Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 41. fundur 15.01.2013

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
41. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 15. janúar 2013 kl. 13:30.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sandra Einarsdóttir aðalmaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.  1209018 - Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps 2013-2016
Áður á dagskrá sveitarstjórnar á 39. fundi þann 13. nóvember 2012 og á 40. fundi þann 11. desember 2012.
Farið var yfir forsendur langtímaáætlunar í fjárhagsáætlun. Sveitarstjórn sér ekki ástæðu til breytinga á áætlun vegna þeirra.

2.  1211014 - Samþykkt um hunda- og kattahald í Svalbarðsstrandarhreppi
Áður á dagskrá á 39. fundi sveitarstjórnar þann 13. nóvember 2012.
Sandra Einarsdóttir hefur lagt til breytingar á samþykkt um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu. Drög sem taka tillit til þeirra tillagna lögð fram til umræðu.
Farið yfir drögin. Sveitarstjóra falið skoða þá þætti sem ræddir voru á fundinum og leggja fram tillögur að breytingum á samþykktinni fyrir næsta fund sveitarstjórnar.

3.  1301004 - Fyrirkomulag við innheimtu fasteignargjalda 2013
Rætt um fyrirkomulag fasteignarskatts og fasteignargjalda.
Samþykkt að gjalddagar árið 2013 verði 8 eins og verið hefur, sá fyrsti þann 1. febrúar. Lágmark fyrir útgáfu greiðsluseðils skal vera kr. 500. Mörk fyrir skiptingu greiðslna á fleiri en einn gjalddaga eru óbreytt kr. 20.000,-.

4.  1212018 - Ósk Safnasafnsins um hækkun rekstrarstyrks
Í bréfi frá 12. desember 2012 óskar Níels Hafstein safnstjóri, fyrir hönd Safnasafnsins, eftir að Svalbarðsstrandarhreppur hækki rekstrarframlag sitt til safnsins.
Sveitarstjórn samþykkir að hækka styrk til safnsins úr 600.000,- í kr.700.000,- en framlagið hefur verið óbreytt frá árinu 2008. Hækkuninni verður mætt með lækkun á eigin fé. Samþykkt þessi skoðast sem viðauki við fjárhagsáætlun 2013.

5.  1209016 - Breytingar á húsnæði Svalbarðsstrandarhrepps
Hugmyndir hönnuðar að breytingum á húsnæði Svalbarðsstrandarhrepps við Valsárskóla fyrir skrifstofur sveitarfélagsins og Tónlistarskólann, lagðar fram til kynningar og umræðu.
Farið yfir tillögur að breytingum og settar fram athugasemdir. Sveitarstjóra falið að koma athugasemdum sveitarstjórnar á framfæri við hönnuðinn.

6.  1301001F - Skipulagsnefnd - 22
 Fundargerð 22. fundar skipulagsnefndar þann 14. janúar 2013 var tekin fyrir á 41. fundi sveitarstjórnar þann 15. janúar, sjá afgreiðslu einstakra liða.

6.1. 1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 22. fundi hennar þann 14. janúar 2013 var staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar þann 15. janúar.
Guðmundur Bjarnason og Sandra Einarsdóttir viku af fundi undir afgreiðslu liðarins.

6.2. 1301007 - Umsókn um lóðarstækkun og framkvæmdaleyfi fyrir ramp
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 22. fundi hennar þann 14. janúar 2013 var staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar þann 15. janúar.
Sandra Einarsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu liðarins.

6.3. 1209003 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna Kotabyggðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 22. fundi hennar þann 14. janúar 2013 var staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar þann 15. janúar. Sveitarstjórn samþykkir að fara með breytinguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi skv. 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Tilgangur breytingarinnar er að skýra stefnu sveitarstjórnar varðandi íbúðarbyggð í sveit.
Eiríkur H. Hauksson vék af fundinum undir afgreiðslu þessa liðar.

6.4. 1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 22. fundi hennar þann 14. janúar 2013 var staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar þann 15. janúar.
Eiríkur H. Hauksson vék af fundinum undir afgreiðslu þessa liðar.
 
6.5. 1212021 - Framkvæmdir við alifuglahús í Sveinbjarnargerði
Afgreiðsla skipulagsnefndar á 22. fundi hennar þann 14. janúar 2013 var staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar þann 15. janúar.
Eiríkur H. Hauksson vék af fundi við afgreiðslu liðarins.

7.  1301011 - Afsal vegna kaupa á landi undir stækkun kirkjugarðs
Lögð fram drög að afsali vegna kaupa Svalbarðsstrandarhrepps á spildu úr landi Svalbarðs vegna stækkunar kirkjugarðslóðar.
Guðmundur Bjarnason vék af fundi.
Drög samþykkt. Sveitarstjóra falið að ganga frá afsali með seljendum.

8.  1212015 - Afskriftarbeiðnir opinberra gjalda
Sýslumaður óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að afskrifa kröfur vegna opinberra gjalda sem eru fyrndar, sbr. fylgigögn.
Sveitarstjórn fellst á að veita umbeðna heimild.

9.  1301012 - Fyrirspurn um gildissvið ákvörðunar um hækkun gjaldskráa sveitarfélagins
Sveitarstjóri hefur óskað eftir afstöðu sveitarstjórnar til þess hvort hækkun gjaldskrár sveitarfélagsins um 4,5% sem ákveðin var á 40. fundi sveitarstjórnar þann 11. desember 2012 nái til frístundastyrks, þátttöku í snjómokstri og hálkuvörnum elli- og örorkulífeyrisþega og niðurgreiðslu gjalda fyrir dagvistun hjá dagforeldrum.
Hækkunin gildir um tilgreindar gjaldskrár

10.  1212020 - Fundargerð 86. fundar byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis
Fundargerð 86. fundar byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis og árlegs jólafundar nefndarinnar lagðar fram til kynningar.
Kynnt.

11.  1211027 - Fundargerðir 146. og 147. fundar Heilbrigðisnendar Norðurlands eystra
Fundargerðir 146. og 147. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra lagðar fram til kynningar.
Kynnt.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is