođunar á samţykktum sveitarfélagsins, endurskođunar ađalskipulags og breytinga á stórnendateymi skóla samţykkir sveitarsjórn ađ ráđinn verđi verkefnastóri. Gert er ráđ fyrir ađ verkefnastjóri hefji störf í byrjun mars. Ţar sem um tímabundna stöđu er ađ rćđa og innan viđ 50% starfshlutfall ákveđur sveitarstjórn ađ starfiđ verđi auglýst á heimasíđu sveitarfélagsins og sveitarstjóra faliđ ađ ganga frá auglýsingu og ráđningu sem fyrst.

     

5.

Sameining sveitarfélaga - 1911003

 

Róbert Ragnarsson og Jón Hrói Finnsson, frá RR Ráđgjöf fara yfir sameingarmál sveitarfélaga.

 

Róbert og Jón Hrói mćttu á fundinn og fariđ var yfir ţau atriđi sem hafa ţarf í huga ţegar hugađ er ađ sameiningsarmálum.

     

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitiđ kl. 18:00.

   

 

Gestur J. Jensson

 

 Anna Karen Úlfarsdóttir

 Guđfinna Steingrímsdóttir

 

 Ólafur Rúnar Ólafsson

 Björg Erlingsdóttir

 

 Árný Ţóra Ágústsdóttir

 

 

 


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is