Sveitarstjórn 2010-2014

Sveitarstjórn, 56. fundur 8. október 2013

Sveitarstjórn 2010-2014
Fundargerð
56. fundur sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 8. október 2013 kl. 13:30.
Fundinn sátu: Guðmundur Bjarnason oddviti, Helga Kvam varaoddviti, Anna Fr. Blöndal ritari, Eiríkur H. Hauksson aðalmaður, Sigurður Halldórsson 1. varamaður og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði:  Anna Fr. Blöndal, ritari sveitarstjórnar.

Dagskrá:

1.     1309019 - Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur
    Í bréfi frá 18. september vekja Ólafur Kr. Hjörleifsson og María Rún Bjarnadóttir, fyrir hönd innanríkisráðherra, athygli á lögfestingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með lögum nr. 19/2013 frá 6. mars 2013.
Jafnframt upplýsa þau um verkefni stjórnvalda til að stuðla að vitundarvakningu um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum og fræðsluþingum fyrir kjörna fulltrúa og þá sem starfa með börnum og unglingum sem haldin verða í október.
    Lagt fram til kynningar.
        
2.     1309023 - Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma.
    Í bréfi frá 25. september 2013 lýsa Anna Lilja Gunnarsdóttir og Sveinn Magnússon, fyrir hönd heilbrigðisráðherra, áformum um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma. Í bréfinu er sveitarstjórn gefinn kostur á að tjá sig um fyrirhugaða sameiningu fyrir 15. október 2013.
    Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps gerir ekki athugasemd við sameininguna að því tilskyldu að hún skili þeirri niðurstöðu sem stefnt er að ásamt því að skila raunverulegum sparnaði. Viðlíka sameiningar hjá öðrum ríkisstofnunum hafa etv. ekki skilað þeim sparnaði sem stefnt var að en fækkar hins vegar störfum fyrir vel menntað og velllaunað starfsfólk utan höfuðborgarsvæðisins.
        
3.     1310006 - Umsókn um styrk vegna starfsemi Landsbyggðin lifi
    Í bréfi frá 2. október 2013 óskar Sigríður Svavarsdóttir, fyrir hönd samtakanna Landsbyggðin lifi, eftir rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 100.000,-.
    Sveitarstjórn hafnar erindinu.
        
4.     1309020 - Tillögur um nafn á stíg meðfram Valsá.
    Í bréfi frá 26. september 2013 leggja nemendur í útiskóla Valsárskóla og leikskólans Álfaborgar til að stígnum meðfram Valsá verði gefið nafn. Nemendurnir stóðu fyrir kosningu um nafn meðal nemenda skólanna þar sem nöfnin Valsárstígur og Fjörustígur urðu hlutskörpust.
Jafnframt óska nemendurnir eftir leyfi sveitarstjórnar til að setja upp skilti með örnefnum á og við Svalbarðseyri, sem þeir hafa útbúið í tengslum við örnefnaverkefni útiskólans.

    Sveitarstjórn fagnar frumkvæði nemenda og kennara Útiskólans en fleiri íbúar sveitarfélagsins hafa einnig að eigin frumkvæði sent inn tillögur um nafn á stíginn. Fjórar tillögur hafa komið fram Fjörustígur, Valsárstígur, Eyrarbakkastígur og Myllustígur. Tvö síðastnefndu nöfnin eru skírskotun í sögu svæðisins en neðst á svæðinu stóð býli sem hét Eyrarbakki og þar var mylla drifin áfram af Valsánni. Sveitarstjórn samþykkir að velja nafnið Fjörustígur en setja upplýsingaskilti við stíginn um Eyrarbakka og mylluna. Jafnfram samþykkir sveitarstjórn að gera "áningarstað" við skiltið.
        
5.     1309021 - Fundir fjárlaganefndar með sveitarstjórnum haustið 2013
    Í bréfi frá 26. september 2013 býður Vigdís Hauksdóttir, fyrir hönd fjárlaganefndar Alþingis, sveitarstjórn til fundar með nefndinni 28. eða 29. október 2013.
    Sveitarstjórn afþakkar boð um fund.
        
6.     1309015 - Ágóðahlutagreiðsla 2013
    Í bréfi frá 6. september 2013 tilkynnir Anna Sigurðardóttir, fyrir hönd Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands, um ákvörðun stjórnar félagsins um greiðslu ágóðahlutar til hluthafa. Hlutur Svalbarðsstrandarhrepps er kr. 541.500,-.
    Lagt fram til kynningar.
        
7.     1304006 - Framkvæmdir og fjárfestingar 2013
    Farið yfir stöðu framkvæmda- og fjárfestingaverkefna.
    Farið var yfir stöðu verkefna.
        
8.     1310002F - Skipulagsnefnd - 33
    Fundargerð 33. fundar Skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps frá 3. október 2013 var tekin fyrir á 56. fundar Sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 8. október 2013. Sjá afgreiðslu einstakra liða.
    8.1.    1106007 - Deiliskipulag Eyrarinnar á Svalbarðseyri
        Afgreiðsla Skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps á 33. fundi hennar þann 3. október 2013 var staðfest á 56. fundar Sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 8. október 2013. Guðmundur S. Bjarnason vék af fundi undir afgreiðslu liðarins.
    8.2.    1309011 - Umsókn um stækkun á áður samþykktum byggingarreit
        Afgreiðsla Skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps á 33. fundi hennar þann 3. október 2013 var staðfest á 56. fundar Sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 8. október 2013. Guðmundur S. Bjarnason vék af fundi undir afgreiðslu liðarins.
    8.3.    1310003 - Umsókn um stækkun lóðarinnar Húsabrekku í landi Halllands
        Afgreiðsla Skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps á 33. fundi hennar þann 3. október 2013 var staðfest á 56. fundar Sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 8. október 2013. 
    8.4.    1310004 - Ósk um afstöðu til umsóknar um byggingu frístundahúss í landi Austurhlíðar
        Afgreiðsla Skipulagsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps á 33. fundi hennar þann 3. október 2013 var staðfest á 56. fundar Sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps þann 8. október 2013.
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:15.Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is