Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 49. fundur 18. júní 2013

Sveitarstjórn 2010-2014

Fundargerð
49. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 18. júní 2013 kl. 19:00.

Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Stefán H. Björgvinsson aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Þóra Hjaltadóttir og Elísabet Ásgrímsdóttir fulltrúar í skólanefnd sátu einnig fundinn. Sigurður Halldórsson sat einnig fundinn með málfrelsi og tillögurétt.

Dagskrá:

1.     1306020 - Uppsögn stöðu skólastjóra
Í bréfi frá 18. júní 2013 segir Einar Már Sigurðarson skólastjóri Valsárskóla, starfi sínu lausu og óskar eftir því að verða leystur frá störfum þann 31. júlí 2013 þrátt fyrir ákvæði um lengri uppsagnarfrest í kjarasamningi.
Sveitarstjórn harmar uppsögn Einars, ekki síst þar sem uppsögnina ber brátt að. Sveitarstjóra falið að ræða við skólastjóra og einnig að hafa samband við ráðningarþjónustu varðandi ráðningu í stöðuna. Ekki er tekin afstaða til styttingar uppsagnarfrests að svo stöddu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 20:00.Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is