Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 52. fundur 13. ágúst 2013

Sveitarstjórn 2010-2014
Fundargerð
52. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 13. ágúst 2013 kl. 13:30.
Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Stefán H. Björgvinsson aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:
 
1.     1304006 - Framkvæmdir og fjárfestingar 2013      
    Farið var yfir stöðu framkvæmda og fjárfestinga og rætt um hugsanleg verkefni.      
    Ákveðið að gera lítilsháttar breytingar frá fyrirliggjandi tillögu af skrifstofum sveitarfélagsins og hafa endanlega tillögu tilbúna fyrir næsta sveitarstjórnarfund.
Gluggar verða endurnýjaðir í eldra skólahúsnæði í vetur. Sveitarstjóra falið að semj við verktaka.
Verið er að hanna stöpla undir brúna á göngustíginn meðfram Valsá og búið að fá verktaka í að steypa þá.
Tillöguteikningar af bílastæðum við Laugatún voru lagðar fram. Sveitarstjórn samþykkir framlagðar tillögur og sveitarstjóra falið að semja við verktaka um verkið.
Rætt um tippinn á Svalbarðseyri og ákveðið að fara í umhverfisbætur á vesturhluta svæðisins. Sveitarstjóra falið að fá verktaka til að jafna svæðið og sá.
Rætt um hönnun göngu- og hjólastígs meðfram þjóðveginum. Sveitarstjóra falið að fá hönnuði í verkið.      
               
2.     1308001 - Ósk um umsögn við frumvarpsdrög til breytinga á skipulagslögum.      
    Í bréfi frá 6. ágúst óskar Lára K. Traustadóttir, fyrir hönd umhverfisráðuneytisins, eftir umsögn sveitarstjórnar um drög að frumvarpi til breytinga á Skipulagslögum. Frestur til að skila umsögnum er til 6. september 2013.      
    Sveitarstjórn felur skipulagsnefnd að fjalla um erindið og skila umsögn fyrir tilskilinn frest ef ástæða þykir til.      
               
3.     1307007 - Ráðning skólastjóra Valsárskóla      
    Sveitarstjóri kynnti forsendur ráðningarsamnings við Ingu Sigrún Atladóttur vegna ráðningar hennar í stöðu skólastjóra Valsárskóla.      
    Sveitarstjórn samþykkir forsendurnar og felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningarsamningi við Ingu Sigrúnu og grundvelli þeirra. Sveitarstjórn býður hana velkomna til starfa.      
               
4.     1308002F - Skólanefnd - 26      
    Fundargerð 26. fundar skólanefndar frá 12. ágúst 2013 var tekin fyrir á 52. fundi sveitarstjórnar þann 13. ágúst 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða.                     
    4.1.    1308006 - Mönnun leikskólans Álfaborgar 2013-14   
        Afgreiðsla skólanefndar á 26. fundi þann 12. ágúst 2013 var staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar þann 13. ágúst 2013.      
    4.2.    1308008 - Ósk um leikskóladvöl eftir flutning lögheimilis      
        Afgreiðsla skólanefndar á 26. fundi þann 12. ágúst 2013 var staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar þann 13. ágúst 2013.              
    4.3.    1308007 - Kynning á nýjum skólastjóra Valsárskóla og áherslum hans í skólastarfinu      
        Afgreiðsla skólanefndar á 26. fundi þann 12. ágúst 2013 var staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar þann 13. ágúst 2013.      
               
5.     1307002F - Skipulagsnefnd - 29      
    Fundargerð 29. fundar skipulagsnefndar þann 7. ágúst 2013 var tekin fyrir á 52. fundi sveitarstjórnar þann 13. ágúst 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða í fundargerð.                     
    5.1.    1209003 - Breyting á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 vegna Kotabyggðar    
        Eiríkur H. Hauksson vék af fundi við afgreiðslu liðarins og Sigurður Halldórsson tók sæti í hans stað. Afgreiðslu liðarins er frestað.              
    5.2.    1107010 - Deiliskipulag Kotabyggðar      
        Eiríkur H. Hauksson vék af fundi við afgreiðslu liðarins og Sigurður Halldórsson tók sæti í hans stað. Afgreiðslu liðarins er frestað.              
    5.3.    1304001 - Deiliskipulag vinnubúða vegna Vaðlaheiðarganga      
        Afgreiðsla skipulagsnefndar á 29. fundi hennar þann 7. ágúst 2013 var staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar þann 13. ágúst 2013. Sveitarstjórn samþykkir skipulagið samhljóða með 5 atkvæðum og felur sveitarstjóra að senda það til umsagnar hjá Skipulagsstofnun skv. 42. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.              
    5.4.    1307002 - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir borunum í Garðsvíkurlindum      
        Afgreiðsla skipulagsnefndar á 29. fundi hennar þann 7. ágúst 2013 var staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar þann 13. ágúst 2013.              
    5.5.    1307011 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar hitaveitu í Halllandsnes      
        Afgreiðsla skipulagsnefndar á 29. fundi hennar þann 7. ágúst 2013 var staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar þann 13. ágúst 2013.              
    5.6.    1302036 - Umsókn um byggingu svefnskála      
        Afgreiðsla skipulagsnefndar á 29. fundi hennar þann 7. ágúst 2013 var staðfest á 52. fundi sveitarstjórnar þann 13. ágúst 2013.              
    5.7.    1306028 - Umsókn um stækkun á matsal ofl.      
        Anna Fr. Blöndal vék af fundi.
Sveitarstjórn fellst á að veita heimild fyrir stækkun á matsal, skrifstofu- og þvottaaðstöðu skv. meðfylgjandi teikningum með vísan til 44. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 um grenndarkynningu framkvæmdar. Þar sem sýnt þykir að framkvæmdin varði ekki hagsmuni nágranna hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn samþykkir sveitarstjórn að nýta heimild í 3. mgr. greinarinnar til að falla frá grenndarkynningu.      

6.     1308009 - Ósk um heimild fyrir yfirdráttarláni vegna almenningssamgangna      
    Erindi frá Eyþingi þar sem óskað er eftir heimild fyrir yfirdráttarláni vegna hærri kostnaðar við almenningssamgöngur en reiknað var með.      
    Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkir að veita heimildina, fyrir sitt leyti.                  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is