Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn 42. fundur, 12.02.2013

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
42. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 12. febrúar 2013 kl. 17:30.
Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sandra Einarsdóttir aðalmaður, Stefán H. Björgvinsson 1. varamaður, Sigurður Halldórsson 2. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.     1209016 - Breytingar á húsnæði Svalbarðsstrandarhrepps
Áður á dagskrá á 41. fundi sveitarstjórnar þann 15. janúar 2013.
Lagðar fram uppfærðar tillögur að skipulagi nýrrar skrifstofu sveitarfélagsins unnar af Árna Árnasyni hjá arkitektastofunni Form.
Farið yfir tillögur arkitekts að breytingum á húsnæði fyrir skrifstofur sveitarfélagsins og tónlistarskóla. Rætt um hvort frekar ætti að færa bókasafnið inn í rýmið og bæta aðstöðu Tónlistarskólans öðruvísi. Sveitarstjóra falið að koma hugmyndum sveitarstjórnar á framfæri við arkitekt.
        
2.     1205010 - Hönnun sveitarfélagsmerkis
Tillögur Magne Kvam að sveitarfélagsmerki fyrir Svalbarðsstrandarhrepp lagðar fram til umræðu.
Helga Kvam vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu þessa liðar. Rætt um tillögurnar og ákveðið að gefa íbúum kost á að velja tillöguna sem á að nota með því að senda einn kjörseðil á hvern íbúa inn á heimilin i sveitarfélaginu. Lagðar til smávægilegar breytingar á tillögunum. Sveitarstjóra falið að koma þeim athugasemdum til hönnuðar.
        
3.     1211014 - Samþykkt um hunda- og kattahald í Svalbarðsstrandarhreppi
Lögð fram uppfærð drög að samþykkt um hunda og kattahald fyrir Svalbarðsstrandarhrepp.
Drög að samþykkt um hunda- og kattahald tekin til umræðu, smávægilegar breytingar gerðar á drögunum. Samþykkt og vísað til annarar umræðu og umsagnar Heilbrigðiseftirlits.
        
4.     1211002 - Ósk um endurnýjun á samstarfssamning við Svalbarðsstrandarhrepp
Í bréfi frá 30. október 2012 óskar framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands eftir endurnýjun samstarfssamnings við Svalbarðsstrandarhrepp.
Samþykkt að endurnýja samstarfssamninginn.
        
5.     1301014 - Aðild að rammasamningum Ríkiskaupa 2013
Í tölvupósti frá 14. janúar 2013 óskar Birna Guðrún Magnadóttir, fyrir hönd Ríkiskaupa, eftir að Svalbarðsstrandarhreppur staðfesti staðfesta aðild sína að rammasamningakerfi Ríkiskaupa 2013.
Samþykkt að staðfesta aðild.
        
6.     1301026 - Krafa um girðingu umhverfis Vaðlaborgir og Veigahall
Í bréfi frá 25. janúar 2013 krefst Steinar Sigurðsson, formaður Rekstrarfélags Vaðlaborga og Veigahalls þess að landsvæði umhverfis byggðina verði girt af til að varna ágangi búfjár. Krafan er send sveitarstjórnum Svalbarðsstrandarhrepps og Eyjafjarðarsveitar og Árvegi ehf.
Sveitarstjórn bendir á að samkvæmt girðingalögum er ábyrgð á girðingum á hendi landeigenda en tekur hins vegar heils hugar undir kröfur rekstrarfélagsins um úrbætur. Sveitarstjórn bendir einnig á að í gildandi deiliskipulagsskilmálum svæðisins frá 22.04.2008 stendur eftirfarandi "allt svæði utan lóða en innan skipulagssvæðis skal teljast jöfn sameign eignarlóða á svæðinu, þar eru meðtaldar allar götur og göngustígar, rotþróarsvæði og sameiginlegar fráveitulagnir". Þar með ætti viðhaldsskildan í raun að vera á hendi rekstrarfélagsins.
        
7.     1211013 - Tilboð í brunalokur í þakrými í Valsárskóla

Fyrir liggur tilboð Blikk- og tækniþjónustunnar í uppsetningu á brunalokum í loftunarop í þakrými Valsárskóla.
Anna Fr. Blöndal vék af fundi undir þessum lið. Jón Hrói ritaði fundarbókun.
Ákveðið að taka tilboðinu. Sveitarstjórn óskar eftir að verkið verði unnið sem fyrst.
        
8.     1302012 - Ársþing UMSE í Valsárskóla 16. mars 2013
Ársþing UMSE verður haldið í Valsárskóla 16. mars 2013. Í tölvupósti frá 8. febrúar 2013 óskar Þorsteinn Marinósson eftir stuðningi sveitarstjórnar við þinghaldið. Sú hefð hefur skapast á undanförnum árum að sveitarfélagið sem þingið er haldið í leggur til hádegisverð og kaffiveitingar.
Samþykkt að styrkja ársþingið um 50.000,- krónur vegna veitinga.
        
9.     1302011 - Þingmál til umsagnar
Nefndarsvið Alþingis hefur sent sveitarstjórn eftirfarandi þingmál til umsagnar:
470. mál: Tillaga til þingsályktunar um velferðarstefnu-heilbrigðisáætlun til ársins 2020,
458. mál: Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd til 2014,
497. mál: Frumvarp til laga um sjúkraskrár (aðgangsheimildir). Frestur til
282. mál: Frumvarp til laga um búfjárhald (heildarlög). Frestur til 13. febrúar.
323. mál: Frumvarp til laga um barnalög (stefnandi barnsfaðernismál). Frestur til 14. febrúar.
449. mál: Frumvarp til sveitarstjórnarlaga (heimild til rafrænna íbúakosninga og
gerð rafrænnar kjörskrár). Frestur til 18. febrúar.
204. mál: Frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling
íbúalýðræðis). Frestur til 21. febrúar.
84. mál: Tillaga til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi. Frestur til 22. febrúar.
Sveitarstjórn mun ekki senda athugasemdir um ofangreind þingmál
        
10.     1211005 - Erindi varðandi dýrbít
Í tölvupósti frá 13. janúar 2013 óskar Páll Heiðar Hartmannsson eftir svörum sveitarstjórnar um aðgerðir gegn lausagöngu hunda.
Helga Kvam vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu þessa liðar.Verið er að endurskoða samþykkt um hunda- og kattahald og sveitarstjórn mun hér eftir sem hingað til framfylgja samþykktinni.
        
11.     1301024 - Þakkir og hvatning varðandi gistingu fyrir keppnislið
Í bréfi frá 24. janúar tilkynnir Sæmundur Rögnvaldsson, fyrir hönd UMFÍ, um ályktun 38. sambandsráðsfundar þar sem sveitarfélög eru hvött til að bjóða keppnishópum UMFÍ upp á ódýra gistingu.
Kynnt.
        
12.     1301027 - Aðalfundur Landssamtaka landeigenda þann 14. feb. 2013
Aðalfundur Samtaka landeigenda verður haldinn á Hótel Sögu þann 14. febrúar 2013. Að aðalfundi loknum verður málþing undir yfirskriftinni "Stjórnarskráin og eignarrétturinn".
Kynnt.
        
13.     1301003F - Skólanefnd - 20

Fundargerð skólanefndar á 20. fundi þann 21. janúar var tekin fyrir á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða í fundargerð.
13.1.    1301018 - Afleysingar í Álfaborg vorið 2013
Bókun skólanefndar á 20. fundi þann 21. janúar var staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013.

13.2.    1102016 - Innritunarreglur leikskóla

Bókun skólanefndar á 20. fundi þann 21. janúar var staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013.
        
14.     1302001F - Skipulagsnefnd - 23
Fundargerð 23. fundar skipulagsnefndar var tekin fyrir á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða.

14.1.    1301007 - Umsókn um lóðarstækkun og framkvæmdaleyfi fyrir ramp
Sandra Einarsdóttir vék af fundi undir þessum lið og Sigurður Halldórsson tók sæti hennar. Bókun 23. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013.
14.2.    1209003 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna Kotabyggðar
Eiríkur H. Hauksson vék af fundi undir þessum lið en Stefán Björgvinsson tók sæti sem fyrsti varamaður. Bókun 23. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013.
14.3.    1107010 - Þróunaráætlun Kotabyggðar
Eiríkur Hauksson vék af fundi undir þessum lið en Stefán Björgvinsson kom inn sem fyrsti varamaður. Bókun 23. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013.
14.4.    1212021 - Erindi varðandi Aðalskipulag Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020
Eiríkur H. Hauksson og Anna Fr. Blöndal viku af fundi undir þessum lið. Stefán Björgvinsson og Sigurður Halldórsson tóku þeirra sæti. Bókun 23. fundar skipulagsnefndar var staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013.   
15.     1302026 - Erindi varðandi túlkun Aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020
Í bréfi frá 7. febrúar 2013 óskar Íris Bjargmundsdóttir, fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðherra, eftir túlkun Svalbarðsstrandarhrepps á ákvæðum aðalskipulags um verslunar- og þjónustumerkingar á landbúnaðarsvæðum. Óskað er svars fyrir 22. febrúar 2013.
Tekið á dagskrá með samþykki allra fundarmanna. Anna Fr. Blöndal og Eiríkur H. Hauksson viku af fundi undir afgreiðslu þessa liðar. Jón Hrói ritaði fundarbókun.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, í samráði við skipulagsráðgjafa, að undirbúa svar til ráðuneytisins.
        
16.     1302002F - Félagsmálanefnd - 5
Fundargerð 5. fundar félagsmálanefndar þann 11. febrúar var tekin fyrir á 42. fundi sveitastjórnar þann 12. febrúar 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða.
16.1.    1302006 - Viðmið varðandi ferliþjónustu í Svalbarðsstrandarhreppi
Bókun félagsmálanefndar á 5. fundi hennar þann 11. febrúar 2013 var staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013. Sveitarstjórn áréttar að tuttugu ferðir þýðir tíu ferðir fram og til baka.
16.2.    1302008 - Samningur um ferliþjónustu í Svalbarðsstrandarhreppi
Bókun félagsmálanefndar á 5. fundi hennar þann 11. febrúar 2013 var staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013.
16.3.    1301013 - Umsókn um ferliþjónustu
Eiríkur H. Hauksson vék af fundi undir þessum lið. Stefán Björgvinsson 1. varamaður tók sæti hans. Bókun félagsmálanefndar á 5. fundi hennar þann 11. febrúar 2013 var staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013 að öðru leiti en því að sveitarstjórn sér ekki ástæðu til að að þörf sé endurmetin að þrem mánuðum liðnum.
16.4.    1302007 - Yfirlit yfir veitta ferliþjónustu 2012
Bókun félagsmálanefndar á 5. fundi hennar þann 11. febrúar 2013 var staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013.
16.5.    1211025 - Virknisamningar Svalbarðsstrandarhrepps
Bókun félagsmálanefndar á 5. fundi hennar þann 11. febrúar 2013 var staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013.
16.6.    1302009 - Fundur um kostnaðarskiptingu og fyrirkomulag þjónustu við fatlaða
Bókun félagsmálanefndar á 5. fundi hennar þann 11. febrúar 2013 var staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013
16.7.    1101002 - Endurskoðun samnings um félagsþjónustu
Bókun félagsmálanefndar á 5. fundi hennar þann 11. febrúar 2013 var staðfest á 42. fundi sveitarstjórnar þann 12. febrúar 2013.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 23:00.Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is